Þýska ríkið og Lufthansa ná samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2020 23:26 Björgunarpakki þýska ríkisins kemur í veg fyrir gjaldþrot Lufthansa. Getty/Sean Gallup Þýska flugfélagið Lufthansa og þýska ríkið hafa náð samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka ríkisins til handa flugfélaginu. Björgunarpakkinn kemur í veg fyrir að flugfélagið verði gjaldþrota en upphæðin svarar til um 1.400 milljarða íslenskra króna. Frá þessu er greint á vef BBC en Lufthansa hefur, líkt og önnur flugfélög, glíma við mikinn rekstrarvanda undanfarið vegna kórónuveirufaraldursins. Samningur Lufthansa og þýska ríkisins felur það í sér að þýska ríkið eignast 20% hlut í fyrirtækinu sem það hyggst selja fyrir árslok 2023. Samningurinn er háður samþykki hluthafa Lufthansa og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hlutabréfamarkaðir í Evrópu tóku við sér við tíðindi dagsins og hlutabréf Lufthansa hækkuðu um 7,5%. „Þessi stuðningur okkar er aðeins til skamms tíma. Þegar fyrirtækið stendur betur munum við selja okkar hlut, vonandi með smá hagnaði, sem gerir okkur kleift að fjármagna þau fjölmörgu verkefni sem við stöndum frammi fyrir, ekki bara gagnvart þessu félagi,“ sagði Olaf Scholz, fjármálaráðherra Þýskalands, á blaðamannafundi í dag. Áður en kórónuveiran breiddist út um heiminn, með tilheyrandi ferðatakmörkunum, var Lufthansa í heilbrigðum rekstri og framtíð fyrirtækisins tiltölulega björt. Faraldurinn hefur hins vegar haft gríðarleg áhrif á rekstur Lufthansa, líkt og fleiri flugfélög í heiminum, enda hafa flugsamgöngur legið niðri nánast að öllu leyti í meira en tvo mánuði. Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þýska flugfélagið Lufthansa og þýska ríkið hafa náð samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka ríkisins til handa flugfélaginu. Björgunarpakkinn kemur í veg fyrir að flugfélagið verði gjaldþrota en upphæðin svarar til um 1.400 milljarða íslenskra króna. Frá þessu er greint á vef BBC en Lufthansa hefur, líkt og önnur flugfélög, glíma við mikinn rekstrarvanda undanfarið vegna kórónuveirufaraldursins. Samningur Lufthansa og þýska ríkisins felur það í sér að þýska ríkið eignast 20% hlut í fyrirtækinu sem það hyggst selja fyrir árslok 2023. Samningurinn er háður samþykki hluthafa Lufthansa og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hlutabréfamarkaðir í Evrópu tóku við sér við tíðindi dagsins og hlutabréf Lufthansa hækkuðu um 7,5%. „Þessi stuðningur okkar er aðeins til skamms tíma. Þegar fyrirtækið stendur betur munum við selja okkar hlut, vonandi með smá hagnaði, sem gerir okkur kleift að fjármagna þau fjölmörgu verkefni sem við stöndum frammi fyrir, ekki bara gagnvart þessu félagi,“ sagði Olaf Scholz, fjármálaráðherra Þýskalands, á blaðamannafundi í dag. Áður en kórónuveiran breiddist út um heiminn, með tilheyrandi ferðatakmörkunum, var Lufthansa í heilbrigðum rekstri og framtíð fyrirtækisins tiltölulega björt. Faraldurinn hefur hins vegar haft gríðarleg áhrif á rekstur Lufthansa, líkt og fleiri flugfélög í heiminum, enda hafa flugsamgöngur legið niðri nánast að öllu leyti í meira en tvo mánuði.
Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira