Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. febrúar 2019 23:15 Höfuðstöðvar fyrirtækisins Internet Research Agency, eða Tröllaverksmiðjunnar, í Pétursborg. Vísir/AP Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. Aðgerðin markar þáttaskil í tölvuvörnum Bandaríkjahers. Aðgerðirnar voru á vegum Miðstöðvar tölvuvarna Bandaríkjahers (US Cyber Command) en ráðist var gegn Internet Research Agency (IRA), sem nefnd hefur verið Tröllaverksmiðja Rússlands með vísun til nettrölla. Líkt og komið hefur fram í ákærum Robert Mueller, sérstaks saksóknara, er markmið starfsmanna IRA að hafa áhrif á stjórnmál annarra ríkja og kosningar. Þar á meðal í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgWashington Post hefur eftir fjölmörgum embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að markmið netárásar Bandaríkjahers á stofnunina hafi verið að koma í veg fyrir að starfsmönnum hennar tækist að hafa áhrif á þingkosningarnar í Bandaríkjunum.Stofnunin virðist hafa verið umfangsmikil í aðgerðum sínum til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar árið 2016 en í aðdraganda og kjölfar þeirra kosninga keypti stofnunin rúmlega 3,500 auglýsingar á Facebook. Stærstum hluta þessa auglýsinga var ætlað að ýta undir kynþáttaólgu í Bandaríkjunum.„IRA var í raun bara fjarlægt af netinu,“ sagði einn heimildarmanna Washington Post. „Þeir lokuðu bara á þá.“Er þetta í fyrsta sinn sem Miðstöð tölvuvarna ræðst í slíkar aðgerðir frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði lög sem veitir bandaríska hernum leyfi til þess að ráðast í umfangsmeiri tölvuárásir en áður hefur tíðkast.Sjá einnig: Rússnesk „tröll“ ýttu undir kynþáttaólgu í BandaríkjunumÁrásin var gerð á kjördag og dagana eftir kjördag til þess að koma í veg fyrir að stofnunin gæti hafi herferð til þess að sá efasemdarfræjum um úrslit kosninganna.Rússnesku nettröllin beittu sér á samfélagsmiðlumVísir/Getty.Óvíst er hvort aðgerðin muni hafa mikil áhrif til langs tíma að sögn sérfræðinga sem Post ræðir við en engu að síður sé ljóst að aðgerðir Bandaríkjahers hafi farið verulega í taugarnar á forvarsmönnum IRA, sem og starfsmönnum sem gátu lítið annað gert en að kvarta til tölvudeildar vegna netleysis. Bandarískar njósnastofnanir telja fullvíst að stofnunin starfi á vegum rússneskra yfirvalda, en Yevgeniy Viktorovich Prigozhin sem sagður er fjármagna starfsemi stofnunarinnar, er náin samverkamaður Vladimír Pútín Rússlandsforseta.Sjá einnig:Nota falsfréttir til að grafa undan vestrænu lýðræðiÞetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Miðstöð tölvuvarna Bandaríkjahers herjar á Tröllaverksmiðjunni.Í október á síðasta ári hófst herferðþar sem starfsmönnum IRA voru send skilaboð, tölvupóstar, smáskilaboð og ýmislegt fleira um að bandarískar njósnastofnanir hefðu upplýsingar um raunveruleg nöfn þeirra og að þeir ættu að halda sig fjarri því að blanda sér í málefni annarra ríkja.Er það sagt hafa orðið til þess að starfsmenn stofnunarinnar hafi farið fram á að framkvæmd yrði rannsókn á því innan stofnunarinnar hvort verið væri að leka persónulegum upplýsingum um starfsmenn hennar. Bandaríkin Rússarannsóknin Rússland Samfélagsmiðlar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. Aðgerðin markar þáttaskil í tölvuvörnum Bandaríkjahers. Aðgerðirnar voru á vegum Miðstöðvar tölvuvarna Bandaríkjahers (US Cyber Command) en ráðist var gegn Internet Research Agency (IRA), sem nefnd hefur verið Tröllaverksmiðja Rússlands með vísun til nettrölla. Líkt og komið hefur fram í ákærum Robert Mueller, sérstaks saksóknara, er markmið starfsmanna IRA að hafa áhrif á stjórnmál annarra ríkja og kosningar. Þar á meðal í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgWashington Post hefur eftir fjölmörgum embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að markmið netárásar Bandaríkjahers á stofnunina hafi verið að koma í veg fyrir að starfsmönnum hennar tækist að hafa áhrif á þingkosningarnar í Bandaríkjunum.Stofnunin virðist hafa verið umfangsmikil í aðgerðum sínum til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar árið 2016 en í aðdraganda og kjölfar þeirra kosninga keypti stofnunin rúmlega 3,500 auglýsingar á Facebook. Stærstum hluta þessa auglýsinga var ætlað að ýta undir kynþáttaólgu í Bandaríkjunum.„IRA var í raun bara fjarlægt af netinu,“ sagði einn heimildarmanna Washington Post. „Þeir lokuðu bara á þá.“Er þetta í fyrsta sinn sem Miðstöð tölvuvarna ræðst í slíkar aðgerðir frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði lög sem veitir bandaríska hernum leyfi til þess að ráðast í umfangsmeiri tölvuárásir en áður hefur tíðkast.Sjá einnig: Rússnesk „tröll“ ýttu undir kynþáttaólgu í BandaríkjunumÁrásin var gerð á kjördag og dagana eftir kjördag til þess að koma í veg fyrir að stofnunin gæti hafi herferð til þess að sá efasemdarfræjum um úrslit kosninganna.Rússnesku nettröllin beittu sér á samfélagsmiðlumVísir/Getty.Óvíst er hvort aðgerðin muni hafa mikil áhrif til langs tíma að sögn sérfræðinga sem Post ræðir við en engu að síður sé ljóst að aðgerðir Bandaríkjahers hafi farið verulega í taugarnar á forvarsmönnum IRA, sem og starfsmönnum sem gátu lítið annað gert en að kvarta til tölvudeildar vegna netleysis. Bandarískar njósnastofnanir telja fullvíst að stofnunin starfi á vegum rússneskra yfirvalda, en Yevgeniy Viktorovich Prigozhin sem sagður er fjármagna starfsemi stofnunarinnar, er náin samverkamaður Vladimír Pútín Rússlandsforseta.Sjá einnig:Nota falsfréttir til að grafa undan vestrænu lýðræðiÞetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Miðstöð tölvuvarna Bandaríkjahers herjar á Tröllaverksmiðjunni.Í október á síðasta ári hófst herferðþar sem starfsmönnum IRA voru send skilaboð, tölvupóstar, smáskilaboð og ýmislegt fleira um að bandarískar njósnastofnanir hefðu upplýsingar um raunveruleg nöfn þeirra og að þeir ættu að halda sig fjarri því að blanda sér í málefni annarra ríkja.Er það sagt hafa orðið til þess að starfsmenn stofnunarinnar hafi farið fram á að framkvæmd yrði rannsókn á því innan stofnunarinnar hvort verið væri að leka persónulegum upplýsingum um starfsmenn hennar.
Bandaríkin Rússarannsóknin Rússland Samfélagsmiðlar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira