Ríkisstjórn stöðnunar um launamun kynjanna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 14:15 Í gær voru færðar fréttir af því að tekjur háskólamenntaðra kvenna væru sambærilegar og ómenntaðra karla. Af því tilefni sagði forsætisráðherra að alltof hægt gangi að ná jafnrétti á Íslandi. Karlar í sambúð hafa að meðaltali 749 þúsund krónur á mánuði og konur í sambúð um 564 þúsund krónur á mánuði. Heildartekjur karla eru því að jafnaði um 29% hærri en tekjur kvenna. Munurinn er enn meiri á landsbyggðinni en þar hafa karlarnir 33% meiri tekjur en konur í sömu stöðu. Ég deili þessum áhyggjum með forsætisráðherra og tók einmitt þetta mál upp á þingi við hana þann 4. febrúar sl. Það gerði ég vegna þess að bein og óbein áhrif Covid-19 á stöðu jafnréttismála er áhyggjuefni því við vitum að efnahagsþrengingar eru til þess fallnar að auka á launamun kynjanna. Við vitum líka að launamunur kynjanna er viðvarandi vandamál, útskýrður sem óútskýrður. Störf kvennastétta eru ekki metin og hafa ekki verið metin að verðleikum og öll finnum við fyrir afleiðingum þess. Við sjáum jafnframt mælingar sem vekja upp ákveðnar spurningar. Árið 2008 var óleiðréttur launamunur kynjanna heil 20%. Síðan höfum við horft upp á jákvæðan en hægfara árangur allt fram til ársins 2018 þegar launamunurinn fór aðeins upp aftur, úr 13,6% í 14%. Þar var sem sagt eitthvað að gerast áður en við fórum inn í þetta erfiða efnahagsástand. Hækkunin var ekki mikil en launamunurinn var ekki lengur minnkandi heldur fór upp á við. Innleiðingu jafnlaunavottunar frestað Sá árangur sem náðst hefur hér á landi í jafnréttismálum náðist vitaskuld ekki bara með tímanum heldur með markvissri baráttu og lagasetningu sem við getum öll verið stolt af. En ég verð að viðurkenna að ég varð undrandi þegar ég sá að eitt fyrsta skref Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra var að fresta gildistöku laga um jafnlaunavottun, sem verður vegna þeirrar breytingar ekki innleidd að fullu fyrr en í lok árs 2022. Í fyrirspurnartíma í þinginu spurði ég Katrínu Jakobsdóttur um afdrif þingsályktunartillögu Viðreisnar sem var samþykkt á þinginu árið 2018. Með samþykkt þessarar tillögu var ákveðið að ráðist yrði í greiningu á launakjörum ólíkra starfsstétta m.a. til að draga fram kynbundinn launamun til að tryggja jafnræði við launasetningu ólíkra stétta. Fjármálaráðherra var falið verkefnið. Spurning mín var einfaldlega: Hvernig miðar þeirri vinnu? Liggja fyrir einhverjar sérstakar aðgerðir núna af hálfu stjórnvalda í þágu þessa markmiðs? Hvernig miðar vinnunni? Katrín Jakobsdóttur svaraði þá með því að fara yfir aðgerðir stjórnvalda um kynbundið ofbeldi. Vissulega gríðarlega þýðingarmikið viðfangsefni en ekki það efni sem umræðan snerist um þarna, heldur launamunur kynjanna. Það er nefnilega annað viðvarandi vandamál sem er ekki síður alvarlegt, þ.e. að við séum árið 2021 enn þá að glíma við þennan veruleika. Forsætisráðherra sagði aftur spurð að hún þyrfti að vísa þessari fyrirspurn til fjármálaráðherra hún væri ekki með yfirsýn yfir allt það sem er að gerast í öllum ráðuneytum. Launamunur kynjanna er eitt mikilvægasta viðfangsefni jafnréttisbaráttunnar og í því ljósi komu þessi svör forsætisráðherra nokkuð á óvart. Ekki síst í ljósi þess að jafnréttismálin eru nú á vegum forsætisráðuneytis. Jafnvel þótt vinnan við greiningu hafi verið í umsjá fjármálaráðuneytis þá kom á óvart að heyra að forsætisráðherra sem fer með jafnréttismál sagðist ekki vita hvernig vinnunni miðaði, því hún væri ekki með yfirsýn yfir það. Svarið bendir því miður til þess að þessi vinna sé ekki í neinum forgangi. Katrín nefndi að í tengslum við kjarasamninga ríkisins og BSRB hefði verið ákveðið að leggja af stað í sérstaka vinnu um endurmat á störfum kvenna. Sú vinna væri á vegum forsætisráðuneytis. Sá starfshópur væri að störfum. BSRB hefði átt frumkvæði að þessu og þarna koma saman aðilar vinnumarkaðarins og ólíkra ráðuneyta. Ekki var ljóst af svörum forsætisráðherra hvort sú vinna skarast við þá sem fjármálaráðuneytið á að sinna. Nokkur ár eru síðan Alþingi fól fjármálaráðherra þetta brýna verkefni. Þingmenn Viðreisnar hafa síðan spurt nokkuð reglulega um stöðu málsins án mikilla svara. Kreppa leiðir og hefur oft í sögulegu tilliti leitt til bakslags í jafnréttismálum á vinnumarkaði. Hvað líður þessari vinnu og eru einhverjar sérstakar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á döfinni núna hvað varðar greiningar á launakjörum ólíkra starfsstétta m.a. til að draga fram kynbundinn launamun? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Alþingi Viðreisn Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær voru færðar fréttir af því að tekjur háskólamenntaðra kvenna væru sambærilegar og ómenntaðra karla. Af því tilefni sagði forsætisráðherra að alltof hægt gangi að ná jafnrétti á Íslandi. Karlar í sambúð hafa að meðaltali 749 þúsund krónur á mánuði og konur í sambúð um 564 þúsund krónur á mánuði. Heildartekjur karla eru því að jafnaði um 29% hærri en tekjur kvenna. Munurinn er enn meiri á landsbyggðinni en þar hafa karlarnir 33% meiri tekjur en konur í sömu stöðu. Ég deili þessum áhyggjum með forsætisráðherra og tók einmitt þetta mál upp á þingi við hana þann 4. febrúar sl. Það gerði ég vegna þess að bein og óbein áhrif Covid-19 á stöðu jafnréttismála er áhyggjuefni því við vitum að efnahagsþrengingar eru til þess fallnar að auka á launamun kynjanna. Við vitum líka að launamunur kynjanna er viðvarandi vandamál, útskýrður sem óútskýrður. Störf kvennastétta eru ekki metin og hafa ekki verið metin að verðleikum og öll finnum við fyrir afleiðingum þess. Við sjáum jafnframt mælingar sem vekja upp ákveðnar spurningar. Árið 2008 var óleiðréttur launamunur kynjanna heil 20%. Síðan höfum við horft upp á jákvæðan en hægfara árangur allt fram til ársins 2018 þegar launamunurinn fór aðeins upp aftur, úr 13,6% í 14%. Þar var sem sagt eitthvað að gerast áður en við fórum inn í þetta erfiða efnahagsástand. Hækkunin var ekki mikil en launamunurinn var ekki lengur minnkandi heldur fór upp á við. Innleiðingu jafnlaunavottunar frestað Sá árangur sem náðst hefur hér á landi í jafnréttismálum náðist vitaskuld ekki bara með tímanum heldur með markvissri baráttu og lagasetningu sem við getum öll verið stolt af. En ég verð að viðurkenna að ég varð undrandi þegar ég sá að eitt fyrsta skref Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra var að fresta gildistöku laga um jafnlaunavottun, sem verður vegna þeirrar breytingar ekki innleidd að fullu fyrr en í lok árs 2022. Í fyrirspurnartíma í þinginu spurði ég Katrínu Jakobsdóttur um afdrif þingsályktunartillögu Viðreisnar sem var samþykkt á þinginu árið 2018. Með samþykkt þessarar tillögu var ákveðið að ráðist yrði í greiningu á launakjörum ólíkra starfsstétta m.a. til að draga fram kynbundinn launamun til að tryggja jafnræði við launasetningu ólíkra stétta. Fjármálaráðherra var falið verkefnið. Spurning mín var einfaldlega: Hvernig miðar þeirri vinnu? Liggja fyrir einhverjar sérstakar aðgerðir núna af hálfu stjórnvalda í þágu þessa markmiðs? Hvernig miðar vinnunni? Katrín Jakobsdóttur svaraði þá með því að fara yfir aðgerðir stjórnvalda um kynbundið ofbeldi. Vissulega gríðarlega þýðingarmikið viðfangsefni en ekki það efni sem umræðan snerist um þarna, heldur launamunur kynjanna. Það er nefnilega annað viðvarandi vandamál sem er ekki síður alvarlegt, þ.e. að við séum árið 2021 enn þá að glíma við þennan veruleika. Forsætisráðherra sagði aftur spurð að hún þyrfti að vísa þessari fyrirspurn til fjármálaráðherra hún væri ekki með yfirsýn yfir allt það sem er að gerast í öllum ráðuneytum. Launamunur kynjanna er eitt mikilvægasta viðfangsefni jafnréttisbaráttunnar og í því ljósi komu þessi svör forsætisráðherra nokkuð á óvart. Ekki síst í ljósi þess að jafnréttismálin eru nú á vegum forsætisráðuneytis. Jafnvel þótt vinnan við greiningu hafi verið í umsjá fjármálaráðuneytis þá kom á óvart að heyra að forsætisráðherra sem fer með jafnréttismál sagðist ekki vita hvernig vinnunni miðaði, því hún væri ekki með yfirsýn yfir það. Svarið bendir því miður til þess að þessi vinna sé ekki í neinum forgangi. Katrín nefndi að í tengslum við kjarasamninga ríkisins og BSRB hefði verið ákveðið að leggja af stað í sérstaka vinnu um endurmat á störfum kvenna. Sú vinna væri á vegum forsætisráðuneytis. Sá starfshópur væri að störfum. BSRB hefði átt frumkvæði að þessu og þarna koma saman aðilar vinnumarkaðarins og ólíkra ráðuneyta. Ekki var ljóst af svörum forsætisráðherra hvort sú vinna skarast við þá sem fjármálaráðuneytið á að sinna. Nokkur ár eru síðan Alþingi fól fjármálaráðherra þetta brýna verkefni. Þingmenn Viðreisnar hafa síðan spurt nokkuð reglulega um stöðu málsins án mikilla svara. Kreppa leiðir og hefur oft í sögulegu tilliti leitt til bakslags í jafnréttismálum á vinnumarkaði. Hvað líður þessari vinnu og eru einhverjar sérstakar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á döfinni núna hvað varðar greiningar á launakjörum ólíkra starfsstétta m.a. til að draga fram kynbundinn launamun? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun