Kínversk stjórnvöld hafa þó ekki viljað staðfesta tollaniðurfellinguna, sem Donald Trump forseti greindi frá á Twitter-síðu sinni. Þó er ljóst að þíðu gætir í samskiptum Trump og Xi Jinping Kínaforseta, sem snæddu saman kvöldverð á fundi G20-ríkjanna sem fram fór í Argentínu á dögunum. Meðal niðurstaðna fundarins var að ríkin myndu hækka ekki tolla hvert á annað í 90 daga, til að liðka fyrir viðræðum.
Hefði ekki komið til viðræðnanna hefðu tollar á innfluttar, kínverskar vörur snarhækkað í Bandaríkjunum um áramótin, auk þess sem enn fleiri tollahækkanir höfðu verið boðaðar.
Markaðir í Asíu fögnuðu fregnum af viðskiptavopnahléinu. Þannig hækkaði Hang Seng hlutabréfavísitalan í Hong Kong um 2,6 prósent við opnun markað, hækkunin nam 2,9 prósentum í Sjanghæ og um 1 prósenti í Japan.
China has agreed to reduce and remove tariffs on cars coming into China from the U.S. Currently the tariff is 40%.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 3, 2018