Öryggið á oddinn Ari Trausti Guðmundsson skrifar 9. september 2016 07:00 Margir lýsa áhyggjum sínum af öryggi ferðamanna. Margir þeirra erlendu eru allsendis óvanir landsháttum, veðri og ýmsum fyrirbærum sem við heimamenn ýmist þekkjum og kunnum á, eða vörumst. Í ferðum vegast mjög oft á frelsi til athafna og ýmislegt sem varðar öryggi ferðamannsins. Mjög margir erlendir gestir eru ánægðir með að komast víða og í nálægð við merkileg fyrirbæri eða náttúruferla; fossa, hveri, fugla á hreiðri, úfið hraun, háhyrninga að elta síld o.s.frv. Sama má segja um mörg okkar sem hér búum. Sagnir um þetta frelsi valda því að margur maðurinn virðir ekki bönn eða virðir stíga, heldur fer þangað sem hugurinn girnist. Fólk á blautum klettum við ólmt Skjálfandafljótið, alveg ofan í vatnsborðinu, er ekki óalgeng sjón svo dæmi sé tekið. Fólk að tipla snarbrattar fannir á strigaskóm, með stórgrýti fyrir neðan, er annað dæmi.Of mikil slysahætta Um leið og við erum frelsi fegin verðum við að viðurkenna að sum alvarleg slys sem verða á hverju ári stafa að hluta af greinanlegum orsökum. Stundum er um að ræða skort á eftirliti, stundum á merkingum eða skýrum leiðbeiningum en líka af óhlýðni og kæruleysi – eða þekkingarleysi ferðamannsins. Við, nokkrir fjallafélagar, höfum nýlega horft upp á fólk í smábílum, komast með naumindum upp á Jökulháls við Snæfellsjökul. Þaðan leggur það svo af stað, án nokkurra öryggistækja (mannbrodda, línu, belta og ísöxi), út á sprungusvæði jökulsins sem verða æ greinilegri og um leið hættulegri vegna þunnra snjóbrúa þegar líður á sumar. Þær litlu viðvaranir sem menn fá eða sjá eru oft hundsaðar, eða óséðar. Sólheimajökull er annar staður þar sem slysahættan eykst með hverju sumri. Nú liggur þangað malbikaður vegur. Töluvert margir ferðamenn skipta ekki við kunnáttufólk sem þarna býður til öruggra gönguferða, heldur steðja á sleipa ísglæruna með rangan skóbúnað og engin öryggistæki, iðulega með börn. Hver getur snúið fólkinu við?Ræða þarf breytt fyrirkomulag Hér verða ekki lagðar til sérlausnir á þessum stöðum heldur minnt á meginatriði sem er löngu tímabært að sinna. Hvorki þarf langar skýrslur né flóknar úttektir til þess að skilgreina fáeina tugi fjölsóttra ferðamannastaða með augljósum hættum. Úrbætur geta sérfræðingar Landsbjargar og fleiri lagt til, sumar væru til bráðabirgða, og fé lagt til framkvæmda án tafar ásamt skýrari umgengnisreglum en nú eru til. Því til viðbótar verður að endurskoða landvarðakerfið, fjölga landvörðum þar sem það á við og koma á millistigi milli landvarða og lögreglu. Með því er átt við sérmenntaða ríkisstarfsmenn (úr héraði) sem hafa vald til að stýra ferðafólki, líka með boðum og bönnum, jafnvel takmörkuðum sektarheimildum, í ætt við erlenda „rangers“. Samvinna við lögregluna er auðvitað einn hornsteinn svona kerfis en það merkir þá um leið að leysa þarf undirmönnun og tækjaskort lögreglunnar svo um munar. Tvær til þrjár milljónir erlendra ferðamanna, í viðbót við okkur sjálf, kalla á breytta nálgun í öryggismálum ferðageirans, til viðbótar við úrbætur hjá fyrirtækjum í greininni sem þegar eru hafnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Margir lýsa áhyggjum sínum af öryggi ferðamanna. Margir þeirra erlendu eru allsendis óvanir landsháttum, veðri og ýmsum fyrirbærum sem við heimamenn ýmist þekkjum og kunnum á, eða vörumst. Í ferðum vegast mjög oft á frelsi til athafna og ýmislegt sem varðar öryggi ferðamannsins. Mjög margir erlendir gestir eru ánægðir með að komast víða og í nálægð við merkileg fyrirbæri eða náttúruferla; fossa, hveri, fugla á hreiðri, úfið hraun, háhyrninga að elta síld o.s.frv. Sama má segja um mörg okkar sem hér búum. Sagnir um þetta frelsi valda því að margur maðurinn virðir ekki bönn eða virðir stíga, heldur fer þangað sem hugurinn girnist. Fólk á blautum klettum við ólmt Skjálfandafljótið, alveg ofan í vatnsborðinu, er ekki óalgeng sjón svo dæmi sé tekið. Fólk að tipla snarbrattar fannir á strigaskóm, með stórgrýti fyrir neðan, er annað dæmi.Of mikil slysahætta Um leið og við erum frelsi fegin verðum við að viðurkenna að sum alvarleg slys sem verða á hverju ári stafa að hluta af greinanlegum orsökum. Stundum er um að ræða skort á eftirliti, stundum á merkingum eða skýrum leiðbeiningum en líka af óhlýðni og kæruleysi – eða þekkingarleysi ferðamannsins. Við, nokkrir fjallafélagar, höfum nýlega horft upp á fólk í smábílum, komast með naumindum upp á Jökulháls við Snæfellsjökul. Þaðan leggur það svo af stað, án nokkurra öryggistækja (mannbrodda, línu, belta og ísöxi), út á sprungusvæði jökulsins sem verða æ greinilegri og um leið hættulegri vegna þunnra snjóbrúa þegar líður á sumar. Þær litlu viðvaranir sem menn fá eða sjá eru oft hundsaðar, eða óséðar. Sólheimajökull er annar staður þar sem slysahættan eykst með hverju sumri. Nú liggur þangað malbikaður vegur. Töluvert margir ferðamenn skipta ekki við kunnáttufólk sem þarna býður til öruggra gönguferða, heldur steðja á sleipa ísglæruna með rangan skóbúnað og engin öryggistæki, iðulega með börn. Hver getur snúið fólkinu við?Ræða þarf breytt fyrirkomulag Hér verða ekki lagðar til sérlausnir á þessum stöðum heldur minnt á meginatriði sem er löngu tímabært að sinna. Hvorki þarf langar skýrslur né flóknar úttektir til þess að skilgreina fáeina tugi fjölsóttra ferðamannastaða með augljósum hættum. Úrbætur geta sérfræðingar Landsbjargar og fleiri lagt til, sumar væru til bráðabirgða, og fé lagt til framkvæmda án tafar ásamt skýrari umgengnisreglum en nú eru til. Því til viðbótar verður að endurskoða landvarðakerfið, fjölga landvörðum þar sem það á við og koma á millistigi milli landvarða og lögreglu. Með því er átt við sérmenntaða ríkisstarfsmenn (úr héraði) sem hafa vald til að stýra ferðafólki, líka með boðum og bönnum, jafnvel takmörkuðum sektarheimildum, í ætt við erlenda „rangers“. Samvinna við lögregluna er auðvitað einn hornsteinn svona kerfis en það merkir þá um leið að leysa þarf undirmönnun og tækjaskort lögreglunnar svo um munar. Tvær til þrjár milljónir erlendra ferðamanna, í viðbót við okkur sjálf, kalla á breytta nálgun í öryggismálum ferðageirans, til viðbótar við úrbætur hjá fyrirtækjum í greininni sem þegar eru hafnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun