Hin ótæmandi auðlind Logi Einarsson skrifar 29. mars 2019 09:30 Íslendingar hafa lengst af verið frumframleiðslu þjóð sem komst til bjargálna vegna náttúruauðlinda. Því er okkur svolítið tamt að telja skynsamlega nýtingu þeirra vísustu tryggingu fyrir gæfu um ókomna tíð. Þetta er þó þeim annmörkum háð að við verðum sífellt að vera á varðbergi gegn ofnýtingu. Náttúran er duttlungarfull og hugmyndir okkar um æskilega umgengni við hana breytast í sífellu - hvað sé eðlilegt að nýta og þá hvernig. Það er þess vegna margt sem mælir með að við sækjum enn frekar á ný mið í atvinnuuppbyggingu þjóðarinnar; aukum hlut nýsköpunar og þekkingariðnaðar á kostnað grunnframleiðslu. Þetta fer vel saman, eins og sést vel á tækniframförum í sjávarútvegi sem skilað hefur betri hráefnanýtingu, auknu verðmæti og bættum aðbúnaði starfsfólks. Þá eru þekkingarstörfin líklegri til að vera vel borguð en mörg þeirra hefðbundnari. Ef við göngum vel um náttúruauðlindir okkar verða þær vafalaust mikilvægur hluti atvinnulífs okkar um langa framtíð. En eins víst og nýting náttúruauðlinda verður alltaf viðkvæm jafnvægislist, eigum við vannýtta auðlind sem ekki er hægt að ofnýta - hugvitið. Það er nefnilega ekki aðeins óþrjótandi heldur vex eftir því sem þú virkjar það meira. Þegar ég var í grunnskóla var algengt að litið væri á listgreinakennslu sem dútl eða kærkomna pásu nemenda frá hinum „æðri“ greinum. Því miður óttast ég að enn eimi eftir af þessu skaðlega viðhorfi. Þetta er hættuleg skammsýni því listgreinar eru mikilvægar til örva þann sköpunarkraft sem bærist innra með okkur öllum. Tónlistarnám er auðvitað mikilvægt í sjálfu sér en það að eru líka bein tengsl milli tónlistariðkunar og færni í stærðfræði, auk þess sem viðkomandi þjálfast í ástundun, ögun og einbeitingu. Myndmenntakennsla ungar ekki einungis út hæfileikaríku myndlistarfólki heldur er nauðsynlegur grunnur fyrir öll þau sem hyggjast starfa við sjónlistir síðar á ævinni - kvikmyndagerðarfólk, arkitekta, fata- og iðnhönnuði,ljósmyndara svo eitthvað sé nefnt. Listgreinakennsla örvar sköpunarkraft, eykur færni til að raungera hugmyndir og er þannig góður bakgrunnur fyrir öll störf - jafnt endurskoðandann sem kokkinn, trésmiðinn sem kennarann. Þáttur skapandi hugsunar er meira að segja svo vanmetinn að í undirstöðugreininni íslensku er námið meira á forsendum tæknilegrar nálgunar en sköpunar. Í framtíð mikilla tæknibreytinga verða skapandi hugsun, frumkvæði og sá hæfileiki að sjá hlutina frá óvæntu sjónarhorni gríðarlega dýrmæt. Ágúst Einarsson prófessor hefur í merkilegri skýrslu sýnt fram á að skapandi greinar séu lykilþáttur í verðmætasköpun landsins. Ég er sannfærður um að hlutur þeirra getur orðið enn meiri í framtíðinni og tel það beinlínis æskilegt. Listgreinar eiga því ekki að vera uppfyllingarefni í námi barna og unglinga, heldur kjarnafag sem þarf að leggja mikla áherslu á. Þessa dagana fer fram Hönnunarmars. Röð fjölbreyttra viðburða sem sýna gróskuna í hönnunargreinum innanlands og utan. Ég hvet fólk eindregið til veita þeim athygli, kynna sér fjölbreytnina og kynnast fólki sem mun auka fjölbreytni, kraft og framþróun atvinnulífsins – og gerir samfélagið skemmtilegra.Höfundur er formaður Samylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Logi Einarsson Mest lesið Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Skoðun Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa lengst af verið frumframleiðslu þjóð sem komst til bjargálna vegna náttúruauðlinda. Því er okkur svolítið tamt að telja skynsamlega nýtingu þeirra vísustu tryggingu fyrir gæfu um ókomna tíð. Þetta er þó þeim annmörkum háð að við verðum sífellt að vera á varðbergi gegn ofnýtingu. Náttúran er duttlungarfull og hugmyndir okkar um æskilega umgengni við hana breytast í sífellu - hvað sé eðlilegt að nýta og þá hvernig. Það er þess vegna margt sem mælir með að við sækjum enn frekar á ný mið í atvinnuuppbyggingu þjóðarinnar; aukum hlut nýsköpunar og þekkingariðnaðar á kostnað grunnframleiðslu. Þetta fer vel saman, eins og sést vel á tækniframförum í sjávarútvegi sem skilað hefur betri hráefnanýtingu, auknu verðmæti og bættum aðbúnaði starfsfólks. Þá eru þekkingarstörfin líklegri til að vera vel borguð en mörg þeirra hefðbundnari. Ef við göngum vel um náttúruauðlindir okkar verða þær vafalaust mikilvægur hluti atvinnulífs okkar um langa framtíð. En eins víst og nýting náttúruauðlinda verður alltaf viðkvæm jafnvægislist, eigum við vannýtta auðlind sem ekki er hægt að ofnýta - hugvitið. Það er nefnilega ekki aðeins óþrjótandi heldur vex eftir því sem þú virkjar það meira. Þegar ég var í grunnskóla var algengt að litið væri á listgreinakennslu sem dútl eða kærkomna pásu nemenda frá hinum „æðri“ greinum. Því miður óttast ég að enn eimi eftir af þessu skaðlega viðhorfi. Þetta er hættuleg skammsýni því listgreinar eru mikilvægar til örva þann sköpunarkraft sem bærist innra með okkur öllum. Tónlistarnám er auðvitað mikilvægt í sjálfu sér en það að eru líka bein tengsl milli tónlistariðkunar og færni í stærðfræði, auk þess sem viðkomandi þjálfast í ástundun, ögun og einbeitingu. Myndmenntakennsla ungar ekki einungis út hæfileikaríku myndlistarfólki heldur er nauðsynlegur grunnur fyrir öll þau sem hyggjast starfa við sjónlistir síðar á ævinni - kvikmyndagerðarfólk, arkitekta, fata- og iðnhönnuði,ljósmyndara svo eitthvað sé nefnt. Listgreinakennsla örvar sköpunarkraft, eykur færni til að raungera hugmyndir og er þannig góður bakgrunnur fyrir öll störf - jafnt endurskoðandann sem kokkinn, trésmiðinn sem kennarann. Þáttur skapandi hugsunar er meira að segja svo vanmetinn að í undirstöðugreininni íslensku er námið meira á forsendum tæknilegrar nálgunar en sköpunar. Í framtíð mikilla tæknibreytinga verða skapandi hugsun, frumkvæði og sá hæfileiki að sjá hlutina frá óvæntu sjónarhorni gríðarlega dýrmæt. Ágúst Einarsson prófessor hefur í merkilegri skýrslu sýnt fram á að skapandi greinar séu lykilþáttur í verðmætasköpun landsins. Ég er sannfærður um að hlutur þeirra getur orðið enn meiri í framtíðinni og tel það beinlínis æskilegt. Listgreinar eiga því ekki að vera uppfyllingarefni í námi barna og unglinga, heldur kjarnafag sem þarf að leggja mikla áherslu á. Þessa dagana fer fram Hönnunarmars. Röð fjölbreyttra viðburða sem sýna gróskuna í hönnunargreinum innanlands og utan. Ég hvet fólk eindregið til veita þeim athygli, kynna sér fjölbreytnina og kynnast fólki sem mun auka fjölbreytni, kraft og framþróun atvinnulífsins – og gerir samfélagið skemmtilegra.Höfundur er formaður Samylkingarinnar.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun