Guardiola vill fjóra nýja leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. ágúst 2020 23:00 „Ég vill svona mikið af nýjum leikmönnum,“ gæti Pep verið að segja hér. Matt McNulty/Getty Images Svo virðist sem Pep Guardiola – þjálfari enska knattspyrnufélagsins Manchester City – sé ekki parsáttur með leikmannahóp sinn. Félagið hefur nú þegar fest kaup á þeim Ferran Torres og Nathan Aké en Guardiola er hvergi nærri hættur á leikmannamarkaðnum. Vill hann vill fjóra nýja leikmenn til viðbótar samkvæmt Sky Sports. Eftir að Evrópubanni City var aflétt er ljóst að Pep vill að félagið opni fjárhirslur sínar svo hægt sé að spreða í nýja – og betri – leikmenn. Sá spænski hefur aldrei verið hræddur við að fjárfesta í nýjum mönnum og hann ætlar sér að gera allt sem í sínu valdi stendur til að ná Englandsmeistaratitlinum úr hrömmum Liverpool-manna. Kaup City á hollenska varnarmanninum Nathan Aké frá Bournemouth voru staðfest fyrr í kvöld. Hann var einn fárra leikmanna Bournemouth sem komst frá nýafstöðnu tímabili með orðspor sitt enn í lagi. Þá er City einnig á eftir Kalidou Koulibaly, varnarmanni Napoli, en sá er eftirsóttur af flestum stærstu liðum Evrópu. Dagar John Stones og Nicolas Otamendi eru svo gott sem taldir hjá City svo mögulega fjárfestir félagið í enn fleiri varnarmönnum. Þessir tveir eru þó á toppi listans. Þó svo að félagið hafi skorað yfir 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur þá vill Pep samt sem áður bæta sóknarleik liðsins. Torres er nú þegar kominn frá Valencia en Lautaro Martinez er á toppi listans yfir þá framherja sem Pep vill til félagsins. Martinez, sem spilar fyrir Inter Milan, hefur verið ítrekað orðaður við spænska stórliðið Barcelona undanfarna mánuði en Börsungar virðast ekki hafa efni á leikmanninum. City mun því eflaust gera það sem þeir geta til að stela honum undan nefinu á Börsungum. Þá er Joao Felix, ungstirnið í herbúðum Atletico Madrid, einnig á lista Pep. Það er ljóst að þessir leikmenn munu kosta sitt en það er ekki vandamál þegar kemur að leikmannakaupum hjá City. Hvað þá ef liðinu tekst að losa nokkra vel valda leikmenn af launaskrá félagsins. Pep vill að City verði búið að klófesta leikmennina fyrir 12. september en félagaskiptaglugginn lokar þó ekki fyrr en í byrjun október. City mætir Real Madrid í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á föstudaginn kemur, þann 7. ágúst. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Svo virðist sem Pep Guardiola – þjálfari enska knattspyrnufélagsins Manchester City – sé ekki parsáttur með leikmannahóp sinn. Félagið hefur nú þegar fest kaup á þeim Ferran Torres og Nathan Aké en Guardiola er hvergi nærri hættur á leikmannamarkaðnum. Vill hann vill fjóra nýja leikmenn til viðbótar samkvæmt Sky Sports. Eftir að Evrópubanni City var aflétt er ljóst að Pep vill að félagið opni fjárhirslur sínar svo hægt sé að spreða í nýja – og betri – leikmenn. Sá spænski hefur aldrei verið hræddur við að fjárfesta í nýjum mönnum og hann ætlar sér að gera allt sem í sínu valdi stendur til að ná Englandsmeistaratitlinum úr hrömmum Liverpool-manna. Kaup City á hollenska varnarmanninum Nathan Aké frá Bournemouth voru staðfest fyrr í kvöld. Hann var einn fárra leikmanna Bournemouth sem komst frá nýafstöðnu tímabili með orðspor sitt enn í lagi. Þá er City einnig á eftir Kalidou Koulibaly, varnarmanni Napoli, en sá er eftirsóttur af flestum stærstu liðum Evrópu. Dagar John Stones og Nicolas Otamendi eru svo gott sem taldir hjá City svo mögulega fjárfestir félagið í enn fleiri varnarmönnum. Þessir tveir eru þó á toppi listans. Þó svo að félagið hafi skorað yfir 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur þá vill Pep samt sem áður bæta sóknarleik liðsins. Torres er nú þegar kominn frá Valencia en Lautaro Martinez er á toppi listans yfir þá framherja sem Pep vill til félagsins. Martinez, sem spilar fyrir Inter Milan, hefur verið ítrekað orðaður við spænska stórliðið Barcelona undanfarna mánuði en Börsungar virðast ekki hafa efni á leikmanninum. City mun því eflaust gera það sem þeir geta til að stela honum undan nefinu á Börsungum. Þá er Joao Felix, ungstirnið í herbúðum Atletico Madrid, einnig á lista Pep. Það er ljóst að þessir leikmenn munu kosta sitt en það er ekki vandamál þegar kemur að leikmannakaupum hjá City. Hvað þá ef liðinu tekst að losa nokkra vel valda leikmenn af launaskrá félagsins. Pep vill að City verði búið að klófesta leikmennina fyrir 12. september en félagaskiptaglugginn lokar þó ekki fyrr en í byrjun október. City mætir Real Madrid í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á föstudaginn kemur, þann 7. ágúst. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira