Um mannslíf og mannréttindi þeldökkra Bjarni Halldór Janusson skrifar 10. júní 2020 08:00 Fyrir um tveimur vikum síðan var bandarískur karlmaður myrtur af lögreglumanni. Hinn 46 ára George Floyd bættist þá í hóp fjölmargra þeldökkra sem látið hafa lífið vegna alvarlegs kynþáttahaturs og útbreidds lögregluofbeldis þar í landi. Það tók morðingja George Floyd rétt undir níu mínútur að svipta hann frelsinu og taka hann að lífi. Það tók morðingjann rétt undir níu mínútur að binda enda á tilvist George Floyd og valda vinum hans og vandamönnum ómældum skaða og ólýsanlegri sorg. Svipaða sögu má segja um þau Breonna Taylor, Tamir Rice, Philando Castile, Oscar Grant og Atatiana Jefferson. Þau voru öll á besta aldri, áttu allt lífið framundan, og voru jafnvel tekin af lífi í návist barna og fjölskyldu. Þau voru öll skotin til bana af lögreglumönnum, sem flestir höfðu áður ógnað lífi saklausra borgara. Fyrir nokkrum árum síðan var öðrum saklausum manni, Eric Garner, haldið niðri af lögreglumönnum þar til hann hætti að draga andann. Hann, rétt eins og George Floyd, hrópaði varnarlaus eftir aðstoð og tjáði viðstöddum skýrt og skilmerkilega að hann gæti ekki andað, en það breytti því miður litlu. Þetta fólk átti kannski ekki margt sameiginlegt. Þau áttu ólík áhugamál og höfðu ólíkar skoðanir, allt ólíkar manneskjur, en áttu það sameiginlegt að vera saklaus, og jú, þau voru öll þeldökk. Rúmlega 12% Bandaríkjamanna eru þeldökkir, en eru um fjórðungur allra fórnarlamba lögregluofbeldis. Lögregluofbeldi er raunar algengara í þeim ríkjum sem þar sem hlutfall þeldökkra er hærra, jafnvel þó að glæpatíðnin þar sé litlu hærri en annars staðar. Í samanburði við þá sem eru hvítir á hörund eru þeldökkir allt að þrisvar sinnum líklegri til að láta lífið sökum afskipta lögreglunnar, jafnvel þó að þeir séu ólíklegri til að vera vopnaðir þegar þeir eru skotnir til bana. Þá eru ungir þeldökkir karlmenn allt að níu sinnum líklegri en aðrir Bandaríkjamenn til að vera skotnir til bana af lögregluþjónum. Eingöngu 1% lögreglumanna sem koma að þessum banamálum eru ákærðir, og enn færri eru sakfelldir og hljóta viðeigandi dóma, ýmist vegna þess að saksóknarar vilja síður ákæra þá, vegna þess að lögregludeildir þagga gjarnan málin niður eða því verkalýðsfélög lögreglumanna beita sér gegn ákærum og beita sér almennt gegn umbótum í þessum efnum. Vandinn er því ekki eingöngu sá að lögreglan er mikið líklegri til að hafa afskipti af þeldökkum og verða þeim að bana, heldur einnig sá hve fáir lögregluþjónar eru ákærðir og dregnir til ábyrgðar af yfirvöldum, rétt eins og ætti að gerast í eðlilegu réttarríki. Hefðu lögregluþjónarnir sem urðu George Floyd að bana haldið störfum sínum áfram ef ekki væri fyrir myndbandsupptökuna af morðinu og þau mótmæli sem sköpuðust í kjölfarið? Miðað við tölfræðina, já, líklega. Bandaríkjamönnum hefur fjölgað um ríflega 50% frá árinu 1977, en á sama tíma hafa fjárframlög til löggæslumála hækkað um 173%. Í ríki þar sem löggæsla hlýtur stóran hluta fjárframlaga sveitarfélaga mætti ætla að unnið sé af meiri fagmennsku og meiri gagnsæi, en svo virðist ekki vera. Kynþáttamisrétti og kúgun jaðarhópa er rótgróið í bandarísku samfélagi og samofið sögu þess, sem leiðir af sér meira lögregluofbeldi í garð þeldökkra en þeirra sem eru hvítir á hörund og því er kannski skiljanlegt hve margir þeldökkir vantreysta eða óttast lögregluna þar í landi. Til viðbótar eru þeldökkir í Bandaríkjunum mun líklegri til að hljóta þyngri dóma og eru fangelsaðir í mun meiri mæli en þeir sem eru hvítir á hörund. Fræg tilvitnun, kennd við sagnfræðing nokkurn, segir að sá sem ekki læri söguna sé dæmdur til að endurtaka hana. Hversu oft þurfa Bandaríkjamenn að endurtaka þá sögu til að kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi heyri sögunni til? Að því er virðist, allt of oft. Staðreyndin er sú að hvert einasta fórnarlamb þessa ofbeldis er einu fórnarlambi of mikið. Til þess eru mótmælin þessa dagana. Þau eru til að minna á að óbreytt ástand sé með öllu ólíðandi, einkum í ljósi þess að þeldökkir og aðrir jaðarhópar verða fyrir misrétti á nær öllum sviðum samfélagsins, hvort sem um er að ræða atvinnutækifæri, íbúðarkaup, eða aðgangi að heilbrigðis- og félagsþjónustu, svo fátt eitt sé nefnt. Ríki sem vilja kenna sig við mannúð, mannréttindi og frjálslynt lýðræði geta ekki samþykkt óbreytt ástand. Bandaríkin, eða hvað þá önnur vestræn ríki sem eru jafn sek, en þó af annarri stærðargráðu, geta vart kennt sig við þessi gildi á meðan ranglætið þrífst og réttlætinu er frestað, eða alfarið neitað. Mótmælin sem nú standa yfir varða ekki eingöngu þeldökka og aðra jaðarhópa sem verða sífellt fyrir misrétti og kerfisbundnu ofbeldi, því allir sem láta sig mannréttindi varða ættu að krefjast róttækra breytinga. Við verðum að læra af fyrri mistökum og leiðrétta alvarlegt ranglæti sem finnst innan samfélagsins og er jafnvel viðhaldið af stofnunum þess. Annars erum við dæmd til að endurtaka söguna og fórnarlömbunum á þá einungis eftir að fjölga – og rétt eins og sagan í dag dæmir þá forfeður sem studdu þrælahald, beittu grófu ofbeldi og viðhéldu alræmdri aðskilnaðarstefnu, þá mun sagan dæma okkur ef við upprætum ekki það kerfisbundna ofbeldi sem hefur orðið George Floyd og svo mörgum öðrum að bana. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í York. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dauði George Floyd Rómur Mannréttindi Bjarni Halldór Janusson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Fyrir um tveimur vikum síðan var bandarískur karlmaður myrtur af lögreglumanni. Hinn 46 ára George Floyd bættist þá í hóp fjölmargra þeldökkra sem látið hafa lífið vegna alvarlegs kynþáttahaturs og útbreidds lögregluofbeldis þar í landi. Það tók morðingja George Floyd rétt undir níu mínútur að svipta hann frelsinu og taka hann að lífi. Það tók morðingjann rétt undir níu mínútur að binda enda á tilvist George Floyd og valda vinum hans og vandamönnum ómældum skaða og ólýsanlegri sorg. Svipaða sögu má segja um þau Breonna Taylor, Tamir Rice, Philando Castile, Oscar Grant og Atatiana Jefferson. Þau voru öll á besta aldri, áttu allt lífið framundan, og voru jafnvel tekin af lífi í návist barna og fjölskyldu. Þau voru öll skotin til bana af lögreglumönnum, sem flestir höfðu áður ógnað lífi saklausra borgara. Fyrir nokkrum árum síðan var öðrum saklausum manni, Eric Garner, haldið niðri af lögreglumönnum þar til hann hætti að draga andann. Hann, rétt eins og George Floyd, hrópaði varnarlaus eftir aðstoð og tjáði viðstöddum skýrt og skilmerkilega að hann gæti ekki andað, en það breytti því miður litlu. Þetta fólk átti kannski ekki margt sameiginlegt. Þau áttu ólík áhugamál og höfðu ólíkar skoðanir, allt ólíkar manneskjur, en áttu það sameiginlegt að vera saklaus, og jú, þau voru öll þeldökk. Rúmlega 12% Bandaríkjamanna eru þeldökkir, en eru um fjórðungur allra fórnarlamba lögregluofbeldis. Lögregluofbeldi er raunar algengara í þeim ríkjum sem þar sem hlutfall þeldökkra er hærra, jafnvel þó að glæpatíðnin þar sé litlu hærri en annars staðar. Í samanburði við þá sem eru hvítir á hörund eru þeldökkir allt að þrisvar sinnum líklegri til að láta lífið sökum afskipta