Fórnarlamb sveðjuárásar gæti verið lamað það sem eftir er ævinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2020 18:03 Ráðist var inn á heimili rabbína þar sem gestir höfðu komið saman til að fagna Hanukkah. AP/Julius Constantine Motal Maður sem var særður í árás á heimili rabbína í Bandaríkjunum þann 29. desember síðastliðinn er talinn hafa hlotið varanlegan heilaskaða og gæti verið lamaður að hluta það sem eftir er ævinnar. Þetta segir fjölskylda mannsins í yfirlýsingu. Ráðist var á heimili rabbína í bænum Monsey, norður af New York þann 29. desember síðastliðinn, þar sem gestir höfðu safnast saman til að fagna ljósahátíðinni Hanukkah. Árásarmaðurinn særði fimm manns með sveðju sem hann notaði í árásinni. Yfirlýsing fjölskyldu Josef Neumann var birt af nefnd um málefni strangtrúaðra gyðinga auk mjög grafískrar ljósmyndar sem sýnir áverkana á höfði Neumann. Á myndinni sést Neumann í alvarlegu ástandi í sjúkrarúmi með miklar bólgur í andliti. Sveðjan, sem notuð var í árásinni er 46 cm löng, og fór hún í gegn um höfuðkúpu Neumann. Hægri handleggur Nuemann er líka illa farinn eftir árásina. Árásin hefur verið skilgreind sem hatursglæpur og hafa gyðingar víðs vegar um heiminn deilt eigin upplifun á gyðingafordómum á samfélagsmiðlum með því að nota myllumerkið #MeJew. Maðurinn sem grunaður er um glæpinn heitir Grafton Thomas og er 37 ára gamall. Hann hefur verið ákærður fyrir glæpinn. Hann hefur neitað sök í öllum ákæruliðum. Bandaríkin Tengdar fréttir Fimm særðir eftir sveðjuárás á heimili rabbína í New York Gestir höfðu safnast saman til að fagna ljósahátíðinni Hanukkah þegar árásarmaðurinn ruddist inn. 29. desember 2019 07:55 Bandaríkjamenn sameinist gegn gyðingaandúð Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt samlanda sína til þess að sína samstöðu í kjölfar stunguárásar á heimili rabbína í New York-fylki í gær. 29. desember 2019 20:25 Boðar frekari aðgerðir vegna tíðra árása á gyðinga Borgarstjóri New York borgar hefur tilkynnt um ýmis úrræði sem ætlað er að takast á við það sem hann kallar neyðarástand þegar kemur að árásum á gyðinga í borginni. 30. desember 2019 07:35 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Maður sem var særður í árás á heimili rabbína í Bandaríkjunum þann 29. desember síðastliðinn er talinn hafa hlotið varanlegan heilaskaða og gæti verið lamaður að hluta það sem eftir er ævinnar. Þetta segir fjölskylda mannsins í yfirlýsingu. Ráðist var á heimili rabbína í bænum Monsey, norður af New York þann 29. desember síðastliðinn, þar sem gestir höfðu safnast saman til að fagna ljósahátíðinni Hanukkah. Árásarmaðurinn særði fimm manns með sveðju sem hann notaði í árásinni. Yfirlýsing fjölskyldu Josef Neumann var birt af nefnd um málefni strangtrúaðra gyðinga auk mjög grafískrar ljósmyndar sem sýnir áverkana á höfði Neumann. Á myndinni sést Neumann í alvarlegu ástandi í sjúkrarúmi með miklar bólgur í andliti. Sveðjan, sem notuð var í árásinni er 46 cm löng, og fór hún í gegn um höfuðkúpu Neumann. Hægri handleggur Nuemann er líka illa farinn eftir árásina. Árásin hefur verið skilgreind sem hatursglæpur og hafa gyðingar víðs vegar um heiminn deilt eigin upplifun á gyðingafordómum á samfélagsmiðlum með því að nota myllumerkið #MeJew. Maðurinn sem grunaður er um glæpinn heitir Grafton Thomas og er 37 ára gamall. Hann hefur verið ákærður fyrir glæpinn. Hann hefur neitað sök í öllum ákæruliðum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fimm særðir eftir sveðjuárás á heimili rabbína í New York Gestir höfðu safnast saman til að fagna ljósahátíðinni Hanukkah þegar árásarmaðurinn ruddist inn. 29. desember 2019 07:55 Bandaríkjamenn sameinist gegn gyðingaandúð Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt samlanda sína til þess að sína samstöðu í kjölfar stunguárásar á heimili rabbína í New York-fylki í gær. 29. desember 2019 20:25 Boðar frekari aðgerðir vegna tíðra árása á gyðinga Borgarstjóri New York borgar hefur tilkynnt um ýmis úrræði sem ætlað er að takast á við það sem hann kallar neyðarástand þegar kemur að árásum á gyðinga í borginni. 30. desember 2019 07:35 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Fimm særðir eftir sveðjuárás á heimili rabbína í New York Gestir höfðu safnast saman til að fagna ljósahátíðinni Hanukkah þegar árásarmaðurinn ruddist inn. 29. desember 2019 07:55
Bandaríkjamenn sameinist gegn gyðingaandúð Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt samlanda sína til þess að sína samstöðu í kjölfar stunguárásar á heimili rabbína í New York-fylki í gær. 29. desember 2019 20:25
Boðar frekari aðgerðir vegna tíðra árása á gyðinga Borgarstjóri New York borgar hefur tilkynnt um ýmis úrræði sem ætlað er að takast á við það sem hann kallar neyðarástand þegar kemur að árásum á gyðinga í borginni. 30. desember 2019 07:35