Finnum lausn Hinrik A. Hansen skrifar 22. apríl 2015 08:45 Enn ríkir neyðarástand á spítölum landsins, þar sem lífi sjúklinga er stefnt í hættu í nafni kjarabaráttu. Skrif mín í Fréttablaðinu síðastliðinn miðvikudag vöktu hörð viðbrögð. Það ber að þakka. Hvernig aukið er á þjáningar sjúklinga og aðstandenda í nafni kjarabaráttu getur enginn réttlætt. Enginn getur haldið því fram að lífi sjúklinga sé ekki stefnt í hættu með yfirstandandi verkföllum heilbrigðisstétta. Við sem þjóð verðum að svara því hvort við metum líf sjúklinga meira en þau réttindi sem leyfa að líf og heilsa þeirra sé notuð sem skiptimynt í kjarabaráttu. Til að benda á raunverulegt dæmi um hvernig afleiðingar verkfallsins birtast, ákvað ég að segja mína sögu í síðustu viku. Eftir að greinin birtist fékk ég loksins myndgreiningu tveimur sólarhringum síðar. Ef starfsemi spítalans hefði verið með eðlilegum hætti hefði niðurstaða myndgreiningar legið fyrir níu dögum fyrr. Hvort það hafi breytt einhverju í mínu tilviki mun aldrei verða hægt að svara. Ég gekkst undir heilauppskurð strax á mánudagsmorgun eftir að niðurstaða myndgreiningar lá loksins fyrir. Mínu bráðatilviki var forgangsraðað þannig að önnur bráðatilvik voru færð aftar, það er ömurleg tilhugsun. Viðbrögð eru einskis virði ef aðgerðir fylgja ekki í kjölfarið. Það er ekki hægt að hneykslast yfir ástandinu og horfa síðan í hina áttina. Staða sjúklinga versnar með hverjum deginum og á bara eftir að versna enn frekar á meðan þetta ástand ríkir. Á næstu misserum má gera ráð fyrir að ástandið endurtaki sig þegar aðrar heilbrigðisstéttir eru neyddar í aðgerðir sem bitna munu á sjúklingum þessa lands. Hægt er að finna lausn á þessu óverjandi ástandi. Leiðin að lausninni þarf ekki að vera flóknari en við viljum. Mörgum spurningum þarf að svara til að komast að sem réttastri lausn. Mikilvægt er að forgangsraða spurningum eftir mikilvægi og svara þeim mikilvægustu, áður en svara er leitað við þeim sem á eftir koma. Fyrsta spurningin sem þarf að svara er hvort við sem þjóð samþykkjum að sjúklingum þessa lands sé neitað um aðstoð. Ef svarið er NEI er næst að stöðva það ástand sem ríkir. Þegar það hefur verið gert er hægt að snúa sér að næstu spurningu. Hvernig getum við komið í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu settir í þá hörmulegu stöðu að þurfa að neita sjúklingum um aðstoð? Ég skora á alla alþingismenn okkar að stöðva þegar í stað með lögum verkfall heilbrigðisstétta. Ég skora á alþingismenn okkar að nota ekki ömurlega stöðu sjúklinga til pólitískra skylminga. Hver og einn alþingismaður verður að svara eftir sinni sannfæringu: Er það leyfilegt að sjúklingum þessa lands sé neitað um aðstoð? Ef niðurstaða Alþingis er að stöðva verkfallið, þarf í sömu samþykkt að vera loforð Alþingis um að innan ákveðinna tímamarka verði fundin leið til að tryggja það að framvegis verði kjör heilbrigðisstétta ákveðin þannig að núverandi ástand geti ekki endurtekið sig. Dæmi um slíkt er hjá öðrum starfsstéttum sem vinna fyrir hið opinbera. Allt sem þarf er viljinn. Með samtakamætti Alþingis er hægt að leysa þetta ömurlega ástand á einum degi. Alþingismenn, sýnið gott fordæmi. Við, sjúklingar þessa lands, erum í neyð. Í guðanna bænum, hjálpið okkur!Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Enn ríkir neyðarástand á spítölum landsins, þar sem lífi sjúklinga er stefnt í hættu í nafni kjarabaráttu. Skrif mín í Fréttablaðinu síðastliðinn miðvikudag vöktu hörð viðbrögð. Það ber að þakka. Hvernig aukið er á þjáningar sjúklinga og aðstandenda í nafni kjarabaráttu getur enginn réttlætt. Enginn getur haldið því fram að lífi sjúklinga sé ekki stefnt í hættu með yfirstandandi verkföllum heilbrigðisstétta. Við sem þjóð verðum að svara því hvort við metum líf sjúklinga meira en þau réttindi sem leyfa að líf og heilsa þeirra sé notuð sem skiptimynt í kjarabaráttu. Til að benda á raunverulegt dæmi um hvernig afleiðingar verkfallsins birtast, ákvað ég að segja mína sögu í síðustu viku. Eftir að greinin birtist fékk ég loksins myndgreiningu tveimur sólarhringum síðar. Ef starfsemi spítalans hefði verið með eðlilegum hætti hefði niðurstaða myndgreiningar legið fyrir níu dögum fyrr. Hvort það hafi breytt einhverju í mínu tilviki mun aldrei verða hægt að svara. Ég gekkst undir heilauppskurð strax á mánudagsmorgun eftir að niðurstaða myndgreiningar lá loksins fyrir. Mínu bráðatilviki var forgangsraðað þannig að önnur bráðatilvik voru færð aftar, það er ömurleg tilhugsun. Viðbrögð eru einskis virði ef aðgerðir fylgja ekki í kjölfarið. Það er ekki hægt að hneykslast yfir ástandinu og horfa síðan í hina áttina. Staða sjúklinga versnar með hverjum deginum og á bara eftir að versna enn frekar á meðan þetta ástand ríkir. Á næstu misserum má gera ráð fyrir að ástandið endurtaki sig þegar aðrar heilbrigðisstéttir eru neyddar í aðgerðir sem bitna munu á sjúklingum þessa lands. Hægt er að finna lausn á þessu óverjandi ástandi. Leiðin að lausninni þarf ekki að vera flóknari en við viljum. Mörgum spurningum þarf að svara til að komast að sem réttastri lausn. Mikilvægt er að forgangsraða spurningum eftir mikilvægi og svara þeim mikilvægustu, áður en svara er leitað við þeim sem á eftir koma. Fyrsta spurningin sem þarf að svara er hvort við sem þjóð samþykkjum að sjúklingum þessa lands sé neitað um aðstoð. Ef svarið er NEI er næst að stöðva það ástand sem ríkir. Þegar það hefur verið gert er hægt að snúa sér að næstu spurningu. Hvernig getum við komið í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu settir í þá hörmulegu stöðu að þurfa að neita sjúklingum um aðstoð? Ég skora á alla alþingismenn okkar að stöðva þegar í stað með lögum verkfall heilbrigðisstétta. Ég skora á alþingismenn okkar að nota ekki ömurlega stöðu sjúklinga til pólitískra skylminga. Hver og einn alþingismaður verður að svara eftir sinni sannfæringu: Er það leyfilegt að sjúklingum þessa lands sé neitað um aðstoð? Ef niðurstaða Alþingis er að stöðva verkfallið, þarf í sömu samþykkt að vera loforð Alþingis um að innan ákveðinna tímamarka verði fundin leið til að tryggja það að framvegis verði kjör heilbrigðisstétta ákveðin þannig að núverandi ástand geti ekki endurtekið sig. Dæmi um slíkt er hjá öðrum starfsstéttum sem vinna fyrir hið opinbera. Allt sem þarf er viljinn. Með samtakamætti Alþingis er hægt að leysa þetta ömurlega ástand á einum degi. Alþingismenn, sýnið gott fordæmi. Við, sjúklingar þessa lands, erum í neyð. Í guðanna bænum, hjálpið okkur!Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun