Óskir fatlaðs fólks Ellen Calmon skrifar 20. nóvember 2015 07:00 Öryrkjabandalag Íslands hefur undanfarna mánuði staðið fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Miðvikudaginn 11. nóvember sl. var Ólöfu Nordal innanríkisráðherra afhentar undirskriftir 17.000 einstaklinga sem tóku þátt í áskoruninni. Þá voru öllum þingmönnum afhentar óskir fatlaðs fólks sem allar rúmast undir samningnum. Óskir þessar eru mörgum sjálfsagðar eins og að fá að stunda skóla með krökkunum í hverfinu, að fá að stunda vinnu, að búa við mannsæmandi lífskjör eða að geta átt þess kost að skoða landið okkar. Fatlaðar konur og ofbeldi Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er óháður tegund fötlunar, kyni og aldri og er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Í dag hefur fatlað fólk ekki sömu tækifæri og aðrir vegna líkamlegra, samskiptalegra og stofnanalegra hindrana. Aðildarríki samningsins viðurkenna að fatlaðar konur og stúlkur eru oft í meiri hættu, innan heimilis sem utan, á að verða þolendur ofbeldis. Aðildarríkjum ber því að taka sérstakt tillit til fatlaðra kvenna og gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja fullan þroska, framgang og valdeflingu kvenna í þeim tilgangi að þau mannréttindi og það grundvallarfrelsi sem sett eru fram í samningnum sé tryggt. Niðurstöður rannsókna sýna einnig að fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrar konur og að ofbeldi gegn fötluðum konum er nátengt valdleysi þeirra í eigin lífi og jaðarsettri stöðu þeirra í samfélaginu. Með öðrum orðum þá þrífst ofbeldi í aðgreiningu. Þessu þarf að breyta. Mikilvægi samningsins Samningurinn breytir sjónarhorni ölmusu í mannréttindasjónarmið og læknisfræðilegu sjónarmiði í félagslegt. Stjórnmálamenn í mörgum löndum láta byggja sérskóla, sérstök dvalarheimili eða sérstök húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk. Það sem þeir ættu hins vegar að hugsa um er t.d. hvernig verður séð til þess að fötluð börn fái sömu tækifæri og standi jafnfætis öðrum börnum þegar þau vaxa úr grasi. Það gerist ekki með sérúrræðum heldur með því að fötluð börn líkt og önnur börn fái þann stuðning sem þau þurfa og hvatningu og hafi þar af leiðandi sömu tækifæri í samfélaginu. Til að vekja athygli á samningnum lét ÖBÍ meðal annars vinna myndbönd sem fjalla um aðstæður sem fatlað fólk upplifir margt hvert á Íslandi í dag. Myndböndin eru öll byggð á sönnum atburðum. Efnistökin eru meðal annars: Þátttaka í fjölskyldulífi, aðgengi fyrir alla, val um tjáningarleiðir, forræðishyggja, fordómar og framfærsla. Myndböndin er hægt að sjá á heimasíðunni www.obi.is Tilgangur myndbandanna er að sýna mikilvægi þess að fatlað fólk njóti mannréttinda í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna. Í myndböndunum var hlutverkunum snúið við í flestum tilvikum þannig að ófatlað fólk lék fatlað fólk og öfugt. Gerð voru sjö myndbönd sem eru öll mjög stutt með snörpum skilaboðum og eru flest öll um eða undir einni mínútu að lengd. Öryrkjabandalagið hefur í mörg ár barist fyrir því að samningurinn verði fullgiltur og lögfestur en hann var undirritaður af Íslands hálfu í mars árið 2007. Nú hafa 160 ríki fullgilt hann og er Ísland annað tveggja Norðurlanda sem ekki hafa fullgilt samninginn. Finnland er hitt norræna ríkið sem er að ljúka vinnu við fullgildingu. Við höfum fengið sömu svörin í átta ár; „Við erum að vinna að þessu.“ Stærsta óskin sem afhent var 11. nóvember síðastliðinn er óskin um að samningurinn verði fullgiltur sem fyrst. Nú er kominn tími til að forgangsraða í þágu mannréttinda. Og já frú innanríkisráðherra, þú getur gert betur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hefur undanfarna mánuði staðið fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Miðvikudaginn 11. nóvember sl. var Ólöfu Nordal innanríkisráðherra afhentar undirskriftir 17.000 einstaklinga sem tóku þátt í áskoruninni. Þá voru öllum þingmönnum afhentar óskir fatlaðs fólks sem allar rúmast undir samningnum. Óskir þessar eru mörgum sjálfsagðar eins og að fá að stunda skóla með krökkunum í hverfinu, að fá að stunda vinnu, að búa við mannsæmandi lífskjör eða að geta átt þess kost að skoða landið okkar. Fatlaðar konur og ofbeldi Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er óháður tegund fötlunar, kyni og aldri og er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Í dag hefur fatlað fólk ekki sömu tækifæri og aðrir vegna líkamlegra, samskiptalegra og stofnanalegra hindrana. Aðildarríki samningsins viðurkenna að fatlaðar konur og stúlkur eru oft í meiri hættu, innan heimilis sem utan, á að verða þolendur ofbeldis. Aðildarríkjum ber því að taka sérstakt tillit til fatlaðra kvenna og gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja fullan þroska, framgang og valdeflingu kvenna í þeim tilgangi að þau mannréttindi og það grundvallarfrelsi sem sett eru fram í samningnum sé tryggt. Niðurstöður rannsókna sýna einnig að fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrar konur og að ofbeldi gegn fötluðum konum er nátengt valdleysi þeirra í eigin lífi og jaðarsettri stöðu þeirra í samfélaginu. Með öðrum orðum þá þrífst ofbeldi í aðgreiningu. Þessu þarf að breyta. Mikilvægi samningsins Samningurinn breytir sjónarhorni ölmusu í mannréttindasjónarmið og læknisfræðilegu sjónarmiði í félagslegt. Stjórnmálamenn í mörgum löndum láta byggja sérskóla, sérstök dvalarheimili eða sérstök húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk. Það sem þeir ættu hins vegar að hugsa um er t.d. hvernig verður séð til þess að fötluð börn fái sömu tækifæri og standi jafnfætis öðrum börnum þegar þau vaxa úr grasi. Það gerist ekki með sérúrræðum heldur með því að fötluð börn líkt og önnur börn fái þann stuðning sem þau þurfa og hvatningu og hafi þar af leiðandi sömu tækifæri í samfélaginu. Til að vekja athygli á samningnum lét ÖBÍ meðal annars vinna myndbönd sem fjalla um aðstæður sem fatlað fólk upplifir margt hvert á Íslandi í dag. Myndböndin eru öll byggð á sönnum atburðum. Efnistökin eru meðal annars: Þátttaka í fjölskyldulífi, aðgengi fyrir alla, val um tjáningarleiðir, forræðishyggja, fordómar og framfærsla. Myndböndin er hægt að sjá á heimasíðunni www.obi.is Tilgangur myndbandanna er að sýna mikilvægi þess að fatlað fólk njóti mannréttinda í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna. Í myndböndunum var hlutverkunum snúið við í flestum tilvikum þannig að ófatlað fólk lék fatlað fólk og öfugt. Gerð voru sjö myndbönd sem eru öll mjög stutt með snörpum skilaboðum og eru flest öll um eða undir einni mínútu að lengd. Öryrkjabandalagið hefur í mörg ár barist fyrir því að samningurinn verði fullgiltur og lögfestur en hann var undirritaður af Íslands hálfu í mars árið 2007. Nú hafa 160 ríki fullgilt hann og er Ísland annað tveggja Norðurlanda sem ekki hafa fullgilt samninginn. Finnland er hitt norræna ríkið sem er að ljúka vinnu við fullgildingu. Við höfum fengið sömu svörin í átta ár; „Við erum að vinna að þessu.“ Stærsta óskin sem afhent var 11. nóvember síðastliðinn er óskin um að samningurinn verði fullgiltur sem fyrst. Nú er kominn tími til að forgangsraða í þágu mannréttinda. Og já frú innanríkisráðherra, þú getur gert betur!
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun