Hvar eru konurnar? Kristjana Björk Barðdal skrifar 11. ágúst 2020 13:00 Mér svelgdist heldur betur á kaffibollanum í morgun þegar ég fór yfir skráningar í gagnaþon fyrir umhverfið. Kynjahlutföllin á skráðum þátttakendum voru virkilega skökk. Þrátt fyrir að ég sé ótrúlega ánægð með þann hóp sem hefur skráð sig og ég geti ekki beði eftir að sjá þær hugmyndir sem þau hafa fram að varpa, kom það mér talsvert á óvart hve fáar konur hafa skráð sig. Samanborið við aðrar keppnir og hraðla í nýsköpun er niðurstöðurnar svipaðar. Hvernig fáum við enn fjölbreyttari hóp af fólki til þess að taka þátt í nýsköpun og þá sérstaklega þegar kemur að gögnum og gervigreind? Þá sérstaklega fólk af öllum kynjum og bakgrunnum. Stór partur af því að vinna úr gögnum er gervigreind sem er einfaldlega gert með því að kenna forriti eða reikniriti ákveðið mynstur og mata það með gögnum. Niðurstöður eru síðan samþykktar eða ekki af einstaklingi sem þróar viðkomandi lausn. Því er mikilvægt að hópurinn sem komi að þróun gervigreindar sé fjölbreyttur til þess að niðurstöður hafi ekki innbyggða hlutdrægni sem gæti hampað öðrum hópi umfram annan. Dæmi eru um að Snjallúr sýni ekki réttan fjölda brenndra kaloría hjá barnshafandi konum þar sem formúlan sem reiknar hve miklu þær brenna taka ekki tillit til breyttrar brennslu. Annað dæmi er forrit sem búið var til af Amazon til þess að fara yfir ferilskrár og velja hæfasta einstaklinginn í starfið. Þar sem forritið var búið til að körlum varð til innbyggð hlutdrægni sem gerði það að verkum að karlar voru valdir í störfin umfram jafnhæfar konur. Þegar kemur að hlutfalli í námi virðist það mun skárra en á vinnumarkaði og nýsköpunarsenunni. Kynjahlutföllin þegar ég var í grunnámi í iðnaðarverkfærði voru ansi jöfn og áhugi á áföngum tengdum nýsköpun jafnvel meiri meðal kvenna. Því spyr ég hvers vegna það sé ekki að skila sér sviði nýsköpunar? Sama gildir um hlutfall kvenkyns samnemenda minna í tölvunarfræði, afhverju eru þær ekki að skila sér út í tæknigeirann? Það er mikilvægt að fjölbreytt fólk komi að bæði gerð og vinnslu gagna þar sem það hefur bein áhrif á líf okkar allra. Ég hvet því alla til þess að taka þátt í Gagnaþoni fyrir umhverfið sem fer fram 12.-19.ágúst n.k. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Kristjana Björk Barðdal Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mér svelgdist heldur betur á kaffibollanum í morgun þegar ég fór yfir skráningar í gagnaþon fyrir umhverfið. Kynjahlutföllin á skráðum þátttakendum voru virkilega skökk. Þrátt fyrir að ég sé ótrúlega ánægð með þann hóp sem hefur skráð sig og ég geti ekki beði eftir að sjá þær hugmyndir sem þau hafa fram að varpa, kom það mér talsvert á óvart hve fáar konur hafa skráð sig. Samanborið við aðrar keppnir og hraðla í nýsköpun er niðurstöðurnar svipaðar. Hvernig fáum við enn fjölbreyttari hóp af fólki til þess að taka þátt í nýsköpun og þá sérstaklega þegar kemur að gögnum og gervigreind? Þá sérstaklega fólk af öllum kynjum og bakgrunnum. Stór partur af því að vinna úr gögnum er gervigreind sem er einfaldlega gert með því að kenna forriti eða reikniriti ákveðið mynstur og mata það með gögnum. Niðurstöður eru síðan samþykktar eða ekki af einstaklingi sem þróar viðkomandi lausn. Því er mikilvægt að hópurinn sem komi að þróun gervigreindar sé fjölbreyttur til þess að niðurstöður hafi ekki innbyggða hlutdrægni sem gæti hampað öðrum hópi umfram annan. Dæmi eru um að Snjallúr sýni ekki réttan fjölda brenndra kaloría hjá barnshafandi konum þar sem formúlan sem reiknar hve miklu þær brenna taka ekki tillit til breyttrar brennslu. Annað dæmi er forrit sem búið var til af Amazon til þess að fara yfir ferilskrár og velja hæfasta einstaklinginn í starfið. Þar sem forritið var búið til að körlum varð til innbyggð hlutdrægni sem gerði það að verkum að karlar voru valdir í störfin umfram jafnhæfar konur. Þegar kemur að hlutfalli í námi virðist það mun skárra en á vinnumarkaði og nýsköpunarsenunni. Kynjahlutföllin þegar ég var í grunnámi í iðnaðarverkfærði voru ansi jöfn og áhugi á áföngum tengdum nýsköpun jafnvel meiri meðal kvenna. Því spyr ég hvers vegna það sé ekki að skila sér sviði nýsköpunar? Sama gildir um hlutfall kvenkyns samnemenda minna í tölvunarfræði, afhverju eru þær ekki að skila sér út í tæknigeirann? Það er mikilvægt að fjölbreytt fólk komi að bæði gerð og vinnslu gagna þar sem það hefur bein áhrif á líf okkar allra. Ég hvet því alla til þess að taka þátt í Gagnaþoni fyrir umhverfið sem fer fram 12.-19.ágúst n.k. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar