Gott að fara til Rússlands núna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júlí 2017 07:00 Sverrir Ingi í leik með Granada. vísir/getty Sverrir Ingi Ingason staldraði stutt við á Spáni en hann gekk í gær í raðir rússneska félagsins Rostov sem leikur í efstu deild þar í landi. Sverrir Ingi spilaði síðari hluta nýliðins tímabils með Granada sem féll úr spænsku úrvalsdeildinni. „Ég vissi að staðan hjá Granada var erfið þegar ég kom og var með klásúlu í mínum samningi sem ég gat nýtt mér til að semja við nýtt lið,“ sagði Sverrir Ingi í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var þá staddur í Austurríki þar sem Rostov er nú í æfingaferð. „Rostov og Granada unnu vel saman og komust að sanngjarnri niðurstöðu. Þetta tók ekki langan tíma en ég heyrði fyrst af áhuga Rostov fyrir tveimur vikum. Eftir það byrjaði boltinn að rúlla fljótt,“ segir hann enn fremur.Vilja aftur í Evrópukeppni Rostov hafnaði í sjötta sæti rússnesku deildarinnar í vor en spilaði í Meistaradeild Evrópu fyrir áramót og Evrópudeild UEFA eftir áramót, þar sem liðið féll úr leik eftir tap fyrir Manchester United í 16 liða úrslitum. „Þeir lögðu allt í sölurnar í Evrópukeppninni og það bitnaði á genginu í deildinni, þar sem Rostov endaði í sjötta sæti. Liðið var bara einu stigi frá því að komast aftur í Evrópudeildina en markmiðið er að komast aftur þangað inn eftir að hafa fengið smjörþefinn af því,“ segir hann. Sverrir Ingi vildi komast í sterkari deild en B-deildina á Spáni og ákvað að stökkva á tilboðið þegar það kom frá Rússlandi. Fleiri lið höfðu áhuga en Rostov sýndi mestan áhuga. „Það skipti mig miklu máli hvað klúbburinn sótti þetta hart og það er litið á mig sem lykilmann í liðinu. Það er mikilvægt að fara til félags þar sem mér er ætlað stórt hlutverk og þeir virðast bera mikið traust til mín.“Fá nýjan leikvang Sverrir Ingi var í fríi á Ítalíu með fjölskyldu sinni en brá sér yfir til Austurríkis til að ganga frá samningum. Hann eyðir helginni með fjölskyldunni en fer svo aftur til móts við liðið og hefur æfingar með því. Deildarkeppnin í Rússlandi byrjar svo í júlí, tveimur vikum fyrr en vanalega, þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram þar í landi næsta sumar. Sverrir Ingi telur að þetta sé góður tímapunktur til að fara til Rússlands og var ekki smeykur við að taka það skref. „Mér líst vel á allt það sem félagið hafði fram að færa. Það er með góða sýn á framtíðina og verður spennandi að taka þátt í því.“ Rostov-on-Don verður ein af HM-borgum Rússlands og fær félagið nýjan leikvang sem verður vígður í desember. „Þetta er góður tími til að koma til Rússlands enda er verið að leggja mikið til knattspyrnunnar út af HM. Félagið sjálft hefur líka verið mjög vaxandi síðustu ár og hefur klúbburinn allt til alls.“Meðmæli frá Ragnari Ragnar Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen léku báðir í Rússlandi á sínum tíma – Ragnar með Krasnodar sem er aðeins 200 km frá Rostov-on-Dan. „Ég talaði lengi við Ragga og hann fór yfir þetta allt saman með mér. Hann bar sjálfur góða sögu af dvöl sinni í Rússlandi og sagði að hann hefði ekki viljað sleppa þessari reynslu. Hann hjálpaði mér mikið í að taka þessa ákvörðun.“ Samningur Sverris gildir til næstu þriggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Þetta verður hans fjórða félag í jafn mörgum löndum en hann hefur spilað með Viking í Noregi og Lokeren í Belgíu auk Granada. „Ég hef stundum stoppað stutt við og stundum lengur. Maður verður bara að taka eitt ár í einu í fótboltanum en ég er opinn fyrir því að vera í Rússlandi í einhvern tíma, styrkja minn feril og taka svo næsta skref eftir það.“ Fótbolti Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
Sverrir Ingi Ingason staldraði stutt við á Spáni en hann gekk í gær í raðir rússneska félagsins Rostov sem leikur í efstu deild þar í landi. Sverrir Ingi spilaði síðari hluta nýliðins tímabils með Granada sem féll úr spænsku úrvalsdeildinni. „Ég vissi að staðan hjá Granada var erfið þegar ég kom og var með klásúlu í mínum samningi sem ég gat nýtt mér til að semja við nýtt lið,“ sagði Sverrir Ingi í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var þá staddur í Austurríki þar sem Rostov er nú í æfingaferð. „Rostov og Granada unnu vel saman og komust að sanngjarnri niðurstöðu. Þetta tók ekki langan tíma en ég heyrði fyrst af áhuga Rostov fyrir tveimur vikum. Eftir það byrjaði boltinn að rúlla fljótt,“ segir hann enn fremur.Vilja aftur í Evrópukeppni Rostov hafnaði í sjötta sæti rússnesku deildarinnar í vor en spilaði í Meistaradeild Evrópu fyrir áramót og Evrópudeild UEFA eftir áramót, þar sem liðið féll úr leik eftir tap fyrir Manchester United í 16 liða úrslitum. „Þeir lögðu allt í sölurnar í Evrópukeppninni og það bitnaði á genginu í deildinni, þar sem Rostov endaði í sjötta sæti. Liðið var bara einu stigi frá því að komast aftur í Evrópudeildina en markmiðið er að komast aftur þangað inn eftir að hafa fengið smjörþefinn af því,“ segir hann. Sverrir Ingi vildi komast í sterkari deild en B-deildina á Spáni og ákvað að stökkva á tilboðið þegar það kom frá Rússlandi. Fleiri lið höfðu áhuga en Rostov sýndi mestan áhuga. „Það skipti mig miklu máli hvað klúbburinn sótti þetta hart og það er litið á mig sem lykilmann í liðinu. Það er mikilvægt að fara til félags þar sem mér er ætlað stórt hlutverk og þeir virðast bera mikið traust til mín.“Fá nýjan leikvang Sverrir Ingi var í fríi á Ítalíu með fjölskyldu sinni en brá sér yfir til Austurríkis til að ganga frá samningum. Hann eyðir helginni með fjölskyldunni en fer svo aftur til móts við liðið og hefur æfingar með því. Deildarkeppnin í Rússlandi byrjar svo í júlí, tveimur vikum fyrr en vanalega, þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram þar í landi næsta sumar. Sverrir Ingi telur að þetta sé góður tímapunktur til að fara til Rússlands og var ekki smeykur við að taka það skref. „Mér líst vel á allt það sem félagið hafði fram að færa. Það er með góða sýn á framtíðina og verður spennandi að taka þátt í því.“ Rostov-on-Don verður ein af HM-borgum Rússlands og fær félagið nýjan leikvang sem verður vígður í desember. „Þetta er góður tími til að koma til Rússlands enda er verið að leggja mikið til knattspyrnunnar út af HM. Félagið sjálft hefur líka verið mjög vaxandi síðustu ár og hefur klúbburinn allt til alls.“Meðmæli frá Ragnari Ragnar Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen léku báðir í Rússlandi á sínum tíma – Ragnar með Krasnodar sem er aðeins 200 km frá Rostov-on-Dan. „Ég talaði lengi við Ragga og hann fór yfir þetta allt saman með mér. Hann bar sjálfur góða sögu af dvöl sinni í Rússlandi og sagði að hann hefði ekki viljað sleppa þessari reynslu. Hann hjálpaði mér mikið í að taka þessa ákvörðun.“ Samningur Sverris gildir til næstu þriggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Þetta verður hans fjórða félag í jafn mörgum löndum en hann hefur spilað með Viking í Noregi og Lokeren í Belgíu auk Granada. „Ég hef stundum stoppað stutt við og stundum lengur. Maður verður bara að taka eitt ár í einu í fótboltanum en ég er opinn fyrir því að vera í Rússlandi í einhvern tíma, styrkja minn feril og taka svo næsta skref eftir það.“
Fótbolti Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira