Kjarasamningar sjómanna – verkefnið bíður Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 15. september 2021 08:15 Í liðinni viku slitu stéttarfélög sjómanna kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Það voru vonbrigði. Þrjú stéttarfélaganna, Sjómannafélag Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna, birtu í kjölfarið auglýsingu og formenn þessara félaga skrifuðu grein hér á Vísi. Málflutninginn má telja með nokkrum ólíkindum og það er til lítils að elta ólar við gífuryrði, dylgjur og samhengislausar staðhæfingar. Það mun sannanlega ekki auðvelda verkefni, sem þegar er þungt, að leggjast í skotgrafir á opinberum vettvangi. Almennt má telja líklegra að kjarasamningar náist í andrúmslofti þar sem aðilar reyna að skilja ólík sjónarmið og leggja sameiginlega vinnu í að ryðja burt hindrunum sem standa í vegi fyrir því að unnt sé að ná saman. Það væri skammgóður vermir að fallast á ýtrustu kröfur stéttarfélaganna þriggja, enda er kostnaðaraukinn sem þær fela í sér verulegur og dregur úr samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. Í hlutaskiptakerfi sjómanna er þetta sérstaklega mikilvægt, enda fara hagsmunir fyrirtækja og sjómanna alfarið saman þegar kemur að því að auka þau verðmæti sem dregin eru úr sjó. Í því samhengi skal ekki gera lítið úr kröfum stéttarfélaga um bætt kjör. Verkefnið er að finna leiðir til að koma til móts við þær, þannig að þær styðji við samkeppnishæfni, en dragi ekki úr henni. Það krefst vinnu og skilnings. En hver er staða sjómanna hjá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum? Hafa þeir setið eftir? Eru þeir „annars flokks“, eins og spurt var í áðurnefndri grein formanna stéttarfélaganna þriggja? Blessunarlega má í stuttu máli segja að staða þeirra sé góð – og raunar eftirsóknarverðari en annarra stétta í landinu að mörgu leyti. Það er ánægjulegt og sjávarútvegsfyrirtæki eru stolt af því að íslenskir sjómenn eru launahæsta stétt í landinu. Það er óþekkt staða í öðrum ríkjum. Sjómenn uppskera vel í öllum samanburði Sjómenn á Íslandi njóta bæði góðra launa og réttinda. Og þannig viljum við hafa það. Af umræðunni má hins vegar ráða að þetta sé á einhvern hátt umdeilanlegt. Ef litið er til myndarinnar hér að neðan, sem unnin er úr gögnum frá Hagstofu Íslands, er erfitt að finna stuðning fyrir slíkri umræðu. Í samanburði við aðrar atvinnugreinar hér á landi eru staðgreiðsluskyldar launagreiðslur í fiskveiðum háar. Í raun hafa þær verið hæstar í fiskveiðum á hverju einasta ári frá árinu 2008, eða eins langt aftur og umrædd gögn Hagstofunnar ná. Í fyrra voru staðgreiðsluskyldar launagreiðslur í fiskveiðum 113% hærri en að meðaltali í hagkerfinu. Hér ber eðlilega að halda til haga að í þessum samanburði er ekki tekið tillit til vinnustunda og vafalaust yrði munurinn nokkuð minni ef það yrði gert. Þó bendir þessi mikli munur til þess að þrátt fyrir að tekið væri tillit til vinnustunda, þá væru launagreiðslur til sjómanna enn þær hæstu. Er nærtækt að nefna að miðað við fjármála- og vátryggingarstarfsemi, þar sem næsthæstu launagreiðslurnar eru, voru launagreiðslur til sjómanna 39% hærri í fyrra. Þriðjungs hækkun launakostnaðar á hvert stöðugildi Undanfarin 10 ár hefur stöðugildum í fiskveiðum fækkað um 3% að meðaltali á ári, en á sama tímabili hafa laun og launatengd gjöld haldist stöðug sem hlutfall af tekjum útgerða. Þetta skilar sér í þriðjungs hækkun launakostnaðar á hvert stöðugildi, sem var árið 2019 tæpar 16 milljónir króna. Fyrir vikið eru fiskveiðiáhafnir meðal þeirra stétta sem búa við hæst meðallaun á Íslandi, líkt og áður hefur komið fram. Hér er miðað við fiskveiðar í heild sinni, þar með talið veiðar minni skipa og smábáta. Ef aðeins væri horft til stærri skipa væru meðallaunin enn hærri. Þessi launaþróun og sterk staða áhafna endurspeglar þann gagnkvæma ávinning sem samkeppnishæfur sjávarútvegur og skilvirkar veiðar geta skilað. Sjómenn fá stærra hlutfall af verðmætasköpun en aðrir Að auki má nefna að samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var hlutfall launa og launatengdra gjalda af vergum þáttatekjum í fiskveiðum um 67% í fyrra. Það er rúmlega 7 prósentustigum yfir meðaltali undanfarinna 20 ára. Langtímameðaltalið í hagkerfinu alls er einnig tæp 60%, en þar mældist launahlutfallið 61% í fyrra. Af þessu má ráða að sjómenn fengu umtalsvert stærra hlutfall af þeirri verðmætasköpun sem varð til í fiskveiðum í fyrra heldur en launþegar í öðrum atvinnugreinum fengu að jafnaði. Sjómenn eiga trygga hlutdeild í hækkandi afurðaverði Þar sem launakerfi sjómanna byggist á hlutaskiptum aflaverðmætis á milli sjómanna og útgerða haldast laun þeirra þar með í hendur við tekjur sjávarútvegsfyrirtækja. Laun sjómanna þróast því ekki í takt við laun flestra annarra launþega í landinu. Þau ráðast af gengi krónunnar, afurðaverði á erlendum mörkuðum, aflamarki o.s.frv. Hin hefðbundna launavísitala Hagstofunnar er því lítið til gagns til þess að segja nokkuð til um þróun launa í fiskveiðum. Hins vegar er veruleg fylgni á milli ofangreindra launagreiðslna í fiskveiðum við verðvísitölu sjávarafurða, þar sem bæði afurðaverð og gengi krónunnar koma við sögu. Séu