Treystum á ferðaþjónustuna Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 24. apríl 2020 09:00 Ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur byggst upp á löngum tíma. Að uppbyggingunni hafa komið þrautseigir frumkvöðlar, hugsjónamenn sem hafa séð tækifæri til þess að byggja upp sitt samfélag, skapa tekjur og búa til ný störf. Á undanförnum árum hefur áherslan verið mikil á að gera ferðaþjónustu að heilsársatvinnugrein með aukinni markaðssetningu á vetrinum og stöðugri vöruþróun. Fyrirtækjum hefur fjölgað um allt land og fjárfestingar aukist en innviðauppbygging ekki haldið í takt við eftirspurn ferðamanna eftir heimsóknum á svæðið. Staðan er því sú að enn starfar ferðaþjónustan á stærstum hluta landsins við þann veruleika að árstíðarsveiflan er gríðarleg. Á Norðurlandi kemur um 80% ferðamanna á tímabilinu frá maí til september. Hina sjö mánuði ársins er lítið að gera því ferðamenn eiga erfitt með að komast til mismunandi landshluta. Tekjurnar sem verða til þessa fimm mánuði háannatímans verða því að duga til þess að reka fyrirtækin allt árið. Nú þegar er orðið ljóst að háannatíminn í ár tapast að stærstum hluta vegna áhrifa Covid-19 faraldursins. Rekstrartekjur fyrirtækja í heilt ár eru því litlar sem engar og ljóst að áhrifin á fyrirtækin, eigendur og starfsfólk verða gríðarleg. Að sjálfsögðu er erfitt að koma að fullu leyti í veg fyrir neikvæð áhrif kreppu eins og nú stendur yfir og því ljóst að við munum sjá breytta mynd ferðaþjónustunnar þegar upp er staðið. Mikilvægt er þó að hafa í huga að þær aðgerðir sem gripið er til nú hafa mikil áhrif á það hver sú mynd verður. Það er nauðsynlegt að lágmarka skaðann og tryggja að við stöndum ekki uppi með landssvæði þar sem öll þjónusta hefur lagst af. Standa þarf vörð um fyrirtækin sem hafa byggt upp öflugan rekstur á undanförnum árum svo að ekki tapist öll viðskiptatengsl sem hafa verið byggð upp. Þegar opnast á ný fyrir ferðalög á milli landa stöndum við frammi fyrir harðari samkeppni en nokkru sinni fyrr þar sem þjóðir keppast við að laða til sín ferðamenn og flugsæti. Þar mun þekking og reynsla skera úr um hverjir ná árangri. Aðgerðir til stuðnings ferðaþjónustufyrirtækjum þurfa að miða að því að koma fyrirtækjum í var fram að næstu háönn, tryggja rekstrarhæfi þeirra þannig að hægt verði að halda starfsfólki og vinna að vöruþróun, nýsköpun og markaðssetningu. Þannig verða öflugir ferðaþjónustuaðilar um allt land tilbúnir til að byggja á ný upp markaðinn svo íslensk ferðaþjónusta komist hratt og örugglega upp úr lægðinni. Með því að byggja á þeirri mikilvægu auðlind sem býr í fólkinu á bakvið ferðaþjónustuna verður Ísland mun samkeppnishæfara þegar ferðalög verða leyfð aftur og við eigum miklu meiri möguleika á að ná góðum árangri í baráttunni um að fá ferðamenn til Íslands. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur byggst upp á löngum tíma. Að uppbyggingunni hafa komið þrautseigir frumkvöðlar, hugsjónamenn sem hafa séð tækifæri til þess að byggja upp sitt samfélag, skapa tekjur og búa til ný störf. Á undanförnum árum hefur áherslan verið mikil á að gera ferðaþjónustu að heilsársatvinnugrein með aukinni markaðssetningu á vetrinum og stöðugri vöruþróun. Fyrirtækjum hefur fjölgað um allt land og fjárfestingar aukist en innviðauppbygging ekki haldið í takt við eftirspurn ferðamanna eftir heimsóknum á svæðið. Staðan er því sú að enn starfar ferðaþjónustan á stærstum hluta landsins við þann veruleika að árstíðarsveiflan er gríðarleg. Á Norðurlandi kemur um 80% ferðamanna á tímabilinu frá maí til september. Hina sjö mánuði ársins er lítið að gera því ferðamenn eiga erfitt með að komast til mismunandi landshluta. Tekjurnar sem verða til þessa fimm mánuði háannatímans verða því að duga til þess að reka fyrirtækin allt árið. Nú þegar er orðið ljóst að háannatíminn í ár tapast að stærstum hluta vegna áhrifa Covid-19 faraldursins. Rekstrartekjur fyrirtækja í heilt ár eru því litlar sem engar og ljóst að áhrifin á fyrirtækin, eigendur og starfsfólk verða gríðarleg. Að sjálfsögðu er erfitt að koma að fullu leyti í veg fyrir neikvæð áhrif kreppu eins og nú stendur yfir og því ljóst að við munum sjá breytta mynd ferðaþjónustunnar þegar upp er staðið. Mikilvægt er þó að hafa í huga að þær aðgerðir sem gripið er til nú hafa mikil áhrif á það hver sú mynd verður. Það er nauðsynlegt að lágmarka skaðann og tryggja að við stöndum ekki uppi með landssvæði þar sem öll þjónusta hefur lagst af. Standa þarf vörð um fyrirtækin sem hafa byggt upp öflugan rekstur á undanförnum árum svo að ekki tapist öll viðskiptatengsl sem hafa verið byggð upp. Þegar opnast á ný fyrir ferðalög á milli landa stöndum við frammi fyrir harðari samkeppni en nokkru sinni fyrr þar sem þjóðir keppast við að laða til sín ferðamenn og flugsæti. Þar mun þekking og reynsla skera úr um hverjir ná árangri. Aðgerðir til stuðnings ferðaþjónustufyrirtækjum þurfa að miða að því að koma fyrirtækjum í var fram að næstu háönn, tryggja rekstrarhæfi þeirra þannig að hægt verði að halda starfsfólki og vinna að vöruþróun, nýsköpun og markaðssetningu. Þannig verða öflugir ferðaþjónustuaðilar um allt land tilbúnir til að byggja á ný upp markaðinn svo íslensk ferðaþjónusta komist hratt og örugglega upp úr lægðinni. Með því að byggja á þeirri mikilvægu auðlind sem býr í fólkinu á bakvið ferðaþjónustuna verður Ísland mun samkeppnishæfara þegar ferðalög verða leyfð aftur og við eigum miklu meiri möguleika á að ná góðum árangri í baráttunni um að fá ferðamenn til Íslands. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun