Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júní 2015 16:01 Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, gerði starfsandann á Alþingi að umtalsefni í ræðu sinni undir dagskrárliðnum störf þingsins í dag, en í gær var meðal annars fjallað um það á Vísi að þingmaður Framsóknar vildi láta skoða einelti á þingi. Sagði Lilja Rafney að upplifun hennar af Alþingi sem vinnustað síðastliðin sex ár væri ekki með þeim hætti að þar væri einelti eða mikið ósætti.Heilbrigt að takast á um pólitík „Ég tel að hér svífi nú yfir vötnum góður andi heilt yfir. Vinskapur er þvert á flokka, jafnvel innan flokka er vinskapur,“ sagði Lilja og uppskar hlátur í þingsal. Hún sagðist því telja að þingmenn væru ekkert svo slæmir og vonaðist til þess að þingmenn gætu haldið áfram að rækta vinskapinn burtséð frá pólitískum ágreiningi. „Það er bara heilbrigt að takast á um pólitík og til þess erum við kjörin hingað á Alþingi. [...] Við notum oft myndlíkingar, notum íslenskuna til að tjá skoðanir okkar á pólitík en það er ekki þar með sagt að við séum að meina það í orðsins fyllstu merkingu gagnvart þeim sem við erum að sjá skoðanir okkar gagnvart,“ sagði Lilja.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/gvaKallar eftir meira lýðræði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerði vinnustaðinn Alþingi einnig að umræðuefni og sagði ekki telja það rétt að hægt væri að reka þingið eftir sömu faglegu stöðlum og fyrirtæki. „Þetta er pólitísk stofnun sem þarf að lifa við það að hér eru pólitískir ferlar,“ sagði Helgi. Hann sagði þingmenn verða að líta til pólitískra lausna til að leysa úr þeim djúpstæða ágreiningi sem er á þingi. „Ég vil meina að pólitískasta rétta leiðin á þeim pólitíska vanda sem hér er til staðar sé meira lýðræði. Það er ekki andrúmsloftið hér á bæ sem þarf að batna, varla vinnubrögðin, [...] vegna þess að á meðan reglurnar eru eins og þær eru þá verður alltaf togstreita, ómálefnaleg togstreita jafnvel, þegar það er eina leiðin til þess að berja hlutina í gegn.“ Helgi sagði því að það þyrfti að gefa þjóðinni, sem ætti í raun Alþingi, færi og réttinn á því að grípa í taumana svo að þingmenn hefðu hagsmuni af því að tala vel um og við hvorn annan. Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, gerði starfsandann á Alþingi að umtalsefni í ræðu sinni undir dagskrárliðnum störf þingsins í dag, en í gær var meðal annars fjallað um það á Vísi að þingmaður Framsóknar vildi láta skoða einelti á þingi. Sagði Lilja Rafney að upplifun hennar af Alþingi sem vinnustað síðastliðin sex ár væri ekki með þeim hætti að þar væri einelti eða mikið ósætti.Heilbrigt að takast á um pólitík „Ég tel að hér svífi nú yfir vötnum góður andi heilt yfir. Vinskapur er þvert á flokka, jafnvel innan flokka er vinskapur,“ sagði Lilja og uppskar hlátur í þingsal. Hún sagðist því telja að þingmenn væru ekkert svo slæmir og vonaðist til þess að þingmenn gætu haldið áfram að rækta vinskapinn burtséð frá pólitískum ágreiningi. „Það er bara heilbrigt að takast á um pólitík og til þess erum við kjörin hingað á Alþingi. [...] Við notum oft myndlíkingar, notum íslenskuna til að tjá skoðanir okkar á pólitík en það er ekki þar með sagt að við séum að meina það í orðsins fyllstu merkingu gagnvart þeim sem við erum að sjá skoðanir okkar gagnvart,“ sagði Lilja.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/gvaKallar eftir meira lýðræði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerði vinnustaðinn Alþingi einnig að umræðuefni og sagði ekki telja það rétt að hægt væri að reka þingið eftir sömu faglegu stöðlum og fyrirtæki. „Þetta er pólitísk stofnun sem þarf að lifa við það að hér eru pólitískir ferlar,“ sagði Helgi. Hann sagði þingmenn verða að líta til pólitískra lausna til að leysa úr þeim djúpstæða ágreiningi sem er á þingi. „Ég vil meina að pólitískasta rétta leiðin á þeim pólitíska vanda sem hér er til staðar sé meira lýðræði. Það er ekki andrúmsloftið hér á bæ sem þarf að batna, varla vinnubrögðin, [...] vegna þess að á meðan reglurnar eru eins og þær eru þá verður alltaf togstreita, ómálefnaleg togstreita jafnvel, þegar það er eina leiðin til þess að berja hlutina í gegn.“ Helgi sagði því að það þyrfti að gefa þjóðinni, sem ætti í raun Alþingi, færi og réttinn á því að grípa í taumana svo að þingmenn hefðu hagsmuni af því að tala vel um og við hvorn annan.
Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira