„Ef verðbólga fer vaxandi í Bandaríkjunum þá fara vextir í heiminum upp“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2021 15:08 Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. vísir/vilhelm Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir að þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum muni hafa gríðarleg áhrif á alþjóðahagkerfið í kjölfar heimsfaraldursins. Hann segir launahækkanir hér á landi hafa neikvæð áhrif á samkeppnisgreinar eins og ferðaþjónustu. Gylfi ræddi verðbólgu, atvinnuleysi og almennar horfur í efnahagsmálum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum spila stórt hlutverk í kjölfar heimsfaraldursins. „Samfélagið þar mun væntanlega fara í eðlilegt horf þegar líður á sumar, með alveg gríðarlegum stimulus og láum vöxtum. Ef að það eina sem gerist þar er að atvinna eykst án þess að verðbólga fari upp þá fari upp þá verður þetta vel heppnað. Ef að verðbólga fer vaxandi í Bandaríkjunum þá fara vextir í heiminum upp og við erum auðvitað bara örlítið peð í því dæmi. Þá getum við búist við því að vaxtastig hér og annars staðar hækki,“ sagði Gylfi. Gríðarleg óvissa sé enn uppi í heimshagkerfinu. Hann segir að verðbólgan hér á landi nú stafi að miklu leyti af hækkandi fasteignaverði en Gylfi segir þó ljóst að komið verði í veg fyrir verðbólguskrið með einhverjum ráðum. Hann segir erfitt að útrýma atvinnuleysi á meðan það er eins mikið og raun ber vitni í ferðaþjónustu. Gylfi var jafnframt spurður um áhrif launa á efnahagsþróunina en kaupmáttur launa hér á landi hefur vaxið í niðursveiflunni. „Hlutdeild launa í þjóðartekjum hér á landi er mjög mikil, hún hefur ekki lækkað eins og hún hefur gert í ýmsum öðrum löndum,“ sagði Gylfi. Stærstur hluti hagkerfisins hafi þolað launahækkanir hingað til. „En tíu prósent hagkerfið, ferðaþjónustan, hún var orðin löskuð áður en covid kom vegna þess að hlutdeild launa í heildartekjum hafði ekki verið hærri síðan alla veganna 2003, svo að þessi launaþróun, hún gerir samkeppnisgreinunum mjög erfitt fyrir,“ sagði Gylfi en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Gylfi ræddi verðbólgu, atvinnuleysi og almennar horfur í efnahagsmálum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum spila stórt hlutverk í kjölfar heimsfaraldursins. „Samfélagið þar mun væntanlega fara í eðlilegt horf þegar líður á sumar, með alveg gríðarlegum stimulus og láum vöxtum. Ef að það eina sem gerist þar er að atvinna eykst án þess að verðbólga fari upp þá fari upp þá verður þetta vel heppnað. Ef að verðbólga fer vaxandi í Bandaríkjunum þá fara vextir í heiminum upp og við erum auðvitað bara örlítið peð í því dæmi. Þá getum við búist við því að vaxtastig hér og annars staðar hækki,“ sagði Gylfi. Gríðarleg óvissa sé enn uppi í heimshagkerfinu. Hann segir að verðbólgan hér á landi nú stafi að miklu leyti af hækkandi fasteignaverði en Gylfi segir þó ljóst að komið verði í veg fyrir verðbólguskrið með einhverjum ráðum. Hann segir erfitt að útrýma atvinnuleysi á meðan það er eins mikið og raun ber vitni í ferðaþjónustu. Gylfi var jafnframt spurður um áhrif launa á efnahagsþróunina en kaupmáttur launa hér á landi hefur vaxið í niðursveiflunni. „Hlutdeild launa í þjóðartekjum hér á landi er mjög mikil, hún hefur ekki lækkað eins og hún hefur gert í ýmsum öðrum löndum,“ sagði Gylfi. Stærstur hluti hagkerfisins hafi þolað launahækkanir hingað til. „En tíu prósent hagkerfið, ferðaþjónustan, hún var orðin löskuð áður en covid kom vegna þess að hlutdeild launa í heildartekjum hafði ekki verið hærri síðan alla veganna 2003, svo að þessi launaþróun, hún gerir samkeppnisgreinunum mjög erfitt fyrir,“ sagði Gylfi en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira