Áskorun á atvinnurekendur Eiður Stefánsson skrifar 25. september 2020 12:15 Við uppgang og útbreiðslu Covid-19 veirunnar um heiminn, hefur staðan og horfur í efnahagsmálum versnað mikið á Íslandi. Það á sérstaklega við um ferðaþjónustuna og veitingargeirann. Íslenskir skattgreiðendur hafa lagst á árarnar með fyrirtækjum sem hafa farið illa út úr þessu ástandi, en því ber að fagna að rekstur meirihluta fyrirtækja á landinu virðist ganga vel. Í aðdraganda kjarasamningagerð aðildarfélaga ASÍ og SA, sem gerðir voru vorið 2019 undir heitinu lífskjarasamningar, voru blikur á lofti í ferðaþjónustu- og flugbransanum. Þegar samningaviðræður stóðu sem hæst þá var það öllum ljóst sem við samningaborðið sátu að árin 2019 og 2020 yrðu slæm ár fyrir ferðaþjónustuna. Öllum varð það líka ljóst að fyrir því væru margþættar ástæður sem erfitt væri að mæta með einföldum aðgerðum. Til að bæta gráu ofan í svart varð WOW Air gjaldþrota og sú staða bættist inn í myndina og hafði eðli málsins samkvæmt mikil áhrif á samningagerðina. Báðum samningsaðilum varð það ljóst að nauðsynlega þyrfti að gera hóflega kjarasamninga með sérstaka áherslu á kjarabætur til tekjulágs launafólks og stuðla að vaxtalækkun sem gagnast heimilunum og atvinnulífinu einkar vel. Þar sem samningsaðilar voru sammála um að launhækkanir á samningstímanum væru hófstilltar var settur inn hagvaxtarauki til að tryggja hlut launamanna í verðmætasköpun þjóðarinnar. Eins og málin hafa þróast þá eru ekki miklar líkur á að hagvaxtarauki komi til með að hækka laun á samningstímanum og því ljóst að krónutöluhækkun verði eina hækkunin sem komi til með að hækka laun. Í dag eru dagvinnulaun afgreiðslufólks í verslun eftir 5 ára starf hjá sama atvinnurekanda 332.530 kr. og ef samningum verður ekki sagt upp af hálfu SA þá munu laun hækka um 24.000 kr. þann 1. janúar 2021. Dagvinnulaun afgreiðslufólks í verslun eftir 5 ára starf hjá sama atvinnurekanda fara í 356.530 kr. Ég fæ ekki séð hvernig SA eða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra geta með nokkru móti ætlast til þess að okkar félagsmenn á þessum launum taka á sig launaskerðingu. Ég skora á atvinnurekendur að standa við kjarasamninginn. Höfundur er formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyrar og nágrennis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Við uppgang og útbreiðslu Covid-19 veirunnar um heiminn, hefur staðan og horfur í efnahagsmálum versnað mikið á Íslandi. Það á sérstaklega við um ferðaþjónustuna og veitingargeirann. Íslenskir skattgreiðendur hafa lagst á árarnar með fyrirtækjum sem hafa farið illa út úr þessu ástandi, en því ber að fagna að rekstur meirihluta fyrirtækja á landinu virðist ganga vel. Í aðdraganda kjarasamningagerð aðildarfélaga ASÍ og SA, sem gerðir voru vorið 2019 undir heitinu lífskjarasamningar, voru blikur á lofti í ferðaþjónustu- og flugbransanum. Þegar samningaviðræður stóðu sem hæst þá var það öllum ljóst sem við samningaborðið sátu að árin 2019 og 2020 yrðu slæm ár fyrir ferðaþjónustuna. Öllum varð það líka ljóst að fyrir því væru margþættar ástæður sem erfitt væri að mæta með einföldum aðgerðum. Til að bæta gráu ofan í svart varð WOW Air gjaldþrota og sú staða bættist inn í myndina og hafði eðli málsins samkvæmt mikil áhrif á samningagerðina. Báðum samningsaðilum varð það ljóst að nauðsynlega þyrfti að gera hóflega kjarasamninga með sérstaka áherslu á kjarabætur til tekjulágs launafólks og stuðla að vaxtalækkun sem gagnast heimilunum og atvinnulífinu einkar vel. Þar sem samningsaðilar voru sammála um að launhækkanir á samningstímanum væru hófstilltar var settur inn hagvaxtarauki til að tryggja hlut launamanna í verðmætasköpun þjóðarinnar. Eins og málin hafa þróast þá eru ekki miklar líkur á að hagvaxtarauki komi til með að hækka laun á samningstímanum og því ljóst að krónutöluhækkun verði eina hækkunin sem komi til með að hækka laun. Í dag eru dagvinnulaun afgreiðslufólks í verslun eftir 5 ára starf hjá sama atvinnurekanda 332.530 kr. og ef samningum verður ekki sagt upp af hálfu SA þá munu laun hækka um 24.000 kr. þann 1. janúar 2021. Dagvinnulaun afgreiðslufólks í verslun eftir 5 ára starf hjá sama atvinnurekanda fara í 356.530 kr. Ég fæ ekki séð hvernig SA eða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra geta með nokkru móti ætlast til þess að okkar félagsmenn á þessum launum taka á sig launaskerðingu. Ég skora á atvinnurekendur að standa við kjarasamninginn. Höfundur er formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyrar og nágrennis.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun