Bókabúðir auðga bæinn Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. desember 2017 07:00 Ný ríkisstjórn hefur þegar gengið á bak orða sinna. Þrátt fyrir fögur fyrirheit fyrir kosningar og síðan í stjórnarsáttmála liggur fyrir að samkvæmt fjárlögum verður virðisaukaskattur á bækur ekki afnuminn strax. Þess í stað er að finna í fjárlögum loðin fyrirheit um að skoðaðar verði frekari skattalækkanir, meðal annars á bækur, á fyrsta starfsári nýrrar ríkisstjórnar. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir þá sem starfa við bókaútgáfu sem höfðu talið skattalækkunina í höfn við útgáfu stjórnarsáttmálans, og jafnvel gert rekstraráætlanir á þeim grundvelli. Það er illa gert gagnvart atvinnugrein sem á undir högg að sækja. Þetta er ekki sérlega beysin byrjun hjá nýjum menntamálaráðherra, en bókaútgefendur höfðu áður hrósað Lilju Alfreðsdóttur í hástert fyrir að berjast fyrir afnámi bókaskattsins. Kannski voru fyrirheit þar að lútandi hennar helsta skrautfjöður í kosningabaráttunni. Skjótt skipast veður í lofti. Rökin að baki meðgjafar með innlendri bókaútgáfu eru öllum kunn. Sumum þykir nauðsynlegt að vernda íslenska tungu sem á undir högg að sækja á tölvuöld. Önnur rök eru, að bókum á íslensku eigi að halda að fólki, einkum börnum og unglingum, af þeirri ömurlegu ástæðu að lestrarkunnátta íslenskra ungmenna hefur hrakað ár frá ári. Í þeim efnum erum við orðin eftirbátar margra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Bókaþjóðin virðist smátt og smátt vera að hætta að lesa. Ekki er sjálfgefið að hygla eigi bókaútgáfu umfram annað sem getur orðið til þess að varðveita íslenska tungu. Mætti ekki af sömu ástæðu aðstoða prentmiðla sem koma út á íslensku, eða sjónvarpsstöðvarnar sem framleiða efni á ástkæra ylhýra? Væri ekki sömuleiðis sjálfsagt að ríkið greiddi eða tæki þátt í kostnaði við textun og talsetningu sjónvarpsstöðva? Auðvitað á að skoða þetta allt í varnarbaráttunni. En óneitanlega eru það hrífandi rök, að ástæða sé til að halda lífi í bókaverslun, einfaldega vegna þess að hún auðgar bæjarlífið, nú þegar allt er að verða eins og túristabúðir sem fylla verslunarrými í bestu verslunarhverfum í borgum heimsins. Við höfum útlend fordæmi fyrr því að ýtt sé undir bókina, til dæmis í Frakklandi. Þar fær bókaverslun opinberan stuðning gagngert til að forða því, að bæjarlíf verði einsleitni að bráð. En óumdeilt er að ríkisstjórnin og menntamálaráðherra hafa valdið stórum hópum vonbrigðum með því að standa ekki við stóru orðin. Bókin á sér marga öfluga talsmenn og það gæti orðið nýrri ríkisstjórn, sem nýtur mikils meðbyrs, dýrkeypt að fá þá upp á móti sér. Fáir hafa meiri áhrif á umræðuna en skáld og rithöfundar, sem kunna að orða hugsun sína svo eftir sé tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur þegar gengið á bak orða sinna. Þrátt fyrir fögur fyrirheit fyrir kosningar og síðan í stjórnarsáttmála liggur fyrir að samkvæmt fjárlögum verður virðisaukaskattur á bækur ekki afnuminn strax. Þess í stað er að finna í fjárlögum loðin fyrirheit um að skoðaðar verði frekari skattalækkanir, meðal annars á bækur, á fyrsta starfsári nýrrar ríkisstjórnar. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir þá sem starfa við bókaútgáfu sem höfðu talið skattalækkunina í höfn við útgáfu stjórnarsáttmálans, og jafnvel gert rekstraráætlanir á þeim grundvelli. Það er illa gert gagnvart atvinnugrein sem á undir högg að sækja. Þetta er ekki sérlega beysin byrjun hjá nýjum menntamálaráðherra, en bókaútgefendur höfðu áður hrósað Lilju Alfreðsdóttur í hástert fyrir að berjast fyrir afnámi bókaskattsins. Kannski voru fyrirheit þar að lútandi hennar helsta skrautfjöður í kosningabaráttunni. Skjótt skipast veður í lofti. Rökin að baki meðgjafar með innlendri bókaútgáfu eru öllum kunn. Sumum þykir nauðsynlegt að vernda íslenska tungu sem á undir högg að sækja á tölvuöld. Önnur rök eru, að bókum á íslensku eigi að halda að fólki, einkum börnum og unglingum, af þeirri ömurlegu ástæðu að lestrarkunnátta íslenskra ungmenna hefur hrakað ár frá ári. Í þeim efnum erum við orðin eftirbátar margra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Bókaþjóðin virðist smátt og smátt vera að hætta að lesa. Ekki er sjálfgefið að hygla eigi bókaútgáfu umfram annað sem getur orðið til þess að varðveita íslenska tungu. Mætti ekki af sömu ástæðu aðstoða prentmiðla sem koma út á íslensku, eða sjónvarpsstöðvarnar sem framleiða efni á ástkæra ylhýra? Væri ekki sömuleiðis sjálfsagt að ríkið greiddi eða tæki þátt í kostnaði við textun og talsetningu sjónvarpsstöðva? Auðvitað á að skoða þetta allt í varnarbaráttunni. En óneitanlega eru það hrífandi rök, að ástæða sé til að halda lífi í bókaverslun, einfaldega vegna þess að hún auðgar bæjarlífið, nú þegar allt er að verða eins og túristabúðir sem fylla verslunarrými í bestu verslunarhverfum í borgum heimsins. Við höfum útlend fordæmi fyrr því að ýtt sé undir bókina, til dæmis í Frakklandi. Þar fær bókaverslun opinberan stuðning gagngert til að forða því, að bæjarlíf verði einsleitni að bráð. En óumdeilt er að ríkisstjórnin og menntamálaráðherra hafa valdið stórum hópum vonbrigðum með því að standa ekki við stóru orðin. Bókin á sér marga öfluga talsmenn og það gæti orðið nýrri ríkisstjórn, sem nýtur mikils meðbyrs, dýrkeypt að fá þá upp á móti sér. Fáir hafa meiri áhrif á umræðuna en skáld og rithöfundar, sem kunna að orða hugsun sína svo eftir sé tekið.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun