Merkel varar Bandaríkin við verndartollum á bíla Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2018 13:14 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vildi ekki ganga svo langt að kalla deiluna við bandarísk stjórnvöld viðskiptastríð. Vísir/epa Leggi ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta verndartolla á innflutta bíla gæti það leitt til viðskiptastríðs, að sögn Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Trump hefur hótað því að leggja allt að 25% toll á innflutta bíla, þar á meðal frá Evrópusambandslöndum. „Þetta er að taka á sig mynd viðskiptaátaka, ég vil ekki nota orð sem ganga lengra en það. Það allra tilrauna virði að reyna að draga úr spennunni þannig að þessi átök verði ekki að stríði,“ sagði Merkel við þýska þingmenn í dag, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Vísaði hún til þess að Bandaríkin hefðu þegar lagt verndartolla á innflutt ál og stál. Evrópusambandið svaraði þeim tollum með sínum eigin á valdar bandarískar vörur eins og mótorhjól og viskí. Sambandið hefur hótað því að leggja tolla á vörur að verðmæti allt að 300 milljarða dollara ef Trump stendur við hótanir sínar um tolla á bíla. Merkel sagði að bandarísk stjórnvöld ættu frekar að vinna með bandamönnum sínum að því að finna fjölhliða lausnir á umkvörtunum sínu varðandi viðskipti frekar en að leggja á tolla. „Þýskaland mun gera allt sem í valdi þess stendur til að koma í veg fyrir að ástandið stigmagnist,“ sagði kanslarinn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Bílaframleiðendur segja hundruð þúsunda starfa munu tapast með tollum Bandaríkjaforseti hefur hótað allt að 25% verndartollum á innflutta bíla. 27. júní 2018 20:17 Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29 Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Leggi ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta verndartolla á innflutta bíla gæti það leitt til viðskiptastríðs, að sögn Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Trump hefur hótað því að leggja allt að 25% toll á innflutta bíla, þar á meðal frá Evrópusambandslöndum. „Þetta er að taka á sig mynd viðskiptaátaka, ég vil ekki nota orð sem ganga lengra en það. Það allra tilrauna virði að reyna að draga úr spennunni þannig að þessi átök verði ekki að stríði,“ sagði Merkel við þýska þingmenn í dag, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Vísaði hún til þess að Bandaríkin hefðu þegar lagt verndartolla á innflutt ál og stál. Evrópusambandið svaraði þeim tollum með sínum eigin á valdar bandarískar vörur eins og mótorhjól og viskí. Sambandið hefur hótað því að leggja tolla á vörur að verðmæti allt að 300 milljarða dollara ef Trump stendur við hótanir sínar um tolla á bíla. Merkel sagði að bandarísk stjórnvöld ættu frekar að vinna með bandamönnum sínum að því að finna fjölhliða lausnir á umkvörtunum sínu varðandi viðskipti frekar en að leggja á tolla. „Þýskaland mun gera allt sem í valdi þess stendur til að koma í veg fyrir að ástandið stigmagnist,“ sagði kanslarinn.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Bílaframleiðendur segja hundruð þúsunda starfa munu tapast með tollum Bandaríkjaforseti hefur hótað allt að 25% verndartollum á innflutta bíla. 27. júní 2018 20:17 Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29 Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20
Bílaframleiðendur segja hundruð þúsunda starfa munu tapast með tollum Bandaríkjaforseti hefur hótað allt að 25% verndartollum á innflutta bíla. 27. júní 2018 20:17
Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29
Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01