Bjóða hjúkrunarfræðinga í stað bóluefna frá Bretum og Þjóðverjum Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2021 15:15 Bresk-filippseyski hjúkrunarfræðingurinn May Parsons bólusetti hina níræðu Margaret Keenan í byrjun desember sem var fyrsti almenni borgarinn til að hljóta bólusetningu. 30 þúsund hjúkrunarfræðingar frá Filippseyjum starfa í Bretlandi. EPA/ Jacob King Yfirvöld á Filippseyjum hyggjast leyfa þúsundum hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna að sækja vinnu til Bretlands og Þýskalands gegn því að ríkin gefi stjórnvöldum bóluefni við Covid-19. Um 565 þúsund kórónuveirutilfelli hafa nú greinst á Filippseyjum sem er með því mesta í Asíu en bólusetning er enn ekki hafin. Von er á fyrstu bóluefnaskömmtunum í þessari viku og eru þeir fengnir að gjöf frá kínverskum stjórnvöldum. Filippseysk stjórnvöld hafa nýlega aflétt tímabundnu banni við því að þarlent heilbrigðisstarfsfólk þiggi störf erlendis og heimila nú fimm þúsund einstaklingum að fá erlend starfsleyfi á hverju ári. 17 þúsund hófu störf erlendis árið 2019 Mikill fjöldi filippseyskra hjúkrunarfræðinga starfar á heilbrigðisstofnunum víða í Evrópu og Bandaríkjunum sem hafa margar hverjar glímt við skort á heilbrigðisstarfsfólki. Samkvæmt tölum stjórnvalda undirrituðu hátt í 17 þúsund filippseyskir hjúkrunarfræðingar undir erlenda ráðningarsamninga árið 2019. Alice Visperas, yfirmaður alþjóðaskrifstofu filippseyska atvinnumálaráðuneytisins, sagði í samtali við fréttaveituna Reuters að yfirvöld væru opin fyrir því að semja um afléttingu takmarkananna í skiptum fyrir bóluefni frá Bretum og Þjóðverjum. Skammtarnir yrðu notaðir til að bólusetja starfskrafta áður en þeir yfirgefa landið og hundruð þúsunda Filippseyinga sem snúi nú aftur til heimalandsins. Margar milljónir Filippseyinga hafa yfirgefið landið til að sækja vinnu og betri kjör á síðustu áratugum. Er talið að hópurinn sendi um 30 milljarða Bandaríkjadala heim til fjölskyldna sinna á ári hverju, eða sem nemur tæplega fjögur þúsund milljörðum króna og skipta tekjurnar gríðarmiklu máli fyrir hagkerfi landsins. Bretar sýnt viðræðunum lítinn áhuga Félag hjúkrunarfræðinga á Filippseyjum hefur tekið illa í hugmyndir stjórnvalda og sagði formaður þeirra að þeim þyki „viðbjóðslegt að stjórnvöld færu með hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisstarfsfólks líkt og varning eða útflutningsvöru.“ Þá hefur talskona breska heilbrigðisráðuneytisins gefið út að ekki standi til að semja við Filippseyinga um afhendingu bóluefnis gegn frekari ráðningu heilbrigðisstarfsfólks. Hún bætti við að Bretar væru þakklátir fyrir þá 30 þúsund filippseysku hjúkrunarfræðinga sem starfa innan breska heilbrigðiskerfisins. Bresk stjórnvöld hafa tryggt sér 400 milljón skammta af bóluefni gegn Covid-19 sem jafngildir sexföldum íbúafjölda. Talskonan sagði að meðal annars standi til að dreifa umfram skömmtum í gegnum Covax-samstarfið sem á að tryggja efnaminni ríkjum aðgang að bóluefni. Að sögn staðarmiðla gerðu filippseysk stjórnvöld ráð fyrir því að fá fyrstu 117 þúsund skammtana af bóluefni Pfizer og BioNTech fyrir tilstilli Covax um miðjan febrúar. Filippseyjar Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Sjá meira
Um 565 þúsund kórónuveirutilfelli hafa nú greinst á Filippseyjum sem er með því mesta í Asíu en bólusetning er enn ekki hafin. Von er á fyrstu bóluefnaskömmtunum í þessari viku og eru þeir fengnir að gjöf frá kínverskum stjórnvöldum. Filippseysk stjórnvöld hafa nýlega aflétt tímabundnu banni við því að þarlent heilbrigðisstarfsfólk þiggi störf erlendis og heimila nú fimm þúsund einstaklingum að fá erlend starfsleyfi á hverju ári. 17 þúsund hófu störf erlendis árið 2019 Mikill fjöldi filippseyskra hjúkrunarfræðinga starfar á heilbrigðisstofnunum víða í Evrópu og Bandaríkjunum sem hafa margar hverjar glímt við skort á heilbrigðisstarfsfólki. Samkvæmt tölum stjórnvalda undirrituðu hátt í 17 þúsund filippseyskir hjúkrunarfræðingar undir erlenda ráðningarsamninga árið 2019. Alice Visperas, yfirmaður alþjóðaskrifstofu filippseyska atvinnumálaráðuneytisins, sagði í samtali við fréttaveituna Reuters að yfirvöld væru opin fyrir því að semja um afléttingu takmarkananna í skiptum fyrir bóluefni frá Bretum og Þjóðverjum. Skammtarnir yrðu notaðir til að bólusetja starfskrafta áður en þeir yfirgefa landið og hundruð þúsunda Filippseyinga sem snúi nú aftur til heimalandsins. Margar milljónir Filippseyinga hafa yfirgefið landið til að sækja vinnu og betri kjör á síðustu áratugum. Er talið að hópurinn sendi um 30 milljarða Bandaríkjadala heim til fjölskyldna sinna á ári hverju, eða sem nemur tæplega fjögur þúsund milljörðum króna og skipta tekjurnar gríðarmiklu máli fyrir hagkerfi landsins. Bretar sýnt viðræðunum lítinn áhuga Félag hjúkrunarfræðinga á Filippseyjum hefur tekið illa í hugmyndir stjórnvalda og sagði formaður þeirra að þeim þyki „viðbjóðslegt að stjórnvöld færu með hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisstarfsfólks líkt og varning eða útflutningsvöru.“ Þá hefur talskona breska heilbrigðisráðuneytisins gefið út að ekki standi til að semja við Filippseyinga um afhendingu bóluefnis gegn frekari ráðningu heilbrigðisstarfsfólks. Hún bætti við að Bretar væru þakklátir fyrir þá 30 þúsund filippseysku hjúkrunarfræðinga sem starfa innan breska heilbrigðiskerfisins. Bresk stjórnvöld hafa tryggt sér 400 milljón skammta af bóluefni gegn Covid-19 sem jafngildir sexföldum íbúafjölda. Talskonan sagði að meðal annars standi til að dreifa umfram skömmtum í gegnum Covax-samstarfið sem á að tryggja efnaminni ríkjum aðgang að bóluefni. Að sögn staðarmiðla gerðu filippseysk stjórnvöld ráð fyrir því að fá fyrstu 117 þúsund skammtana af bóluefni Pfizer og BioNTech fyrir tilstilli Covax um miðjan febrúar.
Filippseyjar Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Sjá meira