Traust á óvissutímum Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 24. mars 2020 09:09 Frá því að Covid -19 faraldurinn tók sér bólfestu hér á landi hefur kennarastéttin tekist á við nýtt og breytt hlutverk. Á óvissutímum þurfa allir að leggjast á eitt og þá skiptir miklu máli að huga að börnum, þörfum þeirra og velferð. Við vitum öll að mikið mæðir á heilbrigðisstarfsfólki og álagið á þá stétt á eftir að aukast enn á næstu vikum. En það þarf einnig að huga að lífinu fyrir utan veikindin og þar eru kennarar í framlínunni. Á svona tímum kemur í ljós úr hverju við erum gerð. Það má öllum vera ljóst að álagið á kennara er mikið, m.a. vegna breytinga á skólastarfi, óöryggis og hættunni á að smitast af Covid-19, en þeir hafa risið undir nýjum áskorunum á hverjum degi með glæsibrag. Skólastarf hefur verið endurskipulagt í mörgum skólum á stuttum tíma og fjarkennsla verið innleidd, á meðan aðrir skólar hafa skipulagt skólastarf með mikilli hugvitssemi til að standast kröfur sóttvarnalæknis um fjölda og nálægð. Breytingar eiga sér stað á hverjum degi og enginn veit hvað næsti dagur ber í skauti sér. Við slíkar aðstæður verðum við öll að læra að treysta! Að treysta þeim sem eru að vinna alla daga við að skoða og meta aðstæður og hvetja okkur til þess að gera það sem þarf til að ná settu marki. Að treysta því að þær upplýsingar sem við fáum séu þær bestu sem tiltækar eru og verði til þess að við gerum það sem þarf til að ná settu marki. Að treysta okkur sjálfum til þess að gera það sem við þurfum að gera til að halda samfélaginu gangandi og heilbrigðiskerfinu virku. En fyrst og fremst þurfum við að treysta hvert öðru. Kennarar leggja sig alla fram í trausti þess að þeir séu að vinna að því að hægja á dreifingu faraldursins og í trausti þess að börn séu ekki í sömu hættu og aðrir að veikjast illa af faraldrinum. Kennarar leggja sig alla fram í trausti þess að vinnuframlag þeirra sé mikilvægur liður í því að halda bæði heilbrigðiskrefinu og atvinnulífinu gangandi. Kennarar hafa sýnt það að þeir eru tilbúnir til að leggjast á eitt og vinna sem einn maður til að ná stjórn á þessum vágesti sem kórónuveiran er. Eftir að hafa verið í sambandi við kennara um allt land sem allir eru að takast á við þessar fordæmalausu aðstæður með gleði, jákvæðni og velferð nemanda að leiðarljósi, hef ég aftur og aftur fyllst miklu stolti af því að tilheyra stétt sem tekst á við nýjar áskoranir af slíku æðruleysi og fagmennsku. Kennarar, takk fyrir ykkar framlag – þið hafið staðið ykkur með miklum sóma. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Frá því að Covid -19 faraldurinn tók sér bólfestu hér á landi hefur kennarastéttin tekist á við nýtt og breytt hlutverk. Á óvissutímum þurfa allir að leggjast á eitt og þá skiptir miklu máli að huga að börnum, þörfum þeirra og velferð. Við vitum öll að mikið mæðir á heilbrigðisstarfsfólki og álagið á þá stétt á eftir að aukast enn á næstu vikum. En það þarf einnig að huga að lífinu fyrir utan veikindin og þar eru kennarar í framlínunni. Á svona tímum kemur í ljós úr hverju við erum gerð. Það má öllum vera ljóst að álagið á kennara er mikið, m.a. vegna breytinga á skólastarfi, óöryggis og hættunni á að smitast af Covid-19, en þeir hafa risið undir nýjum áskorunum á hverjum degi með glæsibrag. Skólastarf hefur verið endurskipulagt í mörgum skólum á stuttum tíma og fjarkennsla verið innleidd, á meðan aðrir skólar hafa skipulagt skólastarf með mikilli hugvitssemi til að standast kröfur sóttvarnalæknis um fjölda og nálægð. Breytingar eiga sér stað á hverjum degi og enginn veit hvað næsti dagur ber í skauti sér. Við slíkar aðstæður verðum við öll að læra að treysta! Að treysta þeim sem eru að vinna alla daga við að skoða og meta aðstæður og hvetja okkur til þess að gera það sem þarf til að ná settu marki. Að treysta því að þær upplýsingar sem við fáum séu þær bestu sem tiltækar eru og verði til þess að við gerum það sem þarf til að ná settu marki. Að treysta okkur sjálfum til þess að gera það sem við þurfum að gera til að halda samfélaginu gangandi og heilbrigðiskerfinu virku. En fyrst og fremst þurfum við að treysta hvert öðru. Kennarar leggja sig alla fram í trausti þess að þeir séu að vinna að því að hægja á dreifingu faraldursins og í trausti þess að börn séu ekki í sömu hættu og aðrir að veikjast illa af faraldrinum. Kennarar leggja sig alla fram í trausti þess að vinnuframlag þeirra sé mikilvægur liður í því að halda bæði heilbrigðiskrefinu og atvinnulífinu gangandi. Kennarar hafa sýnt það að þeir eru tilbúnir til að leggjast á eitt og vinna sem einn maður til að ná stjórn á þessum vágesti sem kórónuveiran er. Eftir að hafa verið í sambandi við kennara um allt land sem allir eru að takast á við þessar fordæmalausu aðstæður með gleði, jákvæðni og velferð nemanda að leiðarljósi, hef ég aftur og aftur fyllst miklu stolti af því að tilheyra stétt sem tekst á við nýjar áskoranir af slíku æðruleysi og fagmennsku. Kennarar, takk fyrir ykkar framlag – þið hafið staðið ykkur með miklum sóma. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun