Fótbolti

Al Arabi tókst ekki að vinna manni fleiri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Birkir lék allan leikinn
Birkir lék allan leikinn mynd/al arabi

Íslendingalið Al Arabi fékk Qatar SC í heimsókn í katörsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Heimir Hallgrímsson stýrir Al Arabi og Aron Einar Gunnarsson er á mála hjá félaginu en hann var ekki með í dag vegna meiðsla.

Birkir Bjarnason var hins vegar í byrjunarliði Al Arabi og lék allan leikinn. Hamdi Harbaoui kom Íslendingaliðinu yfir snemma leiks og skömmu síðar fékk Aisa Balanji í liði heimamanna að líta rauða spjaldið.

Aðeins fimm mínútum síðar, eða á 25.mínútu, jöfnuðu heimamenn þegar  Kayke Rodrigues skoraði.

Fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan. Al Arabi í 5.sæti deildarinnar en 12 lið leika í deildinni.

Ögmundur Kristinsson lék allan tímann í marki Larissa þegar liðið lagði Panionios að velli í grísku úrvalsdeildinni, 2-0. Ögmundur og félagar í 5.sæti af 14 liðum.

 
 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×