lögreglunnar, jafnvel þó að þeir séu ólíklegri til að vera vopnaðir þegar þeir eru skotnir til bana. Þá eru ungir þeldökkir karlmenn allt að níu sinnum líklegri en aðrir Bandaríkjamenn til að vera skotnir til bana af lögregluþjónum. Eingöngu 1% lögreglumanna sem koma að þessum banamálum eru ákærðir, og enn færri eru sakfelldir og hljóta viðeigandi dóma, ýmist vegna þess að saksóknarar vilja síður ákæra þá, vegna þess að lögregludeildir þagga gjarnan málin niður eða því verkalýðsfélög lögreglumanna beita sér gegn ákærum og beita sér almennt gegn umbótum í þessum efnum. Vandinn er því ekki eingöngu sá að lögreglan er mikið líklegri til að hafa afskipti af þeldökkum og verða þeim að bana, heldur einnig sá hve fáir lögregluþjónar eru ákærðir og dregnir til ábyrgðar af yfirvöldum, rétt eins og ætti að gerast í eðlilegu réttarríki. Hefðu lögregluþjónarnir sem urðu George Floyd að bana haldið störfum sínum áfram ef ekki væri fyrir myndbandsupptökuna af morðinu og þau mótmæli sem sköpuðust í kjölfarið? Miðað við tölfræðina, já, líklega. Bandaríkjamönnum hefur fjölgað um ríflega 50% frá árinu 1977, en á sama tíma hafa fjárframlög til löggæslumála hækkað um 173%. Í ríki þar sem löggæsla hlýtur stóran hluta fjárframlaga sveitarfélaga mætti ætla að unnið sé af meiri fagmennsku og meiri gagnsæi, en svo virðist ekki vera. Kynþáttamisrétti og kúgun jaðarhópa er rótgróið í bandarísku samfélagi og samofið sögu þess, sem leiðir af sér meira lögregluofbeldi í garð þeldökkra en þeirra sem eru hvítir á hörund og því er kannski skiljanlegt hve margir þeldökkir vantreysta eða óttast lögregluna þar í landi. Til viðbótar eru þeldökkir í Bandaríkjunum mun líklegri til að hljóta þyngri dóma og eru fangelsaðir í mun meiri mæli en þeir sem eru hvítir á hörund. Fræg tilvitnun, kennd við sagnfræðing nokkurn, segir að sá sem ekki læri söguna sé dæmdur til að endurtaka hana. Hversu oft þurfa Bandaríkjamenn að endurtaka þá sögu til að kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi heyri sögunni til? Að því er virðist, allt of oft. Staðreyndin er sú að hvert einasta fórnarlamb þessa ofbeldis er einu fórnarlambi of mikið. Til þess eru mótmælin þessa dagana. Þau eru til að minna á að óbreytt ástand sé með öllu ólíðandi, einkum í ljósi þess að þeldökkir og aðrir jaðarhópar verða fyrir misrétti á nær öllum sviðum samfélagsins, hvort sem um er að ræða atvinnutækifæri, íbúðarkaup, eða aðgangi að heilbrigðis- og félagsþjónustu, svo fátt eitt sé nefnt. Ríki sem vilja kenna sig við mannúð, mannréttindi og frjálslynt lýðræði geta ekki samþykkt óbreytt ástand. Bandaríkin, eða hvað þá önnur vestræn ríki sem eru jafn sek, en þó af annarri stærðargráðu, geta vart kennt sig við þessi gildi á meðan ranglætið þrífst og réttlætinu er frestað, eða alfarið neitað. Mótmælin sem nú standa yfir varða ekki eingöngu þeldökka og aðra jaðarhópa sem verða sífellt fyrir misrétti og kerfisbundnu ofbeldi, því allir sem láta sig mannréttindi varða ættu að krefjast róttækra breytinga. Við verðum að læra af fyrri mistökum og leiðrétta alvarlegt ranglæti sem finnst innan samfélagsins og er jafnvel viðhaldið af stofnunum þess. Annars erum við dæmd til að endurtaka söguna og fórnarlömbunum á þá einungis eftir að fjölga – og rétt eins og sagan í dag dæmir þá forfeður sem studdu þrælahald, beittu grófu ofbeldi og viðhéldu alræmdri aðskilnaðarstefnu, þá mun sagan dæma okkur ef við upprætum ekki það kerfisbundna ofbeldi sem hefur orðið George Floyd og svo mörgum öðrum að bana. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í York. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun