Tilraunaflug 737 MAX hófst í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júní 2020 21:06 Boeing 737 MAX vél hefur sig til lofts. Getty/Stephen Brashear/ Boeing 737 MAX flugvél hóf sig að loft að nýju í Bandaríkjunum í dag eftir að tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst í dag. Flugmaður á vegum FAA, flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum, var við stjórn er Boeing 737 MAX 7 flaug í um 90 mínútur eftir flugtak frá Boeing Field í grennd við Seattle í Bandaríkjunum í morgun að bandarískum tíma. Framundan er þriggja daga ferli þar sem MAX-vélum verður flogið í tilraunaskyni undir vökulum augum starfsmanna Boeing og FAA. Í frétt Seattle Times segir að þar með sé risaskref tekið á þeirri vegferð Boeing að fá flugbanni á vélarnar aflétt. Það hefur verið í gildi um allan heim frá því í mars á síðata ári eftir tvo mannskæð flugslys þar sem alls 346 létust um borð í MAX vélum sem meðal annars hafa verið rakin til hönnunar Boeing á MAX-vélunum. Í frétt Seattle Times segir að tilraunaflugin nú beinist einkum að því að meta hvernig verkfræðingum og hugbúnaðarsérfræðingum hafi tekist að breyta sjálfvirku kerfi sem nefnist MCAS og er talið eiga stóran þátt í slysunum mannskæðu. Hugbúnaðurinn sem um ræðir reiðir sig á gögn frá skynjurum sem mæla afstöðu flugvélarinnar. Hann á að koma í veg fyrir ofris ef skynjararnir benda til þess að flugvélin fljúgi og lágt eða bratt. Takist vel til og ekkert óvænt gerist í millitíðinni segir í frétt Seattle Times að flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum geti gefið grænt ljós á að MAX-vélarnar verði aftur teknar í notkun í haust. Flugbannið hefur haft áhrif á fjölmörg flugfélög víða um heim, þar á meðal Icelandair, sem hafði tekið nokkrar MAX-vélar í notkun er flugbannið var sett á, og lagt inn pantanir fyrir fleiri. Markaðir ytra tóku prófununum á Boeing Field vel en hlutabréf Boeing hækkuðu um fjórtan prósent í viðskiptum dagsins á Wall Street. Bandaríkin Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Boeing 737 MAX flugvél hóf sig að loft að nýju í Bandaríkjunum í dag eftir að tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst í dag. Flugmaður á vegum FAA, flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum, var við stjórn er Boeing 737 MAX 7 flaug í um 90 mínútur eftir flugtak frá Boeing Field í grennd við Seattle í Bandaríkjunum í morgun að bandarískum tíma. Framundan er þriggja daga ferli þar sem MAX-vélum verður flogið í tilraunaskyni undir vökulum augum starfsmanna Boeing og FAA. Í frétt Seattle Times segir að þar með sé risaskref tekið á þeirri vegferð Boeing að fá flugbanni á vélarnar aflétt. Það hefur verið í gildi um allan heim frá því í mars á síðata ári eftir tvo mannskæð flugslys þar sem alls 346 létust um borð í MAX vélum sem meðal annars hafa verið rakin til hönnunar Boeing á MAX-vélunum. Í frétt Seattle Times segir að tilraunaflugin nú beinist einkum að því að meta hvernig verkfræðingum og hugbúnaðarsérfræðingum hafi tekist að breyta sjálfvirku kerfi sem nefnist MCAS og er talið eiga stóran þátt í slysunum mannskæðu. Hugbúnaðurinn sem um ræðir reiðir sig á gögn frá skynjurum sem mæla afstöðu flugvélarinnar. Hann á að koma í veg fyrir ofris ef skynjararnir benda til þess að flugvélin fljúgi og lágt eða bratt. Takist vel til og ekkert óvænt gerist í millitíðinni segir í frétt Seattle Times að flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum geti gefið grænt ljós á að MAX-vélarnar verði aftur teknar í notkun í haust. Flugbannið hefur haft áhrif á fjölmörg flugfélög víða um heim, þar á meðal Icelandair, sem hafði tekið nokkrar MAX-vélar í notkun er flugbannið var sett á, og lagt inn pantanir fyrir fleiri. Markaðir ytra tóku prófununum á Boeing Field vel en hlutabréf Boeing hækkuðu um fjórtan prósent í viðskiptum dagsins á Wall Street.
Bandaríkin Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira