Segja Zoom hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs notenda sinna Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 14:53 Í heimsfaraldri eru flestir farnir að kannast við samskiptaforritið Zoom. Getty/Rafael Henrique Samskiptaforritinu Zoom hefur verið gert að greiða það sem nemur tæpum 10,7 milljörðum íslenskra króna vegna málsóknar sem höfðuð var gegn fyrirtækinu fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs notenda. Málsóknin var gefin út í mars árið 2020 fyrir hönd fjölda notenda út um allan heim. Í henni kemur fram að samskiptaforritið hafi brotið gegn friðhelgi milljóna notenda með því að deila persónulegum upplýsingum með Facebook, Google og LinkedIn. Þá er fyrirtækið jafnframt sakað um að hafa ekki gert allt sem það gat til að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar næðu að brjótast inn á fundi fólks á forritinu. Fyrirtækið hefur neitað allri sök en hefur samþykkt að leggja aukinn metnað í öryggisráðstafanir. Í bráðabirgðasamkomulagi málsins kemur fram að fyrirtækið muni veita starfsfólki sínu sérstaka þjálfun í meðhöndlun gagna og öðru sem viðkemur friðhelgi einkalífs. Talsmaður fyrirtækisins segir öryggi og friðhelgi einkalífs notenda vera í algjörum forgrunni og að fyrirtækið taki trausti notenda alvarlega. Fyrirtækið hefur lengi verið gagnrýnt fyrir nálgun sína á öryggi. Þó nokkur fyrirtæki hafa hætt allri notkun á Zoom vegna svokallaðs „Zoombombing“ sem er þegar óboðnir gestir brjótast inn á fundi. Greint var frá því í tímaritinu New York Times á síðasta ári þegar óprúttinn aðili braust inn á Zoom viðburð á vegum fyrirtækisins Chipotle og birti klámmyndir. Fréttastofa BBC segist þó hafa heimildir fyrir því að Zoom hafi nú innleitt yfir hundrað nýja verkferla sem snúa að öryggi notenda sinna. Bandaríkin Tækni Persónuvernd Fjarvinna Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Málsóknin var gefin út í mars árið 2020 fyrir hönd fjölda notenda út um allan heim. Í henni kemur fram að samskiptaforritið hafi brotið gegn friðhelgi milljóna notenda með því að deila persónulegum upplýsingum með Facebook, Google og LinkedIn. Þá er fyrirtækið jafnframt sakað um að hafa ekki gert allt sem það gat til að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar næðu að brjótast inn á fundi fólks á forritinu. Fyrirtækið hefur neitað allri sök en hefur samþykkt að leggja aukinn metnað í öryggisráðstafanir. Í bráðabirgðasamkomulagi málsins kemur fram að fyrirtækið muni veita starfsfólki sínu sérstaka þjálfun í meðhöndlun gagna og öðru sem viðkemur friðhelgi einkalífs. Talsmaður fyrirtækisins segir öryggi og friðhelgi einkalífs notenda vera í algjörum forgrunni og að fyrirtækið taki trausti notenda alvarlega. Fyrirtækið hefur lengi verið gagnrýnt fyrir nálgun sína á öryggi. Þó nokkur fyrirtæki hafa hætt allri notkun á Zoom vegna svokallaðs „Zoombombing“ sem er þegar óboðnir gestir brjótast inn á fundi. Greint var frá því í tímaritinu New York Times á síðasta ári þegar óprúttinn aðili braust inn á Zoom viðburð á vegum fyrirtækisins Chipotle og birti klámmyndir. Fréttastofa BBC segist þó hafa heimildir fyrir því að Zoom hafi nú innleitt yfir hundrað nýja verkferla sem snúa að öryggi notenda sinna.
Bandaríkin Tækni Persónuvernd Fjarvinna Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira