HK hefur framlengt samninga tveggja lykilmanna liðsins, Guðmundar Atla Steinþórssonar og Jóns Gunnars Eysteinssonar. Samningar þeirra beggja gilda út tímabilið.
Þetta eru góðar fréttir fyrir Kópavogsliðið í baráttunni sem framundan er í 1. deildinni. HK, sem leikur undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar, endaði í 6. sæti 1. deildar í fyrra og stefnir væntanlega á að gera betur í ár.
Guðmundur var markahæsti leikmaður HK í fyrra með 10 mörk en hann var jafnframt fjórði markahæsti leikmaður 1. deildarinnar. Árið þar á undan var hann markakóngur 2. deildar með 17 mörk.
Jón Gunnar kom til HK fyrir síðasta tímabil og lék alla leiki liðsins nema einn í 1. deildinni í fyrra. Hann lék áður undir stjórn Þorvaldar hjá KA, Fjarðabyggð og Fram.
HK sækir Gróttu heim í fyrsta leik sínum 1. deildinni, 8. maí næstkomandi.
HK framlengir við tvo lykilmenn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn


„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1



„Spiluðum mjög vel í dag“
Enski boltinn