Hollywood nýtir gervigreindina við leikaravalið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2019 10:00 Græðirðu meira með Emmu Watson í aðalhlutverki en ef þú hefðir valið Jennifer Lawrence? Gervigreindin gæti verið með svarið. Mynd/SÞ Bandarískir kvikmyndaframleiðendur í Hollywood nýtast nú í auknum mæli við gervigreind til þess að ákveða hvaða leikara skal fá í hvaða hlutverk og hvaða myndir væri arðbært að framleiða. Tæknimiðillinn The Verge fjallaði um málið í gær. Þar sagði að sprotafyrirtækið Cinelytic væri eitt þeirra fyrirtækja sem býður upp á þjónustu sem þessa. Cinelytic styðst við gögn um fjárhagslega frammistöðu kvikmynda í gegnum tíðina með tilliti til umfjöllunarefnis og leikara. Gervigreind er beitt til þess að finna tengsl á milli aðsóknar og leikara og umfjöllunarefnis og þannig reynt að útrýma óvissu. „Ef þú ert að framleiða stórmynd með Emmu Watson í aðalhlutverki gætirðu notað þjónustu okkar til að sjá hvort Jennifer Lawrence myndi auka líkurnar á hagnaði. Þú getur borið þær saman og séð hvernig þátttaka þeirra hefur áhrif á heildarmyndina,“ sagði Tobias Queisser, forstjóri Cinelytic. Fleiri fyrirtæki beita gervigreind og á fjölbreyttari hátt. Þannig kveðst hið belgíska ScriptBook geta spáð fyrir um hagnað með því að greina handrit myndarinnar og hið ísraelska Vault lofar viðskiptavinum að hægt sé að greina áhuga mismunandi markhópa með því að skoða hverjir horfa á stiklur fyrir myndina. Queisser sagði tíma til kominn að innleiða tækni í framleiðsluhlið mynda. „Á setti sér maður vélmenni og dróna. Þetta er hátæknisvæði. En viðskiptahliðin hefur ekkert breyst í tuttugu ár. Fólk notar Excel og Word, einfaldar aðferðir. Gögnin eru geymd en ekki greind.“ Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Bandarískir kvikmyndaframleiðendur í Hollywood nýtast nú í auknum mæli við gervigreind til þess að ákveða hvaða leikara skal fá í hvaða hlutverk og hvaða myndir væri arðbært að framleiða. Tæknimiðillinn The Verge fjallaði um málið í gær. Þar sagði að sprotafyrirtækið Cinelytic væri eitt þeirra fyrirtækja sem býður upp á þjónustu sem þessa. Cinelytic styðst við gögn um fjárhagslega frammistöðu kvikmynda í gegnum tíðina með tilliti til umfjöllunarefnis og leikara. Gervigreind er beitt til þess að finna tengsl á milli aðsóknar og leikara og umfjöllunarefnis og þannig reynt að útrýma óvissu. „Ef þú ert að framleiða stórmynd með Emmu Watson í aðalhlutverki gætirðu notað þjónustu okkar til að sjá hvort Jennifer Lawrence myndi auka líkurnar á hagnaði. Þú getur borið þær saman og séð hvernig þátttaka þeirra hefur áhrif á heildarmyndina,“ sagði Tobias Queisser, forstjóri Cinelytic. Fleiri fyrirtæki beita gervigreind og á fjölbreyttari hátt. Þannig kveðst hið belgíska ScriptBook geta spáð fyrir um hagnað með því að greina handrit myndarinnar og hið ísraelska Vault lofar viðskiptavinum að hægt sé að greina áhuga mismunandi markhópa með því að skoða hverjir horfa á stiklur fyrir myndina. Queisser sagði tíma til kominn að innleiða tækni í framleiðsluhlið mynda. „Á setti sér maður vélmenni og dróna. Þetta er hátæknisvæði. En viðskiptahliðin hefur ekkert breyst í tuttugu ár. Fólk notar Excel og Word, einfaldar aðferðir. Gögnin eru geymd en ekki greind.“
Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira