Lufthansa flýgur til Íslands á ný Sylvía Hall skrifar 4. júní 2020 15:04 Lufthansa mun bjóða upp á flug þrisvar í viku. Vísir/Getty Þýska flugfélagið Lufthansa mun hefja flug hingað til lands þrisvar í viku í byrjun júní. Þetta kemur fram í svari svæðisstjóra félagsins við fyrirspurn Túrista sem greinir frá. Félagið mun fljúga til Íslands frá Frankfurt tvisvar í viku og þá verður eitt flug í hverri viku frá Munchen. Ekki liggur fyrir hvaða daga verði flogið en í fyrstu verður flug frá Keflavíkurflugvelli til Frankfurt á fimmtudögum og laugardögum. Lufthansa tilkynnti nýlega áfangastaði sem yrðu settir í forgang en Ísland var ekki á meðal þeirra. Þó flaug félagið til Íslands fyrir kórónuveirufaraldurinn frá Frankfurt og bauð upp á flug frá Munchen yfir sumarið. Faraldur kórónuveirunnar hefur haft gífurleg áhrif á rekstur félagsins. Í lok aprílmánaðar gaf félagið út viðvörun þess efnis að lausafé félagsins myndi klárast innan fáeinna vikna ef ekkert yrði að gert. Áður en kórónuveiran breiddist út um heiminn, með tilheyrandi ferðatakmörkunum, var Lufthansa í heilbrigðum rekstri og framtíð fyrirtækisins tiltölulega björt. Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þýska flugfélagið Lufthansa mun hefja flug hingað til lands þrisvar í viku í byrjun júní. Þetta kemur fram í svari svæðisstjóra félagsins við fyrirspurn Túrista sem greinir frá. Félagið mun fljúga til Íslands frá Frankfurt tvisvar í viku og þá verður eitt flug í hverri viku frá Munchen. Ekki liggur fyrir hvaða daga verði flogið en í fyrstu verður flug frá Keflavíkurflugvelli til Frankfurt á fimmtudögum og laugardögum. Lufthansa tilkynnti nýlega áfangastaði sem yrðu settir í forgang en Ísland var ekki á meðal þeirra. Þó flaug félagið til Íslands fyrir kórónuveirufaraldurinn frá Frankfurt og bauð upp á flug frá Munchen yfir sumarið. Faraldur kórónuveirunnar hefur haft gífurleg áhrif á rekstur félagsins. Í lok aprílmánaðar gaf félagið út viðvörun þess efnis að lausafé félagsins myndi klárast innan fáeinna vikna ef ekkert yrði að gert. Áður en kórónuveiran breiddist út um heiminn, með tilheyrandi ferðatakmörkunum, var Lufthansa í heilbrigðum rekstri og framtíð fyrirtækisins tiltölulega björt.
Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira