Afnema breytingagjald í von um fleiri farþega Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2020 21:35 United Airlines ætlar að ráðast í breytingar án þess að það bitni á þjónustu við viðskiptavini. Vísir/EPA United Airlines mun frá og með deginum í dag ekki rukka farþega um breytingagjald í innanlandsflugi. Áður hafði flugfélagið afnumið það tímabundið en gjaldið var tvö hundruð dollarar, sem samsvarar tæplega 28 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Ákvörðunin flugfélagsins miðar að því að gefa viðskiptavinum sínum meiri sveigjanleika á óvissutímum sem nú eru um allan heim. Farþegar geti því breytt ferðaplönum sínum með stuttum fyrirvara án þess að verða fyrir fjárhagslegu tjóni, enda geti aðstæður breyst hratt vegna kórónuveirufaraldursins. Breytingin mun einnig ná til þeirra miða sem hafa nú þegar verið keyptir, en yfirmaður hjá félaginu, Scott Kirby, sagði þetta vera þá ósk sem fyrirtækið heyrir oftast frá viðskiptavinum að því er fram kemur á vef Reuters. Þá mun flugfélagið einnig bjóða viðskiptavinum sínum upp á að skrá sig á biðlista í annað flug til sama áfangastaðar þann dag sem fyrirhugað flug þeirra er ef sæti losnar. Viðskiptavinir munu ekki þurfa að greiða fyrir pláss á biðlistanum, en þessi breyting tekur gildi frá og með 1. janúar næstkomandi. Kirby segir breytingarnar ólíkar þeim ráðum sem flugfélög hafa áður gripið til á erfiðum tímum. Yfirleitt hafi breytingarnar haft neikvæð áhrif á þjónustu við viðskiptavini, en nú séu leikreglurnar aðrar. Fréttir af flugi Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir að Trump muni aðstoða flugfélögin geri þingið það ekki Framkvæmdastjóri Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé að íhuga að grípa inn í til þess að koma í veg fyrir gríðarlegar fjöldauppsagnir hjá flugfélögum í Bandaríkjunum, fari svo að Bandaríkjaþing framlengi ekki björgunarpakka stjórnvalda handa flugfélögum þar í landi. 26. ágúst 2020 21:33 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
United Airlines mun frá og með deginum í dag ekki rukka farþega um breytingagjald í innanlandsflugi. Áður hafði flugfélagið afnumið það tímabundið en gjaldið var tvö hundruð dollarar, sem samsvarar tæplega 28 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Ákvörðunin flugfélagsins miðar að því að gefa viðskiptavinum sínum meiri sveigjanleika á óvissutímum sem nú eru um allan heim. Farþegar geti því breytt ferðaplönum sínum með stuttum fyrirvara án þess að verða fyrir fjárhagslegu tjóni, enda geti aðstæður breyst hratt vegna kórónuveirufaraldursins. Breytingin mun einnig ná til þeirra miða sem hafa nú þegar verið keyptir, en yfirmaður hjá félaginu, Scott Kirby, sagði þetta vera þá ósk sem fyrirtækið heyrir oftast frá viðskiptavinum að því er fram kemur á vef Reuters. Þá mun flugfélagið einnig bjóða viðskiptavinum sínum upp á að skrá sig á biðlista í annað flug til sama áfangastaðar þann dag sem fyrirhugað flug þeirra er ef sæti losnar. Viðskiptavinir munu ekki þurfa að greiða fyrir pláss á biðlistanum, en þessi breyting tekur gildi frá og með 1. janúar næstkomandi. Kirby segir breytingarnar ólíkar þeim ráðum sem flugfélög hafa áður gripið til á erfiðum tímum. Yfirleitt hafi breytingarnar haft neikvæð áhrif á þjónustu við viðskiptavini, en nú séu leikreglurnar aðrar.
Fréttir af flugi Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir að Trump muni aðstoða flugfélögin geri þingið það ekki Framkvæmdastjóri Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé að íhuga að grípa inn í til þess að koma í veg fyrir gríðarlegar fjöldauppsagnir hjá flugfélögum í Bandaríkjunum, fari svo að Bandaríkjaþing framlengi ekki björgunarpakka stjórnvalda handa flugfélögum þar í landi. 26. ágúst 2020 21:33 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Segir að Trump muni aðstoða flugfélögin geri þingið það ekki Framkvæmdastjóri Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé að íhuga að grípa inn í til þess að koma í veg fyrir gríðarlegar fjöldauppsagnir hjá flugfélögum í Bandaríkjunum, fari svo að Bandaríkjaþing framlengi ekki björgunarpakka stjórnvalda handa flugfélögum þar í landi. 26. ágúst 2020 21:33