Af flóru, fánu og jafnvel fungu Starri Heiðmarsson skrifar 9. janúar 2020 10:00 Til tjáskipta höfum við tungumál og erum við Íslendingar heppnir hvað það varðar að íslenskan er nokkuð gegnsætt tungumál. Gegnsæið er mögulegt þar sem við höfum gegnum tíðina verið frekar treg að taka upp erlend orð og því oft útskýring orða fólgin í þeim sjálfum. Einangrunin er þó ekki alger og fjölmörg tökuorð falla vel að íslensku og hafa fyrir löngu unnið sér þegnrétt. Þau orð eru þó ekki alltaf jafn auðskilin og þau sem eiga dýpri rætur í tungu okkar. Sem dæmi um tökuorð sem falla vel að íslensku eru flóra og fána sem vísa til plantna (flóra) og dýra (fána). Hinsvegar virðist flóra vera þekktara orð meðal almennings og mörg dæmi um misbeitingu þess orðs sem líklega má rekja til vankunnáttu og er von mín að þetta greinarkorn hjálpi til við skilning á hugtakinu og hvar á við að beita því. Stefán Stefánsson grasafræðingur gaf góða skýringu á orðinu í formála að fyrstu útgáfu Flóru Íslands sem gefin var út 1901. Stefán segir: „Á útlendum málum táknar orðið „flóra“, sem upprunalega er nafn blómgyðjunnar hjá Rómverjum, bæði plönturíki einhvers lands eða landshluta og bók eða rit sem skýrir frá plöntunum og lýsir þeim.“ Þú lesandi góður undrast kannski þörf mína fyrir að skýra tilurð og rétta notkun orðsins flóra! Ástæður þessa má finna í menntun minni og starfi. Sem grasafræðingur þá nýti ég flóruhugtakið iðulega í starfi mínu og er þar að vísa til þeirra tegunda plantna sem vaxa á ákveðnu svæði, t.d. tegundir sem tilheyra íslensku flórunni. Sambærilegt orð yfir dýraríkið er síðan fána og í seinni tíð, vegna bættrar þekkingar okkar á skyldleika og tengslum innan lífríkisins, hefur hugtakið funga verið tekið upp fyrir sveppi. Í seinni tíð hefur sá misskilningur orðið útbreiddur að flóruhugtakið tákni fjölbreytni sem er alrangt. Í orðinu flóra er ekkert sem táknar fjölbreytni. Því þarf að taka sérstaklega fram hvort flóran er fábreytt eða fjölbreytt, eftir því sem við á, hvorugt felst í orðinu. Stundum heyrist jafnvel talað um fuglaflóru eða mannflóru sem hvort tveggja er röng notkun þar sem hvorki fuglar né mannfólk geta talist til plantna. Í dýraríkinu kemur orðið fána inn um samsafn allra dýra á viðkomandi svæði. Hér á Íslandi höfum við miklu fleiri tegundir dýra en plantna og því er fána Íslands mun fjölbreyttari en flóran. Tungumálið missir marks þegar hugtök eru misnotuð og misskilin. Ég vil því hvetja fólk til þess að íhuga merkingu orða sinna. Orðin flóra og fána eru alþjóðleg og hafa verið tekin upp í flest önnur tungumál í óbreyttri merkingu. Það skýtur því skökku við ef á að fara að taka upp nýja merkingu þeirra í íslensku.Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðyrkja Íslenska á tækniöld Skógrækt og landgræðsla Starri Heiðmarsson Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Sjá meira
Til tjáskipta höfum við tungumál og erum við Íslendingar heppnir hvað það varðar að íslenskan er nokkuð gegnsætt tungumál. Gegnsæið er mögulegt þar sem við höfum gegnum tíðina verið frekar treg að taka upp erlend orð og því oft útskýring orða fólgin í þeim sjálfum. Einangrunin er þó ekki alger og fjölmörg tökuorð falla vel að íslensku og hafa fyrir löngu unnið sér þegnrétt. Þau orð eru þó ekki alltaf jafn auðskilin og þau sem eiga dýpri rætur í tungu okkar. Sem dæmi um tökuorð sem falla vel að íslensku eru flóra og fána sem vísa til plantna (flóra) og dýra (fána). Hinsvegar virðist flóra vera þekktara orð meðal almennings og mörg dæmi um misbeitingu þess orðs sem líklega má rekja til vankunnáttu og er von mín að þetta greinarkorn hjálpi til við skilning á hugtakinu og hvar á við að beita því. Stefán Stefánsson grasafræðingur gaf góða skýringu á orðinu í formála að fyrstu útgáfu Flóru Íslands sem gefin var út 1901. Stefán segir: „Á útlendum málum táknar orðið „flóra“, sem upprunalega er nafn blómgyðjunnar hjá Rómverjum, bæði plönturíki einhvers lands eða landshluta og bók eða rit sem skýrir frá plöntunum og lýsir þeim.“ Þú lesandi góður undrast kannski þörf mína fyrir að skýra tilurð og rétta notkun orðsins flóra! Ástæður þessa má finna í menntun minni og starfi. Sem grasafræðingur þá nýti ég flóruhugtakið iðulega í starfi mínu og er þar að vísa til þeirra tegunda plantna sem vaxa á ákveðnu svæði, t.d. tegundir sem tilheyra íslensku flórunni. Sambærilegt orð yfir dýraríkið er síðan fána og í seinni tíð, vegna bættrar þekkingar okkar á skyldleika og tengslum innan lífríkisins, hefur hugtakið funga verið tekið upp fyrir sveppi. Í seinni tíð hefur sá misskilningur orðið útbreiddur að flóruhugtakið tákni fjölbreytni sem er alrangt. Í orðinu flóra er ekkert sem táknar fjölbreytni. Því þarf að taka sérstaklega fram hvort flóran er fábreytt eða fjölbreytt, eftir því sem við á, hvorugt felst í orðinu. Stundum heyrist jafnvel talað um fuglaflóru eða mannflóru sem hvort tveggja er röng notkun þar sem hvorki fuglar né mannfólk geta talist til plantna. Í dýraríkinu kemur orðið fána inn um samsafn allra dýra á viðkomandi svæði. Hér á Íslandi höfum við miklu fleiri tegundir dýra en plantna og því er fána Íslands mun fjölbreyttari en flóran. Tungumálið missir marks þegar hugtök eru misnotuð og misskilin. Ég vil því hvetja fólk til þess að íhuga merkingu orða sinna. Orðin flóra og fána eru alþjóðleg og hafa verið tekin upp í flest önnur tungumál í óbreyttri merkingu. Það skýtur því skökku við ef á að fara að taka upp nýja merkingu þeirra í íslensku.Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun