Auðævi Kim Kardashian nú metin á milljarð dala Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2021 08:17 Kim Kardashian á verðlaunahátíð árið 2019. EPA Bandaríska raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West hefur nú bæst í hóp auðmanna, auðævi hverra eru metin á rúmlega milljarð Bandaríkjadala. Forbes greindi frá því í gær að Kardashian hafi nú bæst á lista blaðsins yfir milljarðamæringa heimsins. Á listanum eru nú 2.755 einstaklingar. Kardashian hefur auðgast mikið þökk sé sölu á snyrtuvörum og fatnaði, auk þess að hafa tekjur af sjónvarpsþáttum, styrktarsamningum og fjárfestingum. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, skipar efsta sæti listans, en auðævi hans eru metin á 177 milljarða Bandaríkjadala. BBC segir frá því að auk Kardashian hafi Whitney Wolfe Herd, stofnandi Bumble-stefnumótaforritsins, bæst á listann, sem og kvikmyndagerðarmaðurinn Tyler Perry og Miriam Adelson, ekkja spilavítaeigandans Sheldon Adelson sem lést í byrjun árs. Ríkasta fólk í heimi, Forbes 2021 1. Jeff Bezos, Amazon, Bandaríkin, 177 milljarðar dala 2. Elon Musk, Tesla, SpaceX, Bandaríkin, 151 milljarður dala 3. Bernard Arnault og fjölskylda, LVMH, Frakkland, 150 milljarðar dala 4. Bill Gates, Microsoft, Bandaríkin, 124 milljarðardala 5. Mark Zuckerberg, Facebook, Bandaríkin, 97 milljarðar dala 6. Warren Buffett, Berkshite Hathaway, Bandaríkin, 96 milljarðar dala 7. Larry Ellison, Oracle, Bandaríkin, 93 milljarðar dala 8. Larry Page, Google, Bandaríkin, 91,5 milljarðar dala 9. Sergey Brin, Google, Bandaríkin, 89 milljarðar dala 10. Mukesh Ambani, Indland, 84,5 milljarðar dala Kanye West, fyrrverandi eiginmaður Kim Kardashian West, var þegar á milljarðamæringalista Forbes, en auðævi hans eru metin á 1,8 milljarða. Kardashian sótti um skilnað í febrúar síðastliðinn. Kylie Jenner, yngri hálfsystir Kims, missti sæti sitt á listanum í maí síðastliðinn. Forbes segir að Kardashian hafi auðgast mikið síðustu mánuði, sér í lagi vegna hluta hennar í snýrtivörumerkinu KKW Beauty og fatamerkinu Skims. Hafi auðævi hennar farið úr 780 milljónum Bandaríkjadala í október í milljarð dala nú. Björgólfur Thor Björgólfsson er einnig að finna á lista Forbes, en hann skipar 1.444. sæti listans og eru auðævi hans metin á 2,2 milljarða dala. Hann skipaði 1.063. sæti listans á síðasta ári. Í 2.674. sæti listans er svo að finna Davíð Helgason, sem fæddist á Íslandi en er skráður sem Dani. Hann stofnaði hugbúnðarfyrirtækið Unity Software í Kaupmannahöfn árið 2004 og er auður hans nú metinn á einn milljarð dala. View this post on Instagram A post shared by Forbes (@forbes) Bandaríkin Hollywood Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kardashian hefur auðgast mikið þökk sé sölu á snyrtuvörum og fatnaði, auk þess að hafa tekjur af sjónvarpsþáttum, styrktarsamningum og fjárfestingum. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, skipar efsta sæti listans, en auðævi hans eru metin á 177 milljarða Bandaríkjadala. BBC segir frá því að auk Kardashian hafi Whitney Wolfe Herd, stofnandi Bumble-stefnumótaforritsins, bæst á listann, sem og kvikmyndagerðarmaðurinn Tyler Perry og Miriam Adelson, ekkja spilavítaeigandans Sheldon Adelson sem lést í byrjun árs. Ríkasta fólk í heimi, Forbes 2021 1. Jeff Bezos, Amazon, Bandaríkin, 177 milljarðar dala 2. Elon Musk, Tesla, SpaceX, Bandaríkin, 151 milljarður dala 3. Bernard Arnault og fjölskylda, LVMH, Frakkland, 150 milljarðar dala 4. Bill Gates, Microsoft, Bandaríkin, 124 milljarðardala 5. Mark Zuckerberg, Facebook, Bandaríkin, 97 milljarðar dala 6. Warren Buffett, Berkshite Hathaway, Bandaríkin, 96 milljarðar dala 7. Larry Ellison, Oracle, Bandaríkin, 93 milljarðar dala 8. Larry Page, Google, Bandaríkin, 91,5 milljarðar dala 9. Sergey Brin, Google, Bandaríkin, 89 milljarðar dala 10. Mukesh Ambani, Indland, 84,5 milljarðar dala Kanye West, fyrrverandi eiginmaður Kim Kardashian West, var þegar á milljarðamæringalista Forbes, en auðævi hans eru metin á 1,8 milljarða. Kardashian sótti um skilnað í febrúar síðastliðinn. Kylie Jenner, yngri hálfsystir Kims, missti sæti sitt á listanum í maí síðastliðinn. Forbes segir að Kardashian hafi auðgast mikið síðustu mánuði, sér í lagi vegna hluta hennar í snýrtivörumerkinu KKW Beauty og fatamerkinu Skims. Hafi auðævi hennar farið úr 780 milljónum Bandaríkjadala í október í milljarð dala nú. Björgólfur Thor Björgólfsson er einnig að finna á lista Forbes, en hann skipar 1.444. sæti listans og eru auðævi hans metin á 2,2 milljarða dala. Hann skipaði 1.063. sæti listans á síðasta ári. Í 2.674. sæti listans er svo að finna Davíð Helgason, sem fæddist á Íslandi en er skráður sem Dani. Hann stofnaði hugbúnðarfyrirtækið Unity Software í Kaupmannahöfn árið 2004 og er auður hans nú metinn á einn milljarð dala. View this post on Instagram A post shared by Forbes (@forbes)
Ríkasta fólk í heimi, Forbes 2021 1. Jeff Bezos, Amazon, Bandaríkin, 177 milljarðar dala 2. Elon Musk, Tesla, SpaceX, Bandaríkin, 151 milljarður dala 3. Bernard Arnault og fjölskylda, LVMH, Frakkland, 150 milljarðar dala 4. Bill Gates, Microsoft, Bandaríkin, 124 milljarðardala 5. Mark Zuckerberg, Facebook, Bandaríkin, 97 milljarðar dala 6. Warren Buffett, Berkshite Hathaway, Bandaríkin, 96 milljarðar dala 7. Larry Ellison, Oracle, Bandaríkin, 93 milljarðar dala 8. Larry Page, Google, Bandaríkin, 91,5 milljarðar dala 9. Sergey Brin, Google, Bandaríkin, 89 milljarðar dala 10. Mukesh Ambani, Indland, 84,5 milljarðar dala
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira