Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2018 10:15 Sérfræðingar óttast að viðskiptastríðið stigmagnist. Trump hefur þegar hótað frekari tollum, mögulega á allan innflutning kínverskra vara. Vísir/EPA Nýir verndartollar Bandaríkjanna á kínverskar vörur tóku gildi í dag. Kínverjar brugðust við með því að leggja strax á samsvarandi tolla á bandarískar vörur og saka Bandaríkjastjórn um að koma af stað „umfangsmesta viðskiptastríði“ allra tíma.Reuters-fréttastofan segir að tollar ríkjanna hafi verið lagðir á vörur hvors annars að andvirði 34 milljarða dollara hvors. Vörurnar bera nú 25% toll. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði því jafnframt í gær að hann gæti lagt enn frekari tolla á kínverskar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna. Kínversk stjórnvöld saka Trump-stjórnina um að brjóta alþjóðlegar viðskiptareglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Trump hefur sakað kínversk stjórnvöld um að stela bandarískum hugverkum og kennt þeim um viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kína. „Til þess að verja kjarnahagsmuni landsins og hagsmuni þjóðarinnar neyddumst við til þess að svara í sömu mynt,“ sagði viðskiptaráðuneyti Kína í yfirlýsingu. Tollar Kínverjar beinast meðal annars að sojabaunum, korni, svínakjöti og fuglakjöti sem eru mikilvægar atvinnugreinar í miðhluta Bandaríkjanna þangað sem Trump sækir mikið til sinn stuðning, að sögn Washington Post. Sérfræðingar óttast að kínversk stjórnvöld gætu einnig brugðist við tollunum með því að setja vörur bandarískar vörur í sóttkví handahófskennt og herða tollaeftirlit til að gera innflutning bandarískra vara erfiðari. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Merkel varar Bandaríkin við verndartollum á bíla Þýskalandskanslari ráðleggur Bandaríkjastjórn að ræða frekar við viðskiptafélaga sína en að skella á þá einhliða tollum. 4. júlí 2018 13:14 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Nýir verndartollar Bandaríkjanna á kínverskar vörur tóku gildi í dag. Kínverjar brugðust við með því að leggja strax á samsvarandi tolla á bandarískar vörur og saka Bandaríkjastjórn um að koma af stað „umfangsmesta viðskiptastríði“ allra tíma.Reuters-fréttastofan segir að tollar ríkjanna hafi verið lagðir á vörur hvors annars að andvirði 34 milljarða dollara hvors. Vörurnar bera nú 25% toll. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði því jafnframt í gær að hann gæti lagt enn frekari tolla á kínverskar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna. Kínversk stjórnvöld saka Trump-stjórnina um að brjóta alþjóðlegar viðskiptareglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Trump hefur sakað kínversk stjórnvöld um að stela bandarískum hugverkum og kennt þeim um viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kína. „Til þess að verja kjarnahagsmuni landsins og hagsmuni þjóðarinnar neyddumst við til þess að svara í sömu mynt,“ sagði viðskiptaráðuneyti Kína í yfirlýsingu. Tollar Kínverjar beinast meðal annars að sojabaunum, korni, svínakjöti og fuglakjöti sem eru mikilvægar atvinnugreinar í miðhluta Bandaríkjanna þangað sem Trump sækir mikið til sinn stuðning, að sögn Washington Post. Sérfræðingar óttast að kínversk stjórnvöld gætu einnig brugðist við tollunum með því að setja vörur bandarískar vörur í sóttkví handahófskennt og herða tollaeftirlit til að gera innflutning bandarískra vara erfiðari.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Merkel varar Bandaríkin við verndartollum á bíla Þýskalandskanslari ráðleggur Bandaríkjastjórn að ræða frekar við viðskiptafélaga sína en að skella á þá einhliða tollum. 4. júlí 2018 13:14 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20
Merkel varar Bandaríkin við verndartollum á bíla Þýskalandskanslari ráðleggur Bandaríkjastjórn að ræða frekar við viðskiptafélaga sína en að skella á þá einhliða tollum. 4. júlí 2018 13:14