Framhaldsskólinn – Fulla ferð áfram! Guðjón H. Hauksson skrifar 16. september 2019 08:30 Á næstu dögum fara fram kosningar um formennsku í Félagi framhaldsskólakennara. Annar frambjóðandinn er ég. Fólk spyr sig eðlilega þessa dagana hvaða skoðun frambjóðendur hafa á mikilvægum málum eins og nýju lögunum um menntun og ráðningu (95/2019) sem samþykkt voru nú í sumarbyrjun, á samstarfinu við Kennarasamband Íslands, komandi samningum auðvitað og hver skoðun frambjóðenda er almennt á skólamálum. Ég vil gera tilraun hér til þess að draga upp grófa mynd af því hvaða skoðun ég hef á þessum helstu málum.Nýju lögin Skoðanir mínar á nýju lögunum ættu að vera nokkuð ljósar ef litið er til nokkurra greina sem ég birti á vef KÍ og Visir.is um málið, erinda í samráðsgáttinni og í umsögnum til Allsherjar- og menntamálanefndar. Ég lít einfaldlega svo á að þessi lög séu það viðamikil og fjölþætt að þau hefðu þurft mun lengri tíma og miklu vandaðra samráðsferli áður en þau voru kreist í gegnum Alþingi á síðustu metrunum nú í júní. Málið var keyrt miskunnarlaust áfram af hálfu menntamálaráðuneytis og umsagnir og athugasemdir fengu litla athygli. KÍ hefði þurft að beita sér mun markvissar í þessu máli og fela skólamálanefndum sínum að fjalla um málið frá öllum sjónarhornum og leggja það fyrir félagsmenn með opnum hætti. Háskólastofnanir og fræðasamfélagið eru mjög klofin í afstöðu sinni til margra þátta í frumvarpinu, leyfisbréfa, kennararáðs, hæfniviðmiða, undanþága o.s.frv. og því augljóst að ótal, ótal spurningum er enn ósvarað. Nú hafa lögin verið samþykkt og taka gildi 1. janúar. Frá 1. sept. til 1. des. átti samráðshópur helstu aðila að vinna að tillögum um innleiðingu og framkvæmd laganna. Það var því ekki annað hægt en að vona að sú vinna skilaði góðri niðurstöðu og að hún fengi hljómgrunn hjá ráðuneyti menntamála. Sú von dvínar hratt þessa dagana vegna þess að ráðuneytið hefur enn ekki skipað þennan starfshóp, hálfum mánuði eftir að hann átti að hefja störf og mánuði áður en hann á að skila stöðuskýrslu. Þetta er kannski lýsandi um allt ferlið sem undangengið er.FF og KÍ Deilurnar um nýju lögin drógu enn og aftur fram umræðuna um það hvort framhaldsskólakennurum sé kannski betur borgið annars staðar en hjá KÍ með sína hagsmuni. Framhaldsskólakennarar voru mjög einangraðir innan KÍ í sinni afstöðu til nýju laganna og formaður KÍ var ekki hlutlaus í málinu þrátt fyrir að boða annað. Fyrir mína parta er þessi umræða eðlileg en þess verður að gæta að við vöndum vel til verka þegar við veltum fyrir okkur hlutverki heildarsamtakanna, þjónustu þeirra við okkur og okkar innra skipulag sömuleiðis. Nú er sérstök milliþinganefnd að störfum hjá KÍ sem fjallar um skipulag, starfsemi og rekstur KÍ og á að skila af sér tillögum til úrbóta þann 1. desember. Næsta vor kemur svo að milliþinginu sjálfu þar sem fulltrúar KÍ greiða atkvæði um tillögurnar eins og þær líta út þá. Á meðan þessari vinnu stendur er engin ástæða til að vera með einhvers konar upphlaup heldur er nauðsynlegt að taka fullan og einlægan þátt í að endurskoða virkni samtakanna frá grunni. Þegar svo kemur að næsta aðalfundi FF og 8. þingi KÍ árið 2022 þarf skýr afstaða framhaldsskólakennara til heildarsamtaka kennara að liggja fyrir. Útganga úr KÍ er flókin aðgerð og getur orðið mjög kostnaðarsöm fyrir félagið.Úr vörn í sókn Mín persónulega afstaða er sú að Félag framhaldsskólakennara hafi nú nægilega lengi leikið einhvers konar varnar- og sjálfstæðisbaráttu fyrir hönd sinna félagsmanna. Sífelld vörn gagnvart ytri öflum og tortryggni á alla bóga verða oft ekki til annars en að einangra okkur og jafnvel erum við farin að sjá það nú. Í febrúar 2018, þegar ég bauð mig fram til stjórnar FF, skrifaði ég þetta: „Ég hef áhyggjur af því að við látum innri deilur og vantraust hvert til annars og allra í kringum okkur bera okkur af leið og að áður en við vitum af hafi einhver önnur öfl í þjóðfélaginu ákveðið hvernig íslenski framhaldsskólinn og jafnvel menntakerfið almennt skuli þróast.“ Nú, rúmu ári síðar, hefur lagaumhverfi íslenskra skóla verið bylt og í því starfi voru kennarar almennt aðeins lítil peð sem var skákað til og frá. Það er kominn tími til þess að við sækjum fram sem það fagfólk sem við erum, vinnum af alefli með þeim stofnunum og aðilum sem eru næst okkur og höfum þannig raunveruleg og fagleg áhrif á þróun mála. Þetta eru kollegar, skólastjórnendur, heildarsamtök kennara, starfsgreinafélög, atvinnulífið, ráðuneyti, þingflokkar o.s.frv. Það er ekki um annað að ræða en að líta á alla þessa aðila og fleiri sem okkar helstu samherja í því að móta heilbrigt menntakerfi í þessu landi. Ef við lítum alltaf svo á að allir vilji helst taka eitthvað af okkur er ekki að undra að okkur gangi samstarfið frekar erfiðlega.Samningaumhverfið Með samningunum sem voru gerðir í apríl 2014 náðust loksins mjög veigamiklar leiðréttingar á kjörum framhaldsskólakennara. Eitt lykilatriði í þeim árangri var 14. grein samningsins, sem var beintenging við almennar launahækkanir annarra stétta umfram okkar. Þetta ákvæði náðist ekki inn í næstu samningum og strax sjáum við sterkar vísbendingar um að staða okkar gagnvart viðmiðunarhópum sé að veikjast aftur. Ef ekki verður gripið í taumana strax í núverandi viðræðum stefnir allt í sömu óheillaþróun og leiddi til verkfallsins 2014. Það kemur því ekki til greina að semja til langs tíma nema tryggt verði að við fylgjum viðmiðunarhópum í þróun launa og kaupmáttar. Vinnumat og stofnanasamningar eiga hvort tveggja að geta stuðlað að sveigjanlegra skólastarfi og framgangi kennara og ráðgjafa í starfi. Þar eru ýmsar forsendur til þess að sníða bæði kennslu og önnur störf innan skólans að sérstöðu hvers skóla og mannauði hverju sinni. Við vitum hins vegar öll að þetta starf hefur gengið illa í mörgum skólum og dæmi eru um herfileg slys sem hafa valdið tekjutapi hjá félagsfólki. Því er nauðsynlegt að skólar fái aðstoð til að útfæra hvort tveggja, stofnanasamninga og vinnumat, bæði innan úr FF og frá ríkinu og þá aðstoð þarf að tryggja í kjarasamningum. Nýliðun er ekki bara vandi í leik- og grunnskólum. Við búum við það að meðalaldur kennara í framhaldsskólum er um 53 ár þegar mun eðlilegra væri að hann væri um 47. Mörgum dettur í hug að reyna fyrir sér við kennslu í framhaldsskólum en allt of margir nýliðar finna sig ekki í starfinu og hætta. Helstu ástæður eru ofurálag og allt of lítill faglegur stuðningur frá samkennurum sem hafa fullt í fangi með sín verkefni. Þessu getum við breytt í kjarasamningum með því að minnka kennsluskyldu nýliða og með því að skilgreina stuðning við þá með innleiðingu leiðsagnarkennara og annarra úrræða.Skólamál Eins og oft áður víkur maður að skólamálunum í lokin. Það eru samt þau sem eru kjölfestan í starfi okkar. Við öll í Félagi framhaldsskólakennara verðum að fylgjast betur með þeim kröftum sem eru að verki í samfélaginu og vera alltaf á tánum og viðbúin að taka þátt í þróun skólamála. Við eigum ekki að spila vörn í þessum leik heldur sókn. En til þess að það gangi upp verður fólk að vera vel samtengt. Að mínu viti hefur helsti veikleiki framhaldsskólakennara gegnum tíðina verið samskiptaleysi og einangrun, nokkurs konar eyjamenning og rörsýn. Rannsóknir sýna að helstu ástæður þess að við missum nýliða úr kennslu er einmitt einangrun og álag. Til þess að rjúfa þá einangrun verðum við bæði að laga okkar vinnuumhverfi og viðhorf, við þurfum tíma, aðstöðu en ekki síst viljann og skýra sýn. Markmiðið ætti að vera að byggja upp hvern skóla fyrir sig sem öflugt lærdómssamfélag þar sem allir vinna þétt saman að sameiginlegum markmiðum og stuðla að öflugu tengslaneti innan og þvert á skóla, milli skólastiga og inn í fræðasamfélagið. Fulla ferð áfram! Ég vonast að sjálfsögðu til þess að fá skýrt umboð félagsmanna til þess að vinna að málefnum framhaldsskólans og félagsmanna og hlakka mikið til áframhaldandi starfa fyrir félagið.Höfundur er starfandi formaður Félags framhaldsskólakennara og formaður Skólamálanefndar FF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hálfkák og til óþurftar Stjórnvöld hafa boðað stórsókn í menntamálum sem ætti að fela í sér metnað til þess að efla kennara í starfi, styðja á allan hátt við starfsþróun og alvöru samkeppni um vel menntað og hæft fólk í kennslu allra greina. 28. febrúar 2019 10:15 Sinnuleysi um framhaldsskólastigið Ráðherra menntamála fer mikinn þessi misserin og ætlar sér að lyfta grettistaki í sínum málaflokki með metnaðarfullum aðgerðum. 13. júní 2019 11:15 Framhaldsskóli verður grunnskóli Kennarar eru stolt stétt. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í því að byggja upp sterka einstaklinga gegnum leik og samskipti við önnur börn, eflingu hreyfi- og málþroska. 19. júní 2019 10:48 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á næstu dögum fara fram kosningar um formennsku í Félagi framhaldsskólakennara. Annar frambjóðandinn er ég. Fólk spyr sig eðlilega þessa dagana hvaða skoðun frambjóðendur hafa á mikilvægum málum eins og nýju lögunum um menntun og ráðningu (95/2019) sem samþykkt voru nú í sumarbyrjun, á samstarfinu við Kennarasamband Íslands, komandi samningum auðvitað og hver skoðun frambjóðenda er almennt á skólamálum. Ég vil gera tilraun hér til þess að draga upp grófa mynd af því hvaða skoðun ég hef á þessum helstu málum.Nýju lögin Skoðanir mínar á nýju lögunum ættu að vera nokkuð ljósar ef litið er til nokkurra greina sem ég birti á vef KÍ og Visir.is um málið, erinda í samráðsgáttinni og í umsögnum til Allsherjar- og menntamálanefndar. Ég lít einfaldlega svo á að þessi lög séu það viðamikil og fjölþætt að þau hefðu þurft mun lengri tíma og miklu vandaðra samráðsferli áður en þau voru kreist í gegnum Alþingi á síðustu metrunum nú í júní. Málið var keyrt miskunnarlaust áfram af hálfu menntamálaráðuneytis og umsagnir og athugasemdir fengu litla athygli. KÍ hefði þurft að beita sér mun markvissar í þessu máli og fela skólamálanefndum sínum að fjalla um málið frá öllum sjónarhornum og leggja það fyrir félagsmenn með opnum hætti. Háskólastofnanir og fræðasamfélagið eru mjög klofin í afstöðu sinni til margra þátta í frumvarpinu, leyfisbréfa, kennararáðs, hæfniviðmiða, undanþága o.s.frv. og því augljóst að ótal, ótal spurningum er enn ósvarað. Nú hafa lögin verið samþykkt og taka gildi 1. janúar. Frá 1. sept. til 1. des. átti samráðshópur helstu aðila að vinna að tillögum um innleiðingu og framkvæmd laganna. Það var því ekki annað hægt en að vona að sú vinna skilaði góðri niðurstöðu og að hún fengi hljómgrunn hjá ráðuneyti menntamála. Sú von dvínar hratt þessa dagana vegna þess að ráðuneytið hefur enn ekki skipað þennan starfshóp, hálfum mánuði eftir að hann átti að hefja störf og mánuði áður en hann á að skila stöðuskýrslu. Þetta er kannski lýsandi um allt ferlið sem undangengið er.FF og KÍ Deilurnar um nýju lögin drógu enn og aftur fram umræðuna um það hvort framhaldsskólakennurum sé kannski betur borgið annars staðar en hjá KÍ með sína hagsmuni. Framhaldsskólakennarar voru mjög einangraðir innan KÍ í sinni afstöðu til nýju laganna og formaður KÍ var ekki hlutlaus í málinu þrátt fyrir að boða annað. Fyrir mína parta er þessi umræða eðlileg en þess verður að gæta að við vöndum vel til verka þegar við veltum fyrir okkur hlutverki heildarsamtakanna, þjónustu þeirra við okkur og okkar innra skipulag sömuleiðis. Nú er sérstök milliþinganefnd að störfum hjá KÍ sem fjallar um skipulag, starfsemi og rekstur KÍ og á að skila af sér tillögum til úrbóta þann 1. desember. Næsta vor kemur svo að milliþinginu sjálfu þar sem fulltrúar KÍ greiða atkvæði um tillögurnar eins og þær líta út þá. Á meðan þessari vinnu stendur er engin ástæða til að vera með einhvers konar upphlaup heldur er nauðsynlegt að taka fullan og einlægan þátt í að endurskoða virkni samtakanna frá grunni. Þegar svo kemur að næsta aðalfundi FF og 8. þingi KÍ árið 2022 þarf skýr afstaða framhaldsskólakennara til heildarsamtaka kennara að liggja fyrir. Útganga úr KÍ er flókin aðgerð og getur orðið mjög kostnaðarsöm fyrir félagið.Úr vörn í sókn Mín persónulega afstaða er sú að Félag framhaldsskólakennara hafi nú nægilega lengi leikið einhvers konar varnar- og sjálfstæðisbaráttu fyrir hönd sinna félagsmanna. Sífelld vörn gagnvart ytri öflum og tortryggni á alla bóga verða oft ekki til annars en að einangra okkur og jafnvel erum við farin að sjá það nú. Í febrúar 2018, þegar ég bauð mig fram til stjórnar FF, skrifaði ég þetta: „Ég hef áhyggjur af því að við látum innri deilur og vantraust hvert til annars og allra í kringum okkur bera okkur af leið og að áður en við vitum af hafi einhver önnur öfl í þjóðfélaginu ákveðið hvernig íslenski framhaldsskólinn og jafnvel menntakerfið almennt skuli þróast.“ Nú, rúmu ári síðar, hefur lagaumhverfi íslenskra skóla verið bylt og í því starfi voru kennarar almennt aðeins lítil peð sem var skákað til og frá. Það er kominn tími til þess að við sækjum fram sem það fagfólk sem við erum, vinnum af alefli með þeim stofnunum og aðilum sem eru næst okkur og höfum þannig raunveruleg og fagleg áhrif á þróun mála. Þetta eru kollegar, skólastjórnendur, heildarsamtök kennara, starfsgreinafélög, atvinnulífið, ráðuneyti, þingflokkar o.s.frv. Það er ekki um annað að ræða en að líta á alla þessa aðila og fleiri sem okkar helstu samherja í því að móta heilbrigt menntakerfi í þessu landi. Ef við lítum alltaf svo á að allir vilji helst taka eitthvað af okkur er ekki að undra að okkur gangi samstarfið frekar erfiðlega.Samningaumhverfið Með samningunum sem voru gerðir í apríl 2014 náðust loksins mjög veigamiklar leiðréttingar á kjörum framhaldsskólakennara. Eitt lykilatriði í þeim árangri var 14. grein samningsins, sem var beintenging við almennar launahækkanir annarra stétta umfram okkar. Þetta ákvæði náðist ekki inn í næstu samningum og strax sjáum við sterkar vísbendingar um að staða okkar gagnvart viðmiðunarhópum sé að veikjast aftur. Ef ekki verður gripið í taumana strax í núverandi viðræðum stefnir allt í sömu óheillaþróun og leiddi til verkfallsins 2014. Það kemur því ekki til greina að semja til langs tíma nema tryggt verði að við fylgjum viðmiðunarhópum í þróun launa og kaupmáttar. Vinnumat og stofnanasamningar eiga hvort tveggja að geta stuðlað að sveigjanlegra skólastarfi og framgangi kennara og ráðgjafa í starfi. Þar eru ýmsar forsendur til þess að sníða bæði kennslu og önnur störf innan skólans að sérstöðu hvers skóla og mannauði hverju sinni. Við vitum hins vegar öll að þetta starf hefur gengið illa í mörgum skólum og dæmi eru um herfileg slys sem hafa valdið tekjutapi hjá félagsfólki. Því er nauðsynlegt að skólar fái aðstoð til að útfæra hvort tveggja, stofnanasamninga og vinnumat, bæði innan úr FF og frá ríkinu og þá aðstoð þarf að tryggja í kjarasamningum. Nýliðun er ekki bara vandi í leik- og grunnskólum. Við búum við það að meðalaldur kennara í framhaldsskólum er um 53 ár þegar mun eðlilegra væri að hann væri um 47. Mörgum dettur í hug að reyna fyrir sér við kennslu í framhaldsskólum en allt of margir nýliðar finna sig ekki í starfinu og hætta. Helstu ástæður eru ofurálag og allt of lítill faglegur stuðningur frá samkennurum sem hafa fullt í fangi með sín verkefni. Þessu getum við breytt í kjarasamningum með því að minnka kennsluskyldu nýliða og með því að skilgreina stuðning við þá með innleiðingu leiðsagnarkennara og annarra úrræða.Skólamál Eins og oft áður víkur maður að skólamálunum í lokin. Það eru samt þau sem eru kjölfestan í starfi okkar. Við öll í Félagi framhaldsskólakennara verðum að fylgjast betur með þeim kröftum sem eru að verki í samfélaginu og vera alltaf á tánum og viðbúin að taka þátt í þróun skólamála. Við eigum ekki að spila vörn í þessum leik heldur sókn. En til þess að það gangi upp verður fólk að vera vel samtengt. Að mínu viti hefur helsti veikleiki framhaldsskólakennara gegnum tíðina verið samskiptaleysi og einangrun, nokkurs konar eyjamenning og rörsýn. Rannsóknir sýna að helstu ástæður þess að við missum nýliða úr kennslu er einmitt einangrun og álag. Til þess að rjúfa þá einangrun verðum við bæði að laga okkar vinnuumhverfi og viðhorf, við þurfum tíma, aðstöðu en ekki síst viljann og skýra sýn. Markmiðið ætti að vera að byggja upp hvern skóla fyrir sig sem öflugt lærdómssamfélag þar sem allir vinna þétt saman að sameiginlegum markmiðum og stuðla að öflugu tengslaneti innan og þvert á skóla, milli skólastiga og inn í fræðasamfélagið. Fulla ferð áfram! Ég vonast að sjálfsögðu til þess að fá skýrt umboð félagsmanna til þess að vinna að málefnum framhaldsskólans og félagsmanna og hlakka mikið til áframhaldandi starfa fyrir félagið.Höfundur er starfandi formaður Félags framhaldsskólakennara og formaður Skólamálanefndar FF.
Hálfkák og til óþurftar Stjórnvöld hafa boðað stórsókn í menntamálum sem ætti að fela í sér metnað til þess að efla kennara í starfi, styðja á allan hátt við starfsþróun og alvöru samkeppni um vel menntað og hæft fólk í kennslu allra greina. 28. febrúar 2019 10:15
Sinnuleysi um framhaldsskólastigið Ráðherra menntamála fer mikinn þessi misserin og ætlar sér að lyfta grettistaki í sínum málaflokki með metnaðarfullum aðgerðum. 13. júní 2019 11:15
Framhaldsskóli verður grunnskóli Kennarar eru stolt stétt. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í því að byggja upp sterka einstaklinga gegnum leik og samskipti við önnur börn, eflingu hreyfi- og málþroska. 19. júní 2019 10:48
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun