Viðskiptafréttir ársins 2015: Koma kleinuhringjarisa, kennitöluflakk, kröfuhafar og kjötleysi á KFC ingvar haraldsson skrifar 21. desember 2015 13:45 Mikið gerðist í íslensku viðskiptalífi á árinu. Vísir hefur tekið saman það helsta. vísir Ýmislegt gekk á í íslensku viðskiptalífi á árinu. Vísir hefur tekið saman annál yfir nokkur þeirra viðskiptafrétta sem vöktu athygli á árið 2015 en eins og við má búast er listinn langt frá því að vera tæmandi. Vísir hefur þegar tekið saman erlendar og innlendar fréttir ársins. Margdæmdir útfararstjórar Fréttaskýringarþátturinn Brestir tók fyrir hugtakið útfararstjórar; menn sem leppa fyrir einkahlutafélög sem eru á leið í þrot og koma þannig fyrri eigendum félaganna frá því að nafn þeirra verði tengt við gjaldþrotið. Tveir slíkir virðast vera Sigurður Dalmann Áslaugarson og Gunnar Rúnar Gunnarsson en þrjú einkahlutafélög sem þeir voru skráðir í forsvari fyrir voru lýst gjaldþrota í byrjun apríl, líkt og Vísir greindi frá. Sigurður og Gunnar höfðu tekið við rekstri fimm félaga til viðbótar á árinu 2014 og á fyrri hluta þessa árs. Sigurður og Gunnar hafa á síðustu árum hlotið fjölmarga fangelsisdóma, meðal annars fyrir kynferðisbrot, fjársvik og þjófnaði.Hér að neðan má sjá brot úr Brestum þar semHalldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ ræðir skaðsemi kennitöluflakks.Kron lýst gjaldþrota en ný kennitala stofnuð Félagið Kron ehf. sem rak tískuvöruverslunina Kron var lýst gjaldþrota í mars. Mánuði fyrr hafði nýtt hlutafélag verið stofnað undir nafninu Kron af sömu aðilum og reka verslanirnar. Nafni gjaldþrota félagsins var breytt í Sapena ehf. Kron tapaði í janúar dómsmáli gegn tveim spænskum skóframleiðendum, Sapena Trading Company SL og Salvador Sapena SL, og þurfti að greiða 24 milljónir auk dráttarvaxta og málsvarnarlauna. Kron hélt fram að hluti sendingarinnar væri gölluð. Gamla félagið sem sá um rekstur Kron heitir nú AÖ678 ehf.Hjónin Magni Þorsteinsson og Hugrún Dögg Árnadóttir hafa rekið verslanir Kron. Ný kennitala var stofnuð á sama nafni þegar fyrra félag var lýst gjaldþrota.vísir/antonHörður Helgi Helgason, lögmaður spænsku skóframleiðendanna, sagði við Vísi í mars að siðferðisvitund umbjóðenda hans sé misboðið. „Þeir fara í viðskipti við þetta fólk hér heima vegna þessa að það orðspor hefur farið af íslenskum viðskiptamönnum og smásölum að þeir standi við gerða samninga og reyni ekki að víkja sér undan skuldbindingum sínum. En þegar þeir fá núna fréttir í þessari viku að Kron sem þeir eiga svona háar fjárhæðir inni hjá séu búnir að stofna nýtt fyrirtæki og ætli sér að reka það undir sama nafni á sama stað með sömu vöru, sömu starfsemi og sama starfsfólk þá misbýður það siðferðisvitund þeirra,“ sagði Hörður.Coke Zero og Coke Light fóru af markaðiVífilfell tilkynnti í mars um að allir Coca-Cola drykkir yrðu sameinuð undir einum hatti, undir mismunandi litum og innihaldslýsingum. Breytingarnar fóru misvel í aðdáendur Coca-Cola en með breytingunum fóru Coke Light og Coke Zero af markaði.Löng röð var fyrir utan Dunkin' Donuts í miðbænum dagana eftir að verslunin opnaði.Kleinhringjaæði með komu Dunkin' DonutsMargir efuðust um sannleiksgildi fréttar sem birtist í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins, þann 1. apríl, um að Dunkin' Donuts væri á leið til landsins. Fréttin reyndist ekkert aprílgabb því tveim vikum síðar greindi Vísir frá því að sextán Dunkin' Donuts yrðu opnaðir á Íslandi í samstarfi við 10-11. Segja má að sannkallað æði hafi gripið Íslendinga í kjölfarið og ekki í fyrsta sinn.Löng röð myndaðist þegar fyrsti staðurinn opnaði á Laugavegi í ágúst, en fyrstu fimmtíu gestirnir fengu stimpilkort fyrir frían kassa af kleinuhringjum í hverri viku í heilt ár. „Nóttin var köld en samt frekar fljót að líða,“ sagði Agatha Rún Karlsdóttir, sem var fremst í röðinni áður en staðurinn opnaði. Hún hafði beði frá því klukkan sjö um kvöldið. Biðin var mun styttri þegar Dunkin' Donuts staður opnaði í Kringlunni. Rúnar Geir Guðjónsson, var mættur fyrstur, klukkan sjö um morguninn. Rúnar bjóst við miklu fleirum í röðinni. „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta,“ sagði Rúnar.Stjórnvöld tilkynntu um aðgerðir sem leysa ættu 1.200 milljarða vanda í júní.vísir/GVAUppgjör slitabúannaStjórnvöld tilkynntu í júní um að þau hyggðust leggja 39 prósenta skatt á slitabú fallinna fjármálafyrirtækja yrði uppgjöri þeirra ekki lokið um áramótin. Tekjur af skattinum áttu að nema milli 682 og 850 milljörðum króna. Í kynningunni kom fram að stærstu kröfuhafar slitabúanna hefðu þegar sagst tilbúnir að undirgagnast svokölluð stöðugleikaskilyrði sem hefðu í för með sér að ekki þyrfti að greiða stöðugleikaskatt. Slitabú föllnu bankanna hafa öll samþykkt að undirgangast stöðugleikaskilyrðin. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt nauðsamninga föllnu bankanna þriggja og lítur út fyrir að uppgjöri þeirra ljúki á næstu vikum. Áætlað er að stöðugleikaframlag slitabúanna verði 379 milljarðar króna.Kickstarterbræður slógu í gegn en eru undir rannsókn Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir söfnuðu um 45 milljónum króna á árinu á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter, til að vinna að þróun vindtúrbína og snúru sem átti að vera hægt að tengja við USB-, HDMI, Lightning- eða hljóðtengi. RÚV greindi frá því að bræðurnir væru undir rannsókn hjá sérstökum saksóknara og að Kickstarter hefði lokað fyrir eina söfnunina.Tómas Geir Howser Harðarson, betur þekktur sem Tilfinninga-Tómas, tók kjúklingaskort á KFC afar nærri sér.Kjötlaust á KFC og Metro eftir verkfallVerkföll settu mikinn svip á árið. Langvinnt verkfall hjá Matvælastofnun setti matvælaframleiðslu og innflutning úr skorðum. Margir veitingastaðir urðu svo gott sem uppiskroppa með hráefni. Þannig var kjúklingurinn hjá KFC og kjötið hjá Metro við það að klárast. Metro gerði tilraunir með svínaborgara sem fóru illa í viðskiptavini staðarins. Tómas Geir Howser Harðarson, betur þekktur sem Tilfinninga-Tómas, tók lokanir á KFC mjög nærri sér. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt,“ sagði Tómas í samtali við Vísi um málið.Jólaauglýsing frá þýska verslunarrisanum EDEKA vakti athygli á árinu. Hún fjallar um eldri mann sem dó ekki ráðalaus þegar hann vildi sameina fjölskylduna en sjá má hana hér að neðan.Í ábyrgð fyrir láni í 13 ár án þess að vita af þvíLeikarinn Bjartmar Þórðarson fékk bréf frá Lánasjóði íslenskra námsmanna í sumar þar sem fram kom að hann væri í ábyrgð fyrir láni sem systur hans hefði tekið fyrir aldarfjórðungi þar sem móður hans hefði verið í ábyrgð fyrir láninu. Móðir Bjartmars lést fyrir þrettán árum og sagðist Bjartmar ekki hafa hagt hugmynd um að hann væri í ábyrgð fyrir láninu.Guðmundur Steingrímsson, fyrrum formaður Bjartrar framtíðar, systkini hans og móður, töpuðu dómsmáli út af sambærilegri vegna ábyrgðar á láni frá LÍN. Steingrímur Hermannsson, faðir Guðmundar, hafði gengist í ábyrgð fyrir láni sem sonur hans, Steingrímur Neil tók. Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Innlendar fréttir ársins 2015: Hlín og Malín, verkföll, óveður, flóttamenn og kúkur á Þingvöllum Líkt og fyrri ár er af nógu að taka þegar litið er yfir það sem bar hæst í fréttum á árinu sem er að líða. 18. desember 2015 10:00 Erlendar fréttir ársins 2015: Flóttamenn, hryðjuverk í París, skuldavandi Grikkja, loftslagsmál og fleira Árið 2015 var síður en svo tíðindalítið og hefur Vísir tekið saman nokkur af helstu fréttamálum ársins á erlendum vettvangi. 16. desember 2015 09:45 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Sjá meira
Ýmislegt gekk á í íslensku viðskiptalífi á árinu. Vísir hefur tekið saman annál yfir nokkur þeirra viðskiptafrétta sem vöktu athygli á árið 2015 en eins og við má búast er listinn langt frá því að vera tæmandi. Vísir hefur þegar tekið saman erlendar og innlendar fréttir ársins. Margdæmdir útfararstjórar Fréttaskýringarþátturinn Brestir tók fyrir hugtakið útfararstjórar; menn sem leppa fyrir einkahlutafélög sem eru á leið í þrot og koma þannig fyrri eigendum félaganna frá því að nafn þeirra verði tengt við gjaldþrotið. Tveir slíkir virðast vera Sigurður Dalmann Áslaugarson og Gunnar Rúnar Gunnarsson en þrjú einkahlutafélög sem þeir voru skráðir í forsvari fyrir voru lýst gjaldþrota í byrjun apríl, líkt og Vísir greindi frá. Sigurður og Gunnar höfðu tekið við rekstri fimm félaga til viðbótar á árinu 2014 og á fyrri hluta þessa árs. Sigurður og Gunnar hafa á síðustu árum hlotið fjölmarga fangelsisdóma, meðal annars fyrir kynferðisbrot, fjársvik og þjófnaði.Hér að neðan má sjá brot úr Brestum þar semHalldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ ræðir skaðsemi kennitöluflakks.Kron lýst gjaldþrota en ný kennitala stofnuð Félagið Kron ehf. sem rak tískuvöruverslunina Kron var lýst gjaldþrota í mars. Mánuði fyrr hafði nýtt hlutafélag verið stofnað undir nafninu Kron af sömu aðilum og reka verslanirnar. Nafni gjaldþrota félagsins var breytt í Sapena ehf. Kron tapaði í janúar dómsmáli gegn tveim spænskum skóframleiðendum, Sapena Trading Company SL og Salvador Sapena SL, og þurfti að greiða 24 milljónir auk dráttarvaxta og málsvarnarlauna. Kron hélt fram að hluti sendingarinnar væri gölluð. Gamla félagið sem sá um rekstur Kron heitir nú AÖ678 ehf.Hjónin Magni Þorsteinsson og Hugrún Dögg Árnadóttir hafa rekið verslanir Kron. Ný kennitala var stofnuð á sama nafni þegar fyrra félag var lýst gjaldþrota.vísir/antonHörður Helgi Helgason, lögmaður spænsku skóframleiðendanna, sagði við Vísi í mars að siðferðisvitund umbjóðenda hans sé misboðið. „Þeir fara í viðskipti við þetta fólk hér heima vegna þessa að það orðspor hefur farið af íslenskum viðskiptamönnum og smásölum að þeir standi við gerða samninga og reyni ekki að víkja sér undan skuldbindingum sínum. En þegar þeir fá núna fréttir í þessari viku að Kron sem þeir eiga svona háar fjárhæðir inni hjá séu búnir að stofna nýtt fyrirtæki og ætli sér að reka það undir sama nafni á sama stað með sömu vöru, sömu starfsemi og sama starfsfólk þá misbýður það siðferðisvitund þeirra,“ sagði Hörður.Coke Zero og Coke Light fóru af markaðiVífilfell tilkynnti í mars um að allir Coca-Cola drykkir yrðu sameinuð undir einum hatti, undir mismunandi litum og innihaldslýsingum. Breytingarnar fóru misvel í aðdáendur Coca-Cola en með breytingunum fóru Coke Light og Coke Zero af markaði.Löng röð var fyrir utan Dunkin' Donuts í miðbænum dagana eftir að verslunin opnaði.Kleinhringjaæði með komu Dunkin' DonutsMargir efuðust um sannleiksgildi fréttar sem birtist í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins, þann 1. apríl, um að Dunkin' Donuts væri á leið til landsins. Fréttin reyndist ekkert aprílgabb því tveim vikum síðar greindi Vísir frá því að sextán Dunkin' Donuts yrðu opnaðir á Íslandi í samstarfi við 10-11. Segja má að sannkallað æði hafi gripið Íslendinga í kjölfarið og ekki í fyrsta sinn.Löng röð myndaðist þegar fyrsti staðurinn opnaði á Laugavegi í ágúst, en fyrstu fimmtíu gestirnir fengu stimpilkort fyrir frían kassa af kleinuhringjum í hverri viku í heilt ár. „Nóttin var köld en samt frekar fljót að líða,“ sagði Agatha Rún Karlsdóttir, sem var fremst í röðinni áður en staðurinn opnaði. Hún hafði beði frá því klukkan sjö um kvöldið. Biðin var mun styttri þegar Dunkin' Donuts staður opnaði í Kringlunni. Rúnar Geir Guðjónsson, var mættur fyrstur, klukkan sjö um morguninn. Rúnar bjóst við miklu fleirum í röðinni. „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta,“ sagði Rúnar.Stjórnvöld tilkynntu um aðgerðir sem leysa ættu 1.200 milljarða vanda í júní.vísir/GVAUppgjör slitabúannaStjórnvöld tilkynntu í júní um að þau hyggðust leggja 39 prósenta skatt á slitabú fallinna fjármálafyrirtækja yrði uppgjöri þeirra ekki lokið um áramótin. Tekjur af skattinum áttu að nema milli 682 og 850 milljörðum króna. Í kynningunni kom fram að stærstu kröfuhafar slitabúanna hefðu þegar sagst tilbúnir að undirgagnast svokölluð stöðugleikaskilyrði sem hefðu í för með sér að ekki þyrfti að greiða stöðugleikaskatt. Slitabú föllnu bankanna hafa öll samþykkt að undirgangast stöðugleikaskilyrðin. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt nauðsamninga föllnu bankanna þriggja og lítur út fyrir að uppgjöri þeirra ljúki á næstu vikum. Áætlað er að stöðugleikaframlag slitabúanna verði 379 milljarðar króna.Kickstarterbræður slógu í gegn en eru undir rannsókn Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir söfnuðu um 45 milljónum króna á árinu á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter, til að vinna að þróun vindtúrbína og snúru sem átti að vera hægt að tengja við USB-, HDMI, Lightning- eða hljóðtengi. RÚV greindi frá því að bræðurnir væru undir rannsókn hjá sérstökum saksóknara og að Kickstarter hefði lokað fyrir eina söfnunina.Tómas Geir Howser Harðarson, betur þekktur sem Tilfinninga-Tómas, tók kjúklingaskort á KFC afar nærri sér.Kjötlaust á KFC og Metro eftir verkfallVerkföll settu mikinn svip á árið. Langvinnt verkfall hjá Matvælastofnun setti matvælaframleiðslu og innflutning úr skorðum. Margir veitingastaðir urðu svo gott sem uppiskroppa með hráefni. Þannig var kjúklingurinn hjá KFC og kjötið hjá Metro við það að klárast. Metro gerði tilraunir með svínaborgara sem fóru illa í viðskiptavini staðarins. Tómas Geir Howser Harðarson, betur þekktur sem Tilfinninga-Tómas, tók lokanir á KFC mjög nærri sér. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt,“ sagði Tómas í samtali við Vísi um málið.Jólaauglýsing frá þýska verslunarrisanum EDEKA vakti athygli á árinu. Hún fjallar um eldri mann sem dó ekki ráðalaus þegar hann vildi sameina fjölskylduna en sjá má hana hér að neðan.Í ábyrgð fyrir láni í 13 ár án þess að vita af þvíLeikarinn Bjartmar Þórðarson fékk bréf frá Lánasjóði íslenskra námsmanna í sumar þar sem fram kom að hann væri í ábyrgð fyrir láni sem systur hans hefði tekið fyrir aldarfjórðungi þar sem móður hans hefði verið í ábyrgð fyrir láninu. Móðir Bjartmars lést fyrir þrettán árum og sagðist Bjartmar ekki hafa hagt hugmynd um að hann væri í ábyrgð fyrir láninu.Guðmundur Steingrímsson, fyrrum formaður Bjartrar framtíðar, systkini hans og móður, töpuðu dómsmáli út af sambærilegri vegna ábyrgðar á láni frá LÍN. Steingrímur Hermannsson, faðir Guðmundar, hafði gengist í ábyrgð fyrir láni sem sonur hans, Steingrímur Neil tók.
Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Innlendar fréttir ársins 2015: Hlín og Malín, verkföll, óveður, flóttamenn og kúkur á Þingvöllum Líkt og fyrri ár er af nógu að taka þegar litið er yfir það sem bar hæst í fréttum á árinu sem er að líða. 18. desember 2015 10:00 Erlendar fréttir ársins 2015: Flóttamenn, hryðjuverk í París, skuldavandi Grikkja, loftslagsmál og fleira Árið 2015 var síður en svo tíðindalítið og hefur Vísir tekið saman nokkur af helstu fréttamálum ársins á erlendum vettvangi. 16. desember 2015 09:45 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Sjá meira
Innlendar fréttir ársins 2015: Hlín og Malín, verkföll, óveður, flóttamenn og kúkur á Þingvöllum Líkt og fyrri ár er af nógu að taka þegar litið er yfir það sem bar hæst í fréttum á árinu sem er að líða. 18. desember 2015 10:00
Erlendar fréttir ársins 2015: Flóttamenn, hryðjuverk í París, skuldavandi Grikkja, loftslagsmál og fleira Árið 2015 var síður en svo tíðindalítið og hefur Vísir tekið saman nokkur af helstu fréttamálum ársins á erlendum vettvangi. 16. desember 2015 09:45