Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2020 15:38 Zhenhua Data Information er með höfuðstöðvar í borginni Shenzen í Kína. Daniel Berehulak/Getty Nöfnum 411 Íslendinga bregður fyrir í gagnagrunni kínversks fyrirtækis sem sérhæfir sig í að fylgjast með hegðun og atferli samfélagsmiðlanotenda. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um 2,4 milljónir „þekktra einstaklinga,“ eins og það er orðað á vef Washington Post. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar eru með aðgang að gagnagrunninum. Fyrirtækið hafnar meintum tengslum við kínversk stjórnvöld. Ekki liggur fyrir hvað fyrirtækið, Zhenhua Data Information, eða samstarfsaðilar þess geta eða ætla að gera við upplýsingarnar sem er að finna í gagnagrunninum. Í grein Guardian er sagt frá því að fyrirtækið kunni að hafa tengsl við herinn og leyniþjónustustofnanir í Kína. Í skoðanagrein á vef Washington Post eftir Anne-Marie Brady, sem er sérfræðingur um málefni Kína við Canterbury-háskóla á Nýja-Sjálandi, kemur fram hversu marga Íslendinga er að finna í gögnum fyrirtækisins. Ekki liggur fyrir um hvað Íslendinga er að ræða. Þá er einnig greint frá því að 163 Færeyinga sé að finna í gagnagrunninum og 73 Grænlendinga. Því er þá velt upp hvort þetta geti stafað af áhuga kínverskra stjórnvalda á Norðurslóðum. Í samtali við Guardian hafnar talsmaður fyrirtækisins meintum tengslum þess við stjórnvöld í Kína eða opinberar stofnanir þar í landi. Eins hafnaði hann því að fyrirtækið stæði í söfnun gagna um notendur samfélagsmiðla. Gagnagrunnurinn flókinn og háþróaður Upphaflega var greint frá gagnagrunninum síðastliðinn mánudag, þegar honum var lekið til bandarísks fræðimanns að nefni Christopher Balding. Hann hafði áður búið í Shenzhen í Kína, þar sem Zhenhua Data Information á höfuðstöðvar. Hann er hins vegar fluttur aftur til heimalands síns, þar sem hann óttaðist um öryggi sitt í Kína. Balding deildi gagnagrunninum síðan með öryggisráðgjafafyrirtækinu Internet 2.0 til greiningar, áður en honum var lekið til nokkurra fréttamiðla á mánudag. Sjálfur hefur Balding sagt magn þeirra gagna sem grunnurinn hafi að geyma vera „yfirþyrmandi.“ Gagnagrunnurinn sækti gögn í fjölmargar mismunandi heimildir, væri tæknilega flókinn og flokkaði gögn á háþróaðan hátt. Kína Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Nöfnum 411 Íslendinga bregður fyrir í gagnagrunni kínversks fyrirtækis sem sérhæfir sig í að fylgjast með hegðun og atferli samfélagsmiðlanotenda. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um 2,4 milljónir „þekktra einstaklinga,“ eins og það er orðað á vef Washington Post. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar eru með aðgang að gagnagrunninum. Fyrirtækið hafnar meintum tengslum við kínversk stjórnvöld. Ekki liggur fyrir hvað fyrirtækið, Zhenhua Data Information, eða samstarfsaðilar þess geta eða ætla að gera við upplýsingarnar sem er að finna í gagnagrunninum. Í grein Guardian er sagt frá því að fyrirtækið kunni að hafa tengsl við herinn og leyniþjónustustofnanir í Kína. Í skoðanagrein á vef Washington Post eftir Anne-Marie Brady, sem er sérfræðingur um málefni Kína við Canterbury-háskóla á Nýja-Sjálandi, kemur fram hversu marga Íslendinga er að finna í gögnum fyrirtækisins. Ekki liggur fyrir um hvað Íslendinga er að ræða. Þá er einnig greint frá því að 163 Færeyinga sé að finna í gagnagrunninum og 73 Grænlendinga. Því er þá velt upp hvort þetta geti stafað af áhuga kínverskra stjórnvalda á Norðurslóðum. Í samtali við Guardian hafnar talsmaður fyrirtækisins meintum tengslum þess við stjórnvöld í Kína eða opinberar stofnanir þar í landi. Eins hafnaði hann því að fyrirtækið stæði í söfnun gagna um notendur samfélagsmiðla. Gagnagrunnurinn flókinn og háþróaður Upphaflega var greint frá gagnagrunninum síðastliðinn mánudag, þegar honum var lekið til bandarísks fræðimanns að nefni Christopher Balding. Hann hafði áður búið í Shenzhen í Kína, þar sem Zhenhua Data Information á höfuðstöðvar. Hann er hins vegar fluttur aftur til heimalands síns, þar sem hann óttaðist um öryggi sitt í Kína. Balding deildi gagnagrunninum síðan með öryggisráðgjafafyrirtækinu Internet 2.0 til greiningar, áður en honum var lekið til nokkurra fréttamiðla á mánudag. Sjálfur hefur Balding sagt magn þeirra gagna sem grunnurinn hafi að geyma vera „yfirþyrmandi.“ Gagnagrunnurinn sækti gögn í fjölmargar mismunandi heimildir, væri tæknilega flókinn og flokkaði gögn á háþróaðan hátt.
Kína Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira