SAS hefur flug til Keflavíkur að nýju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2020 09:59 Flug hjá SAS hefst að nýju frá Danmörku þann 15. júní. EPA-EFE/ANDERS WIKLUND Flugfélagið SAS mun frá miðjum júní fram í lok mánaðar fjölga flugleiðum úr fimmtán upp í þrjátíu leiðir. Flogið verður frá Kaupmannahöfn til sextán áfangastaða, þar á meðal til Íslands, Færeyja, Þýskalands, Frakklands, Belgíu og Spánar. Þá hefst flug að nýju frá Stokkhólmi til fjölda áfangastaða við Miðjarðarhafið, þar á meðal Palma á Spáni, Nice í Frakklandi og Aþenu og Þessaloníku á Grikklandi auk þess sem innanlandsflug verður komið aftur á. Einnig verður flogið frá Noregi til Króatíu og innanlandsflug hefst að nýju. Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur hvatt flugfélög til þess að hefja ekki „óþarfa“ flugferðir til landa utan EES fyrr en í lok ágúst en frá og með 15. júní verður flugfélögum heimilt að fljúga til landa innan svæðisins. Þá hafa Danir verið hvattir til þess að ferðast innanlands í sumar til að sporna við annarri bylgju kórónuveirufaraldursins. Ferðalangar eru einnig hvattir til þess að fara í tveggja vikna sóttkví þegar þeir snúa aftur til Danmerkur. Þá munu farþegar SAS þurfa að hafa grímur fyrir vitum um borð í flugvélunum og allir farþegar á dönskum flugvöllum munu þurfa þess frá og með 15. júní. Fréttir af flugi Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Andlitsgríma skylda fyrir ferðalanga á Kastrup Ferðalangar munu þurfa að vera með grímur fyrir vitum flugvöllum í Danmörku. Reglan tekur gildi 15. júní næstkomandi og gildir um óákveðinn tíma. 4. júní 2020 15:32 Lufthansa flýgur til Íslands á ný Þýska flugfélagið Lufthansa mun hefja flug hingað til lands þrisvar í viku í byrjun júní. 4. júní 2020 15:04 Hefja leiguflug til Íslands og Færeyja strax í lok júní Danska ferðaskrifstofan Primo Tours hyggst hefja leiguflug til Íslands og Færeyja frá Danmörku strax í lok þessa mánaðar. 2. júní 2020 23:16 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Flugfélagið SAS mun frá miðjum júní fram í lok mánaðar fjölga flugleiðum úr fimmtán upp í þrjátíu leiðir. Flogið verður frá Kaupmannahöfn til sextán áfangastaða, þar á meðal til Íslands, Færeyja, Þýskalands, Frakklands, Belgíu og Spánar. Þá hefst flug að nýju frá Stokkhólmi til fjölda áfangastaða við Miðjarðarhafið, þar á meðal Palma á Spáni, Nice í Frakklandi og Aþenu og Þessaloníku á Grikklandi auk þess sem innanlandsflug verður komið aftur á. Einnig verður flogið frá Noregi til Króatíu og innanlandsflug hefst að nýju. Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur hvatt flugfélög til þess að hefja ekki „óþarfa“ flugferðir til landa utan EES fyrr en í lok ágúst en frá og með 15. júní verður flugfélögum heimilt að fljúga til landa innan svæðisins. Þá hafa Danir verið hvattir til þess að ferðast innanlands í sumar til að sporna við annarri bylgju kórónuveirufaraldursins. Ferðalangar eru einnig hvattir til þess að fara í tveggja vikna sóttkví þegar þeir snúa aftur til Danmerkur. Þá munu farþegar SAS þurfa að hafa grímur fyrir vitum um borð í flugvélunum og allir farþegar á dönskum flugvöllum munu þurfa þess frá og með 15. júní.
Fréttir af flugi Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Andlitsgríma skylda fyrir ferðalanga á Kastrup Ferðalangar munu þurfa að vera með grímur fyrir vitum flugvöllum í Danmörku. Reglan tekur gildi 15. júní næstkomandi og gildir um óákveðinn tíma. 4. júní 2020 15:32 Lufthansa flýgur til Íslands á ný Þýska flugfélagið Lufthansa mun hefja flug hingað til lands þrisvar í viku í byrjun júní. 4. júní 2020 15:04 Hefja leiguflug til Íslands og Færeyja strax í lok júní Danska ferðaskrifstofan Primo Tours hyggst hefja leiguflug til Íslands og Færeyja frá Danmörku strax í lok þessa mánaðar. 2. júní 2020 23:16 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Andlitsgríma skylda fyrir ferðalanga á Kastrup Ferðalangar munu þurfa að vera með grímur fyrir vitum flugvöllum í Danmörku. Reglan tekur gildi 15. júní næstkomandi og gildir um óákveðinn tíma. 4. júní 2020 15:32
Lufthansa flýgur til Íslands á ný Þýska flugfélagið Lufthansa mun hefja flug hingað til lands þrisvar í viku í byrjun júní. 4. júní 2020 15:04
Hefja leiguflug til Íslands og Færeyja strax í lok júní Danska ferðaskrifstofan Primo Tours hyggst hefja leiguflug til Íslands og Færeyja frá Danmörku strax í lok þessa mánaðar. 2. júní 2020 23:16