Maðurinn sem tapaði tuttugu milljörðum dollara á einu bretti bíður átekta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2021 07:01 Archegos Capital féll með hvelli. Getty/Tom Stoddard Bill Hwang, maðurinn sem stýrði hinum lítt þekkta vogunarsjóði Archegos Capital, sem fór á hausinn með hvelli í vor, bíður nú átekta og leitar svara við spurningunni um hvað fór úrskeiðis. Yfirvöld rannsaka málið auk banka sem töpuðu á viðskiptunum. Hwang virðist þó vera hinn rólegasti, ef marka má umfjöllun Bloomberg. Bloomberg hefur áður greint frá því að með falli Archegos hafi vogunarsjóðurinn tapað tuttugu milljörðum dollara, um 2.530 milljörðum íslenskra króna, á tveimur dögum. Til að setja þessa upphæð í íslenskt samhengi væri hægt að byggja nýja Landspítalann 32 sinnum fyrir upphæðina, miðað við núverandi fjárhagsáætlun. Bandaríska fréttaveitan fjallaði aftur ítarlega um fall vogunarsjóðsins í vikunni og sendi meðal annars fréttamenn út af örkinni til að hafa uppi á Hwang. Bloomberg hefur birt ítarlega fréttaskýringu á því hvað fór úrskeiðis hjá Hwang og félögum, sem sjá má í myndbandinu hér að neðan. Hinn rólegasti í plaststól á pallinum Blaðamenn Bloomberg þurftu reyndar ekki að leita lengi. Þeir fundu hann einfaldlega fyrir utan heimili sitt í New Jersey, nánar tiltekið í úthverfinu Tenafly þar sem um 15 þúsund manns búa, sitjandi í hvítum plaststól á pallinum. Lóðin nýslegin. Í frétt Bloomberg kemur fram að hann hafi ekki mikið viljað ræða við þá um vogunarsjóðinn og þá atburði í apríl sem leiddu til þess að Archegos Capital hvarf af sjónarsviðinu með hvelli. Alþjóðlegir bankar urðu fyrir stórtjóni og hlutabréf í þekktum fyrirtækjum á borð við Viacom CBS tóku mikla dýfu. Lítið var fjallað um málið hér á landi, ef frá eru taldar fréttir Viðskiptablaðsins af málinu. Þar kom fram að talið hafi verið að sjóðurinn hafi verið mjög skuldsettur, hafi tekið stöður í félögum fyrir fimmtíu milljarða dollara, þegar eignir hans námu tíu milljörðum dollara. Fimmtíu milljarðar dollara eru 6.324 milljarðar króna. Fyrir þá upphæð væri hægt að byggja Hörpuna um 360 sinnum, svo upphæðin sé sett í samhengi við íslenskar stærðir. Þegar sjóður Hwang stóðst ekki veðkallskröfur í lok mars hófu bankar að losa hlutabréfastöður sem þeir höfðu tekið fyrir Archegos, sem meðal annars varð þess valdandi að hlutabréf fjölmiðlarisans ViacomCBS hrundu um 55 prósent. Talið er að Credit Suisse hafi tapað 5,5 milljörðum dollara á viðskiptum sínum við Archegos, en í rannsóknarskýrslu bankans kemur fram að bankinn telji líklegt að vogunarsjóðurinn hafi blekkt starfsmenn bankans. Þá kemur einnig fram í frétt Bloomberg að saksóknarar í Bandaríkjunum séu með fall Archegos til rannsóknar og hvort að eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað. Beið eftir símtali við hershöfðingja Í frétt Bloomberg segir einnig að Hwang sé sjálfur að leita svara við því hvað hafi gerst. Þannig hafi hann verið að bíða eftir símtali við bandarískan hershöfðingja á eftirlaunum í von um ráðgjöf, þegar blaðamenn Bloomberg bar að garði. Credit Suisse skar niður bónusgreiðslur til yfirmanna vegna tap bankans á viðskiptum við Archegos.Getty/Dan Kitwood Óvíst er hversu miklu Hwang tapaði persónulega við fall Archegos og segir í frétt Bloomberg að mögulegt sé að hann sé enn milljarðamæringur í gegnum eigin fjárfestingar. Þó sé víst að bankar sem töpuðu á fallinu muni ganga á eftir persónulegum eignum þeirra stjórnenda Archegos sem beri ábyrgð á því. Haft er eftir talsmanni Archegos í frétt Bloomberg að staðhæfingar um að einhver starfsmaður Archegos hafi blekkt banka í aðdraganda falls vogunarsjóðsins séu ósannar að öllu leyti. Lesa má frétt Bloomberg hér. Bandaríkin Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bloomberg hefur áður greint frá því að með falli Archegos hafi vogunarsjóðurinn tapað tuttugu milljörðum dollara, um 2.530 milljörðum íslenskra króna, á tveimur dögum. Til að setja þessa upphæð í íslenskt samhengi væri hægt að byggja nýja Landspítalann 32 sinnum fyrir upphæðina, miðað við núverandi fjárhagsáætlun. Bandaríska fréttaveitan fjallaði aftur ítarlega um fall vogunarsjóðsins í vikunni og sendi meðal annars fréttamenn út af örkinni til að hafa uppi á Hwang. Bloomberg hefur birt ítarlega fréttaskýringu á því hvað fór úrskeiðis hjá Hwang og félögum, sem sjá má í myndbandinu hér að neðan. Hinn rólegasti í plaststól á pallinum Blaðamenn Bloomberg þurftu reyndar ekki að leita lengi. Þeir fundu hann einfaldlega fyrir utan heimili sitt í New Jersey, nánar tiltekið í úthverfinu Tenafly þar sem um 15 þúsund manns búa, sitjandi í hvítum plaststól á pallinum. Lóðin nýslegin. Í frétt Bloomberg kemur fram að hann hafi ekki mikið viljað ræða við þá um vogunarsjóðinn og þá atburði í apríl sem leiddu til þess að Archegos Capital hvarf af sjónarsviðinu með hvelli. Alþjóðlegir bankar urðu fyrir stórtjóni og hlutabréf í þekktum fyrirtækjum á borð við Viacom CBS tóku mikla dýfu. Lítið var fjallað um málið hér á landi, ef frá eru taldar fréttir Viðskiptablaðsins af málinu. Þar kom fram að talið hafi verið að sjóðurinn hafi verið mjög skuldsettur, hafi tekið stöður í félögum fyrir fimmtíu milljarða dollara, þegar eignir hans námu tíu milljörðum dollara. Fimmtíu milljarðar dollara eru 6.324 milljarðar króna. Fyrir þá upphæð væri hægt að byggja Hörpuna um 360 sinnum, svo upphæðin sé sett í samhengi við íslenskar stærðir. Þegar sjóður Hwang stóðst ekki veðkallskröfur í lok mars hófu bankar að losa hlutabréfastöður sem þeir höfðu tekið fyrir Archegos, sem meðal annars varð þess valdandi að hlutabréf fjölmiðlarisans ViacomCBS hrundu um 55 prósent. Talið er að Credit Suisse hafi tapað 5,5 milljörðum dollara á viðskiptum sínum við Archegos, en í rannsóknarskýrslu bankans kemur fram að bankinn telji líklegt að vogunarsjóðurinn hafi blekkt starfsmenn bankans. Þá kemur einnig fram í frétt Bloomberg að saksóknarar í Bandaríkjunum séu með fall Archegos til rannsóknar og hvort að eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað. Beið eftir símtali við hershöfðingja Í frétt Bloomberg segir einnig að Hwang sé sjálfur að leita svara við því hvað hafi gerst. Þannig hafi hann verið að bíða eftir símtali við bandarískan hershöfðingja á eftirlaunum í von um ráðgjöf, þegar blaðamenn Bloomberg bar að garði. Credit Suisse skar niður bónusgreiðslur til yfirmanna vegna tap bankans á viðskiptum við Archegos.Getty/Dan Kitwood Óvíst er hversu miklu Hwang tapaði persónulega við fall Archegos og segir í frétt Bloomberg að mögulegt sé að hann sé enn milljarðamæringur í gegnum eigin fjárfestingar. Þó sé víst að bankar sem töpuðu á fallinu muni ganga á eftir persónulegum eignum þeirra stjórnenda Archegos sem beri ábyrgð á því. Haft er eftir talsmanni Archegos í frétt Bloomberg að staðhæfingar um að einhver starfsmaður Archegos hafi blekkt banka í aðdraganda falls vogunarsjóðsins séu ósannar að öllu leyti. Lesa má frétt Bloomberg hér.
Bandaríkin Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira