Mikilvægi Grétars Rafns hjá Everton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. ágúst 2020 22:00 Grétar Rafn er mikils metinn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Vísir/The Athletic Fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn Grétar Rafn Steinsson starfar nú hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Þar er hann í miklum metum en hann spilar stóra rullu í leikmannastefnu félagsins. Patrick Boyland hjá vefmiðlinum The Athletic fór yfir leikmannamál Everton og hvernig þau ganga fyrir sig. Í grein sem nálgast BA-ritgerð á lengd [greinin er vel yfir þrjú þúsund orð] er fyrrum landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson nefndur á nafn en hann vinnur náið með Marcel Brands, yfirmanni knattspyrnumála hjá Everton. Grétar Rafn er í raun hægri hönd Brands og þar með að vissu leyti yfir leikmannamálum félagsins. Brands – verandi yfirmaður knattspyrnumála – hefur þó alltaf lokatkvæðið. Grétar fær upplýsingar frá njósnurum félagsins. Vinnur úr þeim upplýsingum ásamt þeirri tölfræði sem félagið hefur um hvern og einn leikmann. Þegar hann hefur svo sett þessi gögn saman þá fer hann með þau til Brands, ef leikmaðurinn er nægilega góður þar að segja. Grétar Rafn lék á sínum tíma sem atvinnumaður með Young Boys [Sviss], AZ Alkmaar [Holland], Bolton Wanderers [England] og Kayserispor [Tyrkland]. Þá á hann að baki 46 A-landsleiki.Laurence Griffiths/Getty Images Hinn 38 ára gamli Grétar hefur ekki verið lengi í starfi en hann var ráðinn til Everton í desember árið 2018. Það var aðeins fimm árum eftir að hann lagði skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Eftir að hætta knattspyrnuiðkun skráði Grétar sig í nám. Hann sérhæfði sig í stjórnun knattspyrnuliða ásamt því að vera menntaður í þróttasálfræði. Árið 2015 fékk hann svo starf hjá enska C-deildarliðinu Fleetwood Town. Þar var hann yfirmaður knattspyrnumála. Sá hann alfarið um leikmannakaup liðsins þangað til Joey Barton - sá mikli vandræðagemsi - var gerður að þjálfara liðsins. Barton vildi sjálfur fá að sjá um leikmannamál og því minnkaði vægi Grétars hjá félaginu. Hann var síðan ráðinn til Everton sem yfirnjósnari félagsins í Evrópu. Skömmu síðar fékk hann stöðuhækkun og er í dag yfir leikmannamálum liðsins. Brands – sem fékk Grétar á sínum til AZ Alkmaar – ber honum vel söguna. „Hann er eins og bolabítur. Ef hann sér eitthvað og vill það þá fer hann á eftir því, sem er smá eins og það sem ég geri,“ segir Brands í viðtali við staðarblaðið Liverpool Echo skömmu eftir komu Grétars til Everton. „Ég vill hafa fólk í kringum sem telur að ekkert sé ómögulegt. Ég vill hafa samstarfsmenn sem trúa að allt sé hægt. Við munum ekki alltaf ná árangri en ef þú reynir ekki þá er öruggt að þú nærð aldrei árangri. Grétar er þannig starfsmaður, hann er liðsmaður og vill vinna fyrir annað fólk, hann er ekki með stórt egó,“ sagði Brands við The Athletic. Brands er enn að reyna finna lausnir á öllum þeim slæmu ákvörðunum sem félagið tók áður en hann tók við starfi sínu. Everton hefur losað sig við leikmenn á borð við Oumar Niasse og Morcan Schneiderlin fyrir aðeins brot af því sem þeir voru keyptir fyrir. Erfiðara verður fyrir Brands – og Everton – að losa leikmenn á borð við Sandro Ramirez, Cenk Tosun og Yannick Bolasie. Everton hefur verið mjög virkt á leikmannamarkaðnum síðan Brands tók við stöðu sinni hjá félaginu.Athletic/Vísir Það er því ljóst að Grétar þarf að sýna hvað í sér býr fari svo að Everton nái að selja áðurnefnda leikmenn en leikmannavelta félagsins hefur verið gríðarleg undanfarin misseri. Brands og Grétar vilja koma meira jafnvægi á hana og gera liðið stöðugra á leikmannamarkaðnum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Sjá meira
Fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn Grétar Rafn Steinsson starfar nú hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Þar er hann í miklum metum en hann spilar stóra rullu í leikmannastefnu félagsins. Patrick Boyland hjá vefmiðlinum The Athletic fór yfir leikmannamál Everton og hvernig þau ganga fyrir sig. Í grein sem nálgast BA-ritgerð á lengd [greinin er vel yfir þrjú þúsund orð] er fyrrum landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson nefndur á nafn en hann vinnur náið með Marcel Brands, yfirmanni knattspyrnumála hjá Everton. Grétar Rafn er í raun hægri hönd Brands og þar með að vissu leyti yfir leikmannamálum félagsins. Brands – verandi yfirmaður knattspyrnumála – hefur þó alltaf lokatkvæðið. Grétar fær upplýsingar frá njósnurum félagsins. Vinnur úr þeim upplýsingum ásamt þeirri tölfræði sem félagið hefur um hvern og einn leikmann. Þegar hann hefur svo sett þessi gögn saman þá fer hann með þau til Brands, ef leikmaðurinn er nægilega góður þar að segja. Grétar Rafn lék á sínum tíma sem atvinnumaður með Young Boys [Sviss], AZ Alkmaar [Holland], Bolton Wanderers [England] og Kayserispor [Tyrkland]. Þá á hann að baki 46 A-landsleiki.Laurence Griffiths/Getty Images Hinn 38 ára gamli Grétar hefur ekki verið lengi í starfi en hann var ráðinn til Everton í desember árið 2018. Það var aðeins fimm árum eftir að hann lagði skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Eftir að hætta knattspyrnuiðkun skráði Grétar sig í nám. Hann sérhæfði sig í stjórnun knattspyrnuliða ásamt því að vera menntaður í þróttasálfræði. Árið 2015 fékk hann svo starf hjá enska C-deildarliðinu Fleetwood Town. Þar var hann yfirmaður knattspyrnumála. Sá hann alfarið um leikmannakaup liðsins þangað til Joey Barton - sá mikli vandræðagemsi - var gerður að þjálfara liðsins. Barton vildi sjálfur fá að sjá um leikmannamál og því minnkaði vægi Grétars hjá félaginu. Hann var síðan ráðinn til Everton sem yfirnjósnari félagsins í Evrópu. Skömmu síðar fékk hann stöðuhækkun og er í dag yfir leikmannamálum liðsins. Brands – sem fékk Grétar á sínum til AZ Alkmaar – ber honum vel söguna. „Hann er eins og bolabítur. Ef hann sér eitthvað og vill það þá fer hann á eftir því, sem er smá eins og það sem ég geri,“ segir Brands í viðtali við staðarblaðið Liverpool Echo skömmu eftir komu Grétars til Everton. „Ég vill hafa fólk í kringum sem telur að ekkert sé ómögulegt. Ég vill hafa samstarfsmenn sem trúa að allt sé hægt. Við munum ekki alltaf ná árangri en ef þú reynir ekki þá er öruggt að þú nærð aldrei árangri. Grétar er þannig starfsmaður, hann er liðsmaður og vill vinna fyrir annað fólk, hann er ekki með stórt egó,“ sagði Brands við The Athletic. Brands er enn að reyna finna lausnir á öllum þeim slæmu ákvörðunum sem félagið tók áður en hann tók við starfi sínu. Everton hefur losað sig við leikmenn á borð við Oumar Niasse og Morcan Schneiderlin fyrir aðeins brot af því sem þeir voru keyptir fyrir. Erfiðara verður fyrir Brands – og Everton – að losa leikmenn á borð við Sandro Ramirez, Cenk Tosun og Yannick Bolasie. Everton hefur verið mjög virkt á leikmannamarkaðnum síðan Brands tók við stöðu sinni hjá félaginu.Athletic/Vísir Það er því ljóst að Grétar þarf að sýna hvað í sér býr fari svo að Everton nái að selja áðurnefnda leikmenn en leikmannavelta félagsins hefur verið gríðarleg undanfarin misseri. Brands og Grétar vilja koma meira jafnvægi á hana og gera liðið stöðugra á leikmannamarkaðnum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Sjá meira