Yfir hundrað þúsund látin í Bandaríkjunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. maí 2020 23:55 Hvergi í heiminum hafa fleiri smitast af kórónuveirunni svo vitað sé eða látið lífið vegna hennar en í Bandaríkjunum. Getty/Spencer Platt Rúmlega 102 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins-háskóla í Maryland-ríki. Bandaríkin eru það land þar sem flest tilfelli kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hafa greinst, en rúmlega 1,7 milljónir tilfella hafa verið staðfest þar í landi. Alls hafa tæplega 5,8 milljónir tilfella greinst í heiminum og hefur sjúkdómurinn dregið rúmlega 356 þúsund manns til dauða á heimsvísu. Fyrsta tilfelli veirunnar í Bandaríkjunum greindist 21. janúar síðastliðinn. Þar var um að ræða mann sem hafði nýverið ferðast til Kína, en veiran er talin hafa átt upptök sín í kínversku borginni Wuhan. Í febrúar sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að búið væri að ná stjórn á veirunni innan Bandaríkjanna og að í apríl myndi hún mögulega „hverfa, eins og fyrir kraftaverk.“ Þá hefur hann spáð því að dauðsföll í Bandaríkjunum af völdum veirunnar yrðu á bilinu 50 til 60 þúsund. Síðar sagði hann að þau yrðu „talsvert undir 100 þúsund.“ Eins sagði forsetinn fyrr í þessum mánuði að það væri heiður fyrir Bandaríkin að eiga flest greind smit allra ríkja í heiminum. Það þótti honum benda til þess að Bandaríkjamenn stæðu sig vel í prófunum fyrir kórónuveirunni. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á efnahagslífið í Bandaríkjunum og hafa tugir milljóna manna misst vinnuna; í byrjun þessa mánaðar höfðu yfir 30 milljónir Bandaríkjamanna sótt um atvinnuleysisbætur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Rúmlega 102 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins-háskóla í Maryland-ríki. Bandaríkin eru það land þar sem flest tilfelli kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hafa greinst, en rúmlega 1,7 milljónir tilfella hafa verið staðfest þar í landi. Alls hafa tæplega 5,8 milljónir tilfella greinst í heiminum og hefur sjúkdómurinn dregið rúmlega 356 þúsund manns til dauða á heimsvísu. Fyrsta tilfelli veirunnar í Bandaríkjunum greindist 21. janúar síðastliðinn. Þar var um að ræða mann sem hafði nýverið ferðast til Kína, en veiran er talin hafa átt upptök sín í kínversku borginni Wuhan. Í febrúar sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að búið væri að ná stjórn á veirunni innan Bandaríkjanna og að í apríl myndi hún mögulega „hverfa, eins og fyrir kraftaverk.“ Þá hefur hann spáð því að dauðsföll í Bandaríkjunum af völdum veirunnar yrðu á bilinu 50 til 60 þúsund. Síðar sagði hann að þau yrðu „talsvert undir 100 þúsund.“ Eins sagði forsetinn fyrr í þessum mánuði að það væri heiður fyrir Bandaríkin að eiga flest greind smit allra ríkja í heiminum. Það þótti honum benda til þess að Bandaríkjamenn stæðu sig vel í prófunum fyrir kórónuveirunni. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á efnahagslífið í Bandaríkjunum og hafa tugir milljóna manna misst vinnuna; í byrjun þessa mánaðar höfðu yfir 30 milljónir Bandaríkjamanna sótt um atvinnuleysisbætur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira