Harpa á betra skilið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 12. maí 2018 09:15 Tónlistarhúsið Harpa er guðsgjöf fyrir íslenska menningu. Loksins eignuðumst við hús sem veitir menningarviðburðum tilhlýðilega umgjörð. Allar dýrar framkvæmdir orka tvímælis þegar farið er af stað, en þegar vel tekst til, eins og í tilviki Hörpu, þá verða umdeildar framkvæmdir að þjóðargersemi. En velvild er hægt að missa úr greipunum á einni nóttu. Þar hefur núverandi yfirstjórn Hörpu náð undraverðum árangri. Nánast öll tíðindi er varða rekstur hússins birtast með neikvæðum formerkjum. Nýverið var tilkynnt að Harpa hefði verið rekin með ríflega 240 milljóna króna tapi á síðasta ári. Samanlagt tap rekstrarfélags Hörpu frá 2011 nemur rúmum þremur milljörðum króna, því til viðbótar hafa ríki og Reykjavíkurborg lagt 8,2 milljarða til hússins. Auðvitað er viðbúið að menningarstarfsemi þurfi að einhverju leyti að niðurgreiða, en áætlanir um rekstur hússins virðast líka hafa verið óraunhæfar. Það er ósanngjarnt að ætla núverandi stjórnendum að axla einir ábyrgð. Hvað sem því líður er það verkefni stjórnenda að útbúa raunhæfar áætlanir um reksturinn. Þar þarf raunsæi til, ekki óskhyggju. Frammistaða stjórnar og stjórnenda Hörpu í umræðunni á liðnum misserum gefur ekki tilefni til tiltrúar á að þau valdi starfinu. Í vetur bárust fregnir af furðulegri fjármálastjórn í tengslum við tónleika Sigur Rósar í Hörpu. Niðurstaðan varð milljóna tjón fyrir Hörpu og Sigur Rós. Tilraunir forsvarsmanna til skýringa á málinu voru fálmkenndar svo ekki sé meira sagt. Að mörgum hefur væntanlega læðst sá grunur að vinnubrögð sem þessi fengju varla að viðgangast í einkageiranum afleiðingalaust. Umræðan um launakjör forstjórans eru svo sérkapítuli. Aftur hafa viðbrögðin verið með eindæmum fálmkennd og misvísandi. Upplifun starfsmanna hússins var greinilega sú sama. Svo fór að 22 þjónustufulltrúar gengu út. Þá kvað stjórnarformaður Hörpu sér hljóðs og sagði fréttir af málinu „falsfréttir“ og „rangar“ fréttir. Viðbrögð stjórnarformannsins eru skólabókardæmi um hvernig ekki á að taka á fjölmiðlaumræðu. Hann kaus að skjóta sendiboðann í stað þess að líta í eigin barm. Fjölmiðlar gera ekki annað en að spegla samfélagið, og reyna að hafa rétt eftir gögnum og heimildum. Stjórnarformaðurinn gat engin dæmi nefnt um rangfærslur fjölmiðla máli sínu til stuðnings. Með því vóg hann að starfsheiðri þeirra fjölmiðlamanna og fjölmiðla sem í hlut áttu. Fréttir af rekstri Hörpu undanfarið benda því miður til þess að það sé regla fremur en undantekning að stjórnendum séu mislagðar hendur. Nær væri að fram færi almennileg greining á stjórnarháttum félagsins frekar en að halda áfram skotárásum á sendiboðann. Batnandi fólki er best að lifa, en til að bót verði á þarf fyrst að viðurkenna vandann. Harpa á betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Tónlistarhúsið Harpa er guðsgjöf fyrir íslenska menningu. Loksins eignuðumst við hús sem veitir menningarviðburðum tilhlýðilega umgjörð. Allar dýrar framkvæmdir orka tvímælis þegar farið er af stað, en þegar vel tekst til, eins og í tilviki Hörpu, þá verða umdeildar framkvæmdir að þjóðargersemi. En velvild er hægt að missa úr greipunum á einni nóttu. Þar hefur núverandi yfirstjórn Hörpu náð undraverðum árangri. Nánast öll tíðindi er varða rekstur hússins birtast með neikvæðum formerkjum. Nýverið var tilkynnt að Harpa hefði verið rekin með ríflega 240 milljóna króna tapi á síðasta ári. Samanlagt tap rekstrarfélags Hörpu frá 2011 nemur rúmum þremur milljörðum króna, því til viðbótar hafa ríki og Reykjavíkurborg lagt 8,2 milljarða til hússins. Auðvitað er viðbúið að menningarstarfsemi þurfi að einhverju leyti að niðurgreiða, en áætlanir um rekstur hússins virðast líka hafa verið óraunhæfar. Það er ósanngjarnt að ætla núverandi stjórnendum að axla einir ábyrgð. Hvað sem því líður er það verkefni stjórnenda að útbúa raunhæfar áætlanir um reksturinn. Þar þarf raunsæi til, ekki óskhyggju. Frammistaða stjórnar og stjórnenda Hörpu í umræðunni á liðnum misserum gefur ekki tilefni til tiltrúar á að þau valdi starfinu. Í vetur bárust fregnir af furðulegri fjármálastjórn í tengslum við tónleika Sigur Rósar í Hörpu. Niðurstaðan varð milljóna tjón fyrir Hörpu og Sigur Rós. Tilraunir forsvarsmanna til skýringa á málinu voru fálmkenndar svo ekki sé meira sagt. Að mörgum hefur væntanlega læðst sá grunur að vinnubrögð sem þessi fengju varla að viðgangast í einkageiranum afleiðingalaust. Umræðan um launakjör forstjórans eru svo sérkapítuli. Aftur hafa viðbrögðin verið með eindæmum fálmkennd og misvísandi. Upplifun starfsmanna hússins var greinilega sú sama. Svo fór að 22 þjónustufulltrúar gengu út. Þá kvað stjórnarformaður Hörpu sér hljóðs og sagði fréttir af málinu „falsfréttir“ og „rangar“ fréttir. Viðbrögð stjórnarformannsins eru skólabókardæmi um hvernig ekki á að taka á fjölmiðlaumræðu. Hann kaus að skjóta sendiboðann í stað þess að líta í eigin barm. Fjölmiðlar gera ekki annað en að spegla samfélagið, og reyna að hafa rétt eftir gögnum og heimildum. Stjórnarformaðurinn gat engin dæmi nefnt um rangfærslur fjölmiðla máli sínu til stuðnings. Með því vóg hann að starfsheiðri þeirra fjölmiðlamanna og fjölmiðla sem í hlut áttu. Fréttir af rekstri Hörpu undanfarið benda því miður til þess að það sé regla fremur en undantekning að stjórnendum séu mislagðar hendur. Nær væri að fram færi almennileg greining á stjórnarháttum félagsins frekar en að halda áfram skotárásum á sendiboðann. Batnandi fólki er best að lifa, en til að bót verði á þarf fyrst að viðurkenna vandann. Harpa á betra skilið.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar