Airbus semur um 500 milljarða sekt vegna mútugreiðslna Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2020 09:40 Rannsókn breskra og franskra yfirvalda hófst eftir að ábendingar bárust um vafasamar greiðslur til söluaðila. Getty Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus verður sektaður um fjóra milljarða Bandaríkjadala, um 500 milljarða íslenskra króna, eftir að samkomulag náðist í kjölfar rannsóknar á spillingu af hálfu flugvélaframleiðandans og mútur í tengslum við flugvélasölu. Erlendir fjölmiðlar segja að þetta hafi orðið ljóst eftir að samkomulag náðist í viðræðum Airbus við bresk, frönsk og bandarísk yfirvöld. Rannsókn breskra og franskra yfirvalda hófst eftir að ábendingar bárust um vafasamar greiðslur til milliliða í söluferli flugvéla. Í frétt Reuters er haft eftir sérfræðingi að sektin sé líklega sú hæsta í sögunni þegar kemur að spillingarmálum, en rannsóknin hefur staðið í um þrjú ár og hefur orðið mikil breyting á stjórnendateymi Airbus á þeim tíma. Þurfa að leggja blessun sína yfir samkomulagið Dómstólar í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum eiga enn eftir að leggja blessun sína yfir samkomulagið, en verði gefið grænt ljós myndi það leiða til þess að flugvélaframleiðandinn myndi komast hjá því að sæta ákæru. Færi svo að Airbus yrði dregið fyri dómstóla ætti félagið á hættu að verða meinað að taka þátt í opinberum útboðum bæði í Bandaríkjunum og í ríkjum Evrópusambandsins. Dómstólar munu taka afstöðu til samkomulagsins síðar í vikunni. Stjórnendur Airbus eru sagðir hafa gerst sekir um spillingarbrot á evrópskum markaði á um tíu ára tímabili, en bandarísk yfirvöld rannsökuðu félagið vegna gruns um að hafa brotið gegn reglum um útflutning. Hlutabréf hækkuðu Hlutabréf í Airbus hækkuðu um eitt prósent í morgun eftir að tilkynnt var um samkomulagið. Má telja að fjárfestar álíti að með samkomulaginu sé verið að fjarlægja stein í götu flugvélaframleiðandans sem hafi haft mikil áhrif á starfsemi félagsins síðustu ár. Airbus Bandaríkin Bretland Frakkland Fréttir af flugi Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus verður sektaður um fjóra milljarða Bandaríkjadala, um 500 milljarða íslenskra króna, eftir að samkomulag náðist í kjölfar rannsóknar á spillingu af hálfu flugvélaframleiðandans og mútur í tengslum við flugvélasölu. Erlendir fjölmiðlar segja að þetta hafi orðið ljóst eftir að samkomulag náðist í viðræðum Airbus við bresk, frönsk og bandarísk yfirvöld. Rannsókn breskra og franskra yfirvalda hófst eftir að ábendingar bárust um vafasamar greiðslur til milliliða í söluferli flugvéla. Í frétt Reuters er haft eftir sérfræðingi að sektin sé líklega sú hæsta í sögunni þegar kemur að spillingarmálum, en rannsóknin hefur staðið í um þrjú ár og hefur orðið mikil breyting á stjórnendateymi Airbus á þeim tíma. Þurfa að leggja blessun sína yfir samkomulagið Dómstólar í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum eiga enn eftir að leggja blessun sína yfir samkomulagið, en verði gefið grænt ljós myndi það leiða til þess að flugvélaframleiðandinn myndi komast hjá því að sæta ákæru. Færi svo að Airbus yrði dregið fyri dómstóla ætti félagið á hættu að verða meinað að taka þátt í opinberum útboðum bæði í Bandaríkjunum og í ríkjum Evrópusambandsins. Dómstólar munu taka afstöðu til samkomulagsins síðar í vikunni. Stjórnendur Airbus eru sagðir hafa gerst sekir um spillingarbrot á evrópskum markaði á um tíu ára tímabili, en bandarísk yfirvöld rannsökuðu félagið vegna gruns um að hafa brotið gegn reglum um útflutning. Hlutabréf hækkuðu Hlutabréf í Airbus hækkuðu um eitt prósent í morgun eftir að tilkynnt var um samkomulagið. Má telja að fjárfestar álíti að með samkomulaginu sé verið að fjarlægja stein í götu flugvélaframleiðandans sem hafi haft mikil áhrif á starfsemi félagsins síðustu ár.
Airbus Bandaríkin Bretland Frakkland Fréttir af flugi Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira