Bjóða hjúkrunarfræðinga í stað bóluefna frá Bretum og Þjóðverjum Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2021 15:15 Bresk-filippseyski hjúkrunarfræðingurinn May Parsons bólusetti hina níræðu Margaret Keenan í byrjun desember sem var fyrsti almenni borgarinn til að hljóta bólusetningu. 30 þúsund hjúkrunarfræðingar frá Filippseyjum starfa í Bretlandi. EPA/ Jacob King Yfirvöld á Filippseyjum hyggjast leyfa þúsundum hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna að sækja vinnu til Bretlands og Þýskalands gegn því að ríkin gefi stjórnvöldum bóluefni við Covid-19. Um 565 þúsund kórónuveirutilfelli hafa nú greinst á Filippseyjum sem er með því mesta í Asíu en bólusetning er enn ekki hafin. Von er á fyrstu bóluefnaskömmtunum í þessari viku og eru þeir fengnir að gjöf frá kínverskum stjórnvöldum. Filippseysk stjórnvöld hafa nýlega aflétt tímabundnu banni við því að þarlent heilbrigðisstarfsfólk þiggi störf erlendis og heimila nú fimm þúsund einstaklingum að fá erlend starfsleyfi á hverju ári. 17 þúsund hófu störf erlendis árið 2019 Mikill fjöldi filippseyskra hjúkrunarfræðinga starfar á heilbrigðisstofnunum víða í Evrópu og Bandaríkjunum sem hafa margar hverjar glímt við skort á heilbrigðisstarfsfólki. Samkvæmt tölum stjórnvalda undirrituðu hátt í 17 þúsund filippseyskir hjúkrunarfræðingar undir erlenda ráðningarsamninga árið 2019. Alice Visperas, yfirmaður alþjóðaskrifstofu filippseyska atvinnumálaráðuneytisins, sagði í samtali við fréttaveituna Reuters að yfirvöld væru opin fyrir því að semja um afléttingu takmarkananna í skiptum fyrir bóluefni frá Bretum og Þjóðverjum. Skammtarnir yrðu notaðir til að bólusetja starfskrafta áður en þeir yfirgefa landið og hundruð þúsunda Filippseyinga sem snúi nú aftur til heimalandsins. Margar milljónir Filippseyinga hafa yfirgefið landið til að sækja vinnu og betri kjör á síðustu áratugum. Er talið að hópurinn sendi um 30 milljarða Bandaríkjadala heim til fjölskyldna sinna á ári hverju, eða sem nemur tæplega fjögur þúsund milljörðum króna og skipta tekjurnar gríðarmiklu máli fyrir hagkerfi landsins. Bretar sýnt viðræðunum lítinn áhuga Félag hjúkrunarfræðinga á Filippseyjum hefur tekið illa í hugmyndir stjórnvalda og sagði formaður þeirra að þeim þyki „viðbjóðslegt að stjórnvöld færu með hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisstarfsfólks líkt og varning eða útflutningsvöru.“ Þá hefur talskona breska heilbrigðisráðuneytisins gefið út að ekki standi til að semja við Filippseyinga um afhendingu bóluefnis gegn frekari ráðningu heilbrigðisstarfsfólks. Hún bætti við að Bretar væru þakklátir fyrir þá 30 þúsund filippseysku hjúkrunarfræðinga sem starfa innan breska heilbrigðiskerfisins. Bresk stjórnvöld hafa tryggt sér 400 milljón skammta af bóluefni gegn Covid-19 sem jafngildir sexföldum íbúafjölda. Talskonan sagði að meðal annars standi til að dreifa umfram skömmtum í gegnum Covax-samstarfið sem á að tryggja efnaminni ríkjum aðgang að bóluefni. Að sögn staðarmiðla gerðu filippseysk stjórnvöld ráð fyrir því að fá fyrstu 117 þúsund skammtana af bóluefni Pfizer og BioNTech fyrir tilstilli Covax um miðjan febrúar. Filippseyjar Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Um 565 þúsund kórónuveirutilfelli hafa nú greinst á Filippseyjum sem er með því mesta í Asíu en bólusetning er enn ekki hafin. Von er á fyrstu bóluefnaskömmtunum í þessari viku og eru þeir fengnir að gjöf frá kínverskum stjórnvöldum. Filippseysk stjórnvöld hafa nýlega aflétt tímabundnu banni við því að þarlent heilbrigðisstarfsfólk þiggi störf erlendis og heimila nú fimm þúsund einstaklingum að fá erlend starfsleyfi á hverju ári. 17 þúsund hófu störf erlendis árið 2019 Mikill fjöldi filippseyskra hjúkrunarfræðinga starfar á heilbrigðisstofnunum víða í Evrópu og Bandaríkjunum sem hafa margar hverjar glímt við skort á heilbrigðisstarfsfólki. Samkvæmt tölum stjórnvalda undirrituðu hátt í 17 þúsund filippseyskir hjúkrunarfræðingar undir erlenda ráðningarsamninga árið 2019. Alice Visperas, yfirmaður alþjóðaskrifstofu filippseyska atvinnumálaráðuneytisins, sagði í samtali við fréttaveituna Reuters að yfirvöld væru opin fyrir því að semja um afléttingu takmarkananna í skiptum fyrir bóluefni frá Bretum og Þjóðverjum. Skammtarnir yrðu notaðir til að bólusetja starfskrafta áður en þeir yfirgefa landið og hundruð þúsunda Filippseyinga sem snúi nú aftur til heimalandsins. Margar milljónir Filippseyinga hafa yfirgefið landið til að sækja vinnu og betri kjör á síðustu áratugum. Er talið að hópurinn sendi um 30 milljarða Bandaríkjadala heim til fjölskyldna sinna á ári hverju, eða sem nemur tæplega fjögur þúsund milljörðum króna og skipta tekjurnar gríðarmiklu máli fyrir hagkerfi landsins. Bretar sýnt viðræðunum lítinn áhuga Félag hjúkrunarfræðinga á Filippseyjum hefur tekið illa í hugmyndir stjórnvalda og sagði formaður þeirra að þeim þyki „viðbjóðslegt að stjórnvöld færu með hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisstarfsfólks líkt og varning eða útflutningsvöru.“ Þá hefur talskona breska heilbrigðisráðuneytisins gefið út að ekki standi til að semja við Filippseyinga um afhendingu bóluefnis gegn frekari ráðningu heilbrigðisstarfsfólks. Hún bætti við að Bretar væru þakklátir fyrir þá 30 þúsund filippseysku hjúkrunarfræðinga sem starfa innan breska heilbrigðiskerfisins. Bresk stjórnvöld hafa tryggt sér 400 milljón skammta af bóluefni gegn Covid-19 sem jafngildir sexföldum íbúafjölda. Talskonan sagði að meðal annars standi til að dreifa umfram skömmtum í gegnum Covax-samstarfið sem á að tryggja efnaminni ríkjum aðgang að bóluefni. Að sögn staðarmiðla gerðu filippseysk stjórnvöld ráð fyrir því að fá fyrstu 117 þúsund skammtana af bóluefni Pfizer og BioNTech fyrir tilstilli Covax um miðjan febrúar.
Filippseyjar Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira