Hætta framleiðslu á heimsins stærstu farþegaþotu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. febrúar 2019 07:25 Flugvélin er algjör hlunkur. Getty/Robert Alexander Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur tilkynnt að framleiðslu á Airbus A380, stærstu farþegaþotu heims, verði hætt frá og með árinu 2021. BBC greinir frá. Ákvörðunin var tekin eftir að Emirates, helsti pöntunaraðilia A380 vélanna, ákvað að minnka síðustu pöntun á vélunum úr 162 flugvélum niðu í 123 flugvélar. Emirates hefur frá því að flugvéln var kynnt til sögunnar byggt viðskiptamódel sitt á notkun hinna gríðarstóru flugvéla, en undanfarin ár hefur flugfélagið þó glímt við erfiðleika í samkeppni við keppinauta sem nota minni og hagkvæmari flugvélar. Airbus segir að minnkun pöntunar Emirates þýði að ekki borgi sig fyrir flugvélaframleiðandann að halda framleiðslunni áfram eftir að búið verði að uppfylla þær pantanir sem fyrir eru. Talið er að ákvörðun Airbus geti haft áhrif á allt fimm þúsund starfsmenn sem koma að framleiðslunni. Á móti kemur hins vegar að Airbus hyggst auka framleiðslu á A320. Þrátt fyrir að Emirates hafi minnkað pöntunina á A380 hefur félagið pantað 70 aðrar smærri flugvélar frá framleiðandanum. A380 þykir einstök enda geta farþegar setið á tveimur hæðum í flugvélinni. Fyrsta flug slíkrar flugvélar var flogið árið 2005 en Singapore Airlines var fyrsta flugfélagið til að taka slíka flugvél í notkun. Allt að 853 farþegar geta setið í flugvélinni, en algengast er að pláss sé fyrir um 500. Airbus Fréttir af flugi Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur tilkynnt að framleiðslu á Airbus A380, stærstu farþegaþotu heims, verði hætt frá og með árinu 2021. BBC greinir frá. Ákvörðunin var tekin eftir að Emirates, helsti pöntunaraðilia A380 vélanna, ákvað að minnka síðustu pöntun á vélunum úr 162 flugvélum niðu í 123 flugvélar. Emirates hefur frá því að flugvéln var kynnt til sögunnar byggt viðskiptamódel sitt á notkun hinna gríðarstóru flugvéla, en undanfarin ár hefur flugfélagið þó glímt við erfiðleika í samkeppni við keppinauta sem nota minni og hagkvæmari flugvélar. Airbus segir að minnkun pöntunar Emirates þýði að ekki borgi sig fyrir flugvélaframleiðandann að halda framleiðslunni áfram eftir að búið verði að uppfylla þær pantanir sem fyrir eru. Talið er að ákvörðun Airbus geti haft áhrif á allt fimm þúsund starfsmenn sem koma að framleiðslunni. Á móti kemur hins vegar að Airbus hyggst auka framleiðslu á A320. Þrátt fyrir að Emirates hafi minnkað pöntunina á A380 hefur félagið pantað 70 aðrar smærri flugvélar frá framleiðandanum. A380 þykir einstök enda geta farþegar setið á tveimur hæðum í flugvélinni. Fyrsta flug slíkrar flugvélar var flogið árið 2005 en Singapore Airlines var fyrsta flugfélagið til að taka slíka flugvél í notkun. Allt að 853 farþegar geta setið í flugvélinni, en algengast er að pláss sé fyrir um 500.
Airbus Fréttir af flugi Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira