Enski boltinn

West Brom elti Leeds upp í úr­­vals­­deildina | Jón Daði á skotskónum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Daði kom, sá og skoraði í kvöld. West Bromwich tryggði sér svo 2. sæti í ensku B-deildinni.
Jón Daði kom, sá og skoraði í kvöld. West Bromwich tryggði sér svo 2. sæti í ensku B-deildinni. Vísir/Millwall

Síðasta umferð ensku B-deildarinnar fór fram í dag og þar með er ljóst að West Bromwich Albion fylgir Leeds United upp í ensku úrvalsdeildina. Jón Daði Böðvarsson kom inn af bekknum hjá Millwall og skoraði fjórða mark liðsins í 4-1 sigri á Huddersfield Town.

Öll úrslit dagsins má finna neðst í fréttinni.

Fyrir leiki kvöldsins gátu þrjú lið fylgt Leeds upp í úrvalsdeildina. Ásamt West Brom áttu Brentford og Fulham einnig möguleika á að komast beint upp. Ekkert af þeim vann sinn leik og því hélt West Brom öðru sæti deildarinnar.

West Brom gerði 2-2 jafntefli við Queens Parks Rangers. Á sama tíma gerðu Fulham 1-1 jafntefli við Wigan Athletic á útivelli og Brentford tapaði óvænt 2-1 fyrir Barnsley á heimavelli. Þá vann Luton Town óvæntan 3-2 sigur á Blackburn Rovers sem þýðir að bæði Luton og Barnsley bjarga sér frá falli.

Wigan Athletic fellur hins vegar þar sem 12 stig voru tekin af liðinu eftir að það var lýst gjaldþrota nýverið. Þá gerðu Leeds sér lítið fyrir og unnu 4-0 stórsigur á Charlton Athletic sem var þegar fallið.

Brentford, Fulham, Cardiff City og Swansea City fara í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni en síðastnefnda liðið rétt skreið inn í umspilið á markatölu. Nottingham Forest situr eftir með sárt ennið.

Úrslit dagsins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×