May segist ákveðin í að Brexit fari fram á tilætluðum tíma Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 07:31 Theresa May segist ætla til Brussel með endurnýjað umboð, hugmyndir og ákveðni. ESB hefur útilokað að semja um írsku baktrygginguna svonefndu. Vísir/EPA Engan bilbug er að finna á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þrátt fyrir ítrekuð áföll í tilraunum hennar til að ná sátt um skilmála útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í grein sem hún skrifar í dag segist hún harðákveðin í að útgangan fari fram í lok mars eins og upphaflega var lagt upp með. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa útilokað að semja upp á nýtt við Breta um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands eftir að breskir þingmenn höfnuðu útgöngusamningi May með afgerandi meirihluta í síðasta mánuði. Fylgjendur útgöngunnar á þingi eru mótfallnir baktryggingunni sem myndi þýða að Evrópureglur giltu áfram á Norður-Írlandi á meðan Bretar og Evrópusambandið koma sér saman um hvernig landamærunum á Írlandi verður háttað eftir útgönguna. Breska þingið kaus með því May leitaði eftir „öðrum valkosti“ við írsku baktrygginguna í síðustu viku. Því segist May í grein sem hún skrifar í blaðið Sunday Telegraph að hún ætli sér að fara aftur til Brussel með „nýtt umboð, nýjar hugmyndir og endurnýjaða ákveðni“. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu klukkan 23:00 föstudaginn 29. mars. Í grein sinni stendur May föst á því að sú dagsetning haldi. Hún muni „skila Brexit á réttum tíma“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Simon Coveney, varaforsætisráðherra Írlands, varar á sama tíma við því í grein í Sunday Times að enginn „trúverðugur valkostur“ við baktrygginguna sé til. „Evrópusambandið mun ekki semja aftur um útgöngusáttmálann og það verður enginn útgöngusáttmáli án baktryggingarinnar,“ skrifar hann. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Mögulegt að fresta þurfi útgöngu Breta úr ESB Í viðtali við BBC segir breski utanríkisráðherrann að ef nýr samningur næst rétt fyrir fyrirhugaðan útgöngudag gæti þurft að seinka honum á meðan mikilvægar lagabreytingar væru samþykktar. 31. janúar 2019 10:21 Myndi sætta sig við frestun Graham Brady, formaður hinnar áhrifamiklu 1922-nefndar breska Íhaldsflokksins, sagðist í gær vel geta sætt sig við að útgöngudegi yrði frestað ef þörf væri á stuttum tíma til viðbótar til þess að koma útgöngusamningi í gegnum þingið. 1. febrúar 2019 06:00 May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09 Segir ekki standa til boða að breyta Brexit sáttmálanum Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neitar að breyta Brexit samkomulaginu. 30. janúar 2019 19:00 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Engan bilbug er að finna á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þrátt fyrir ítrekuð áföll í tilraunum hennar til að ná sátt um skilmála útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í grein sem hún skrifar í dag segist hún harðákveðin í að útgangan fari fram í lok mars eins og upphaflega var lagt upp með. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa útilokað að semja upp á nýtt við Breta um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands eftir að breskir þingmenn höfnuðu útgöngusamningi May með afgerandi meirihluta í síðasta mánuði. Fylgjendur útgöngunnar á þingi eru mótfallnir baktryggingunni sem myndi þýða að Evrópureglur giltu áfram á Norður-Írlandi á meðan Bretar og Evrópusambandið koma sér saman um hvernig landamærunum á Írlandi verður háttað eftir útgönguna. Breska þingið kaus með því May leitaði eftir „öðrum valkosti“ við írsku baktrygginguna í síðustu viku. Því segist May í grein sem hún skrifar í blaðið Sunday Telegraph að hún ætli sér að fara aftur til Brussel með „nýtt umboð, nýjar hugmyndir og endurnýjaða ákveðni“. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu klukkan 23:00 föstudaginn 29. mars. Í grein sinni stendur May föst á því að sú dagsetning haldi. Hún muni „skila Brexit á réttum tíma“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Simon Coveney, varaforsætisráðherra Írlands, varar á sama tíma við því í grein í Sunday Times að enginn „trúverðugur valkostur“ við baktrygginguna sé til. „Evrópusambandið mun ekki semja aftur um útgöngusáttmálann og það verður enginn útgöngusáttmáli án baktryggingarinnar,“ skrifar hann.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Mögulegt að fresta þurfi útgöngu Breta úr ESB Í viðtali við BBC segir breski utanríkisráðherrann að ef nýr samningur næst rétt fyrir fyrirhugaðan útgöngudag gæti þurft að seinka honum á meðan mikilvægar lagabreytingar væru samþykktar. 31. janúar 2019 10:21 Myndi sætta sig við frestun Graham Brady, formaður hinnar áhrifamiklu 1922-nefndar breska Íhaldsflokksins, sagðist í gær vel geta sætt sig við að útgöngudegi yrði frestað ef þörf væri á stuttum tíma til viðbótar til þess að koma útgöngusamningi í gegnum þingið. 1. febrúar 2019 06:00 May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09 Segir ekki standa til boða að breyta Brexit sáttmálanum Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neitar að breyta Brexit samkomulaginu. 30. janúar 2019 19:00 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Mögulegt að fresta þurfi útgöngu Breta úr ESB Í viðtali við BBC segir breski utanríkisráðherrann að ef nýr samningur næst rétt fyrir fyrirhugaðan útgöngudag gæti þurft að seinka honum á meðan mikilvægar lagabreytingar væru samþykktar. 31. janúar 2019 10:21
Myndi sætta sig við frestun Graham Brady, formaður hinnar áhrifamiklu 1922-nefndar breska Íhaldsflokksins, sagðist í gær vel geta sætt sig við að útgöngudegi yrði frestað ef þörf væri á stuttum tíma til viðbótar til þess að koma útgöngusamningi í gegnum þingið. 1. febrúar 2019 06:00
May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09
Segir ekki standa til boða að breyta Brexit sáttmálanum Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neitar að breyta Brexit samkomulaginu. 30. janúar 2019 19:00