Skilaboðum evrópskra erindreka stolið í tölvuinnbroti Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2018 10:31 Frá höfuðstöðvum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. Vísir/EPA Tölvuþrjótum tókst að brjótast inn í fjarskiptakerfi Evrópusambandsins og hafa stolið þúsundum skilaboða undanfarin ár. Aðferðirnar sem hakkararnir notuðu eru sagðar líkjast þeim sem kínverski herinn hefur beitt. Skilaboðin hafa verið birt á netinu en í þeim er meðal annars að finna skilaboð frá evrópskum erindrekum þar sem þeir lýsa áhyggjum af Donald Trump Bandaríkjaforseta, kjarnorkusamningnum við Íran og glímu sinni við rússnesk og kínversk stjórnvöld, að sögn New York Times. Í einum skilaboðunum lýsir evrópskur diplómati fundi Trump og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í sumar þannig að hann hafi verið „árangursríkur (að minnsta kosti fyrir Pútín)“. Hakkararnir eru einnig sagðir hafa brotist inn í samskipti Sameinuðu þjóðanna og AFL-CIO, einna stærstu verkalýðssamtaka Bandaríkjanna, alls um hundrað samtaka. Innbrotin virðast hafa átt sér stað fyrir nokkrum árum en mörg samtakanna vissu ekki af þeim fyrr en fyrir nokkrum dögum. Viðkvæmustu og leynilegustu samskipti Evrópusambandsins fóru fram í gegnum aðrar rásir og virðast þrjótarnir ekki hafa náð til þeirra. Evrópusambandið er sagt hafa verið ítrekað varað við því að fjarskiptakerfi þess væri orðið úrelt og hætt við árásum. Það er nú sagt vinna að því að uppfæra kerfin. Evrópusambandið Íran Kína Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Tölvuþrjótum tókst að brjótast inn í fjarskiptakerfi Evrópusambandsins og hafa stolið þúsundum skilaboða undanfarin ár. Aðferðirnar sem hakkararnir notuðu eru sagðar líkjast þeim sem kínverski herinn hefur beitt. Skilaboðin hafa verið birt á netinu en í þeim er meðal annars að finna skilaboð frá evrópskum erindrekum þar sem þeir lýsa áhyggjum af Donald Trump Bandaríkjaforseta, kjarnorkusamningnum við Íran og glímu sinni við rússnesk og kínversk stjórnvöld, að sögn New York Times. Í einum skilaboðunum lýsir evrópskur diplómati fundi Trump og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í sumar þannig að hann hafi verið „árangursríkur (að minnsta kosti fyrir Pútín)“. Hakkararnir eru einnig sagðir hafa brotist inn í samskipti Sameinuðu þjóðanna og AFL-CIO, einna stærstu verkalýðssamtaka Bandaríkjanna, alls um hundrað samtaka. Innbrotin virðast hafa átt sér stað fyrir nokkrum árum en mörg samtakanna vissu ekki af þeim fyrr en fyrir nokkrum dögum. Viðkvæmustu og leynilegustu samskipti Evrópusambandsins fóru fram í gegnum aðrar rásir og virðast þrjótarnir ekki hafa náð til þeirra. Evrópusambandið er sagt hafa verið ítrekað varað við því að fjarskiptakerfi þess væri orðið úrelt og hætt við árásum. Það er nú sagt vinna að því að uppfæra kerfin.
Evrópusambandið Íran Kína Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira