Barnapakkinn Dagur B. Eggertsson skrifar 10. apríl 2014 07:00 Það er erfitt hjá mörgum barnafjölskyldum að láta enda ná saman og eiga fyrir fjölbreyttum frístundum fyrir krakkana og öðrum útgjöldum. Tónlist, íþróttir og aðrar skipulagðar frístundir eru engu að síður ómetanlegur undirbúningur fyrir framtíðina. Það er prinsipp að efnahagur foreldra ráði ekki úrslitum um þátttöku í frístundastarfi. Samfylkingin kynnti því tillögur um hækkun frístundakorts úr 30.000 í 50.000 á hvert barn á stefnuþingi um helgina. Þetta verður innleitt í áföngum og útfært í samráði við frístundageirann. Hækkun frístundakortsins er hluti af „barnapakka“ Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Borg sem er góð fyrir börn hlúir að framtíðinni. Þannig borg er góð fyrir alla.Barnapakkinn er í fjórum liðum.Í fyrsta lagi. Reykjavík er og verði áfram hagstæðust fyrir fjölskyldur. Þetta þýðir að samanlagðir skattar, fasteignaskattar, gjöld og gjaldskrár verði áfram hagstæðust í Reykjavík í samanburði við önnur sveitarfélög.Í öðru lagi. Systkinaafsláttur verði veittur þvert á skólastig. Reykjavík býður ríkulega systkinaafslætti fyrir barnafjölskyldur. Þessi nýjung þýðir að fjölskyldur fái afslátt vegna systkina þó að að annað þeirra sé á leikskóla en hitt í grunnskóla. Þetta teljum við vera sanngjarna kjarabót sem nýtist barnmörgum fjölskyldum.Í þriðja lagi. Frístundakort verði hækkuð úr 30.000 kr. í 50.000 kr. á hvert barn á kjörtímabilinu, skv. útfærslu sem unnin verði í samstarfi við íþróttafélög, tónlistarskóla og æskulýðssamtök. Við höfum áhyggjur af því að sum börn fari á mis við skipulagt tómstundastarf vegna fjárhagsaðstæðna. Með því að hækka frístundakortið vinnum við gegn því.Í fjórða lagi. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað með fjölbreyttum aðferðum í áföngum. Þetta er risastórt samfélagslegt verkefni sem mun taka tíma en er ekki að hægt skilja eftir til úrlausnar fyrir foreldra ungra barna. Fæðingarorlof þarf að lengja. Síðan þarf að tryggja öryggi og auðveldara aðgengi að þjónustu eftir að orlofi lýkur í samvinnu við dagforeldra, ungbarnaleikskóla en síðast en ekki síst að krakkar komist yngri inn á venjulega leikskóla. Barnapakkinn er eitt af aðalstefnumálum Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Öll stefnumál okkar taka mið af fimm ára áætlun um fjárhag Reykjavíkurborgar og ábyrgri stefnu í fjármálum borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt hjá mörgum barnafjölskyldum að láta enda ná saman og eiga fyrir fjölbreyttum frístundum fyrir krakkana og öðrum útgjöldum. Tónlist, íþróttir og aðrar skipulagðar frístundir eru engu að síður ómetanlegur undirbúningur fyrir framtíðina. Það er prinsipp að efnahagur foreldra ráði ekki úrslitum um þátttöku í frístundastarfi. Samfylkingin kynnti því tillögur um hækkun frístundakorts úr 30.000 í 50.000 á hvert barn á stefnuþingi um helgina. Þetta verður innleitt í áföngum og útfært í samráði við frístundageirann. Hækkun frístundakortsins er hluti af „barnapakka“ Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Borg sem er góð fyrir börn hlúir að framtíðinni. Þannig borg er góð fyrir alla.Barnapakkinn er í fjórum liðum.Í fyrsta lagi. Reykjavík er og verði áfram hagstæðust fyrir fjölskyldur. Þetta þýðir að samanlagðir skattar, fasteignaskattar, gjöld og gjaldskrár verði áfram hagstæðust í Reykjavík í samanburði við önnur sveitarfélög.Í öðru lagi. Systkinaafsláttur verði veittur þvert á skólastig. Reykjavík býður ríkulega systkinaafslætti fyrir barnafjölskyldur. Þessi nýjung þýðir að fjölskyldur fái afslátt vegna systkina þó að að annað þeirra sé á leikskóla en hitt í grunnskóla. Þetta teljum við vera sanngjarna kjarabót sem nýtist barnmörgum fjölskyldum.Í þriðja lagi. Frístundakort verði hækkuð úr 30.000 kr. í 50.000 kr. á hvert barn á kjörtímabilinu, skv. útfærslu sem unnin verði í samstarfi við íþróttafélög, tónlistarskóla og æskulýðssamtök. Við höfum áhyggjur af því að sum börn fari á mis við skipulagt tómstundastarf vegna fjárhagsaðstæðna. Með því að hækka frístundakortið vinnum við gegn því.Í fjórða lagi. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað með fjölbreyttum aðferðum í áföngum. Þetta er risastórt samfélagslegt verkefni sem mun taka tíma en er ekki að hægt skilja eftir til úrlausnar fyrir foreldra ungra barna. Fæðingarorlof þarf að lengja. Síðan þarf að tryggja öryggi og auðveldara aðgengi að þjónustu eftir að orlofi lýkur í samvinnu við dagforeldra, ungbarnaleikskóla en síðast en ekki síst að krakkar komist yngri inn á venjulega leikskóla. Barnapakkinn er eitt af aðalstefnumálum Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Öll stefnumál okkar taka mið af fimm ára áætlun um fjárhag Reykjavíkurborgar og ábyrgri stefnu í fjármálum borgarinnar.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar