Finnur Freyr Stefánsson er með fullt hús stiga í Danmörku en hann stýrir liði Horsens í dönsku úrvalsdeildinni.
Horsens vann 30 stiga sigur á Copenhagen Baskeball, 105-75, í 5. umferðinni í dag en Horsens setti tóninn strax í fyrsta leikhlutanum.
Þeir unnu hann með átta stigum og leiddu svo með fimmtán stigum í leikhlé, 53-38. Þeir slökuðu aðeins á í þriðja leikhlutanum en settu í fluggír aftur í þeim fjórða.
Þeir náðu 17-0 kafla í upphafi fjórða leikhlutar og því varð leikurinn aldrei spennandi. Munurinn varð að endingu 30 stig, 105-75.
Horsens er með tíu stig eftir fyrstu fimm leikina, jafn mörg og Randers og Bakken Bears, en Randers hefur leikið sex leiki.
Finnur með fimm sigra í fimm tilraunum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti


„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn




„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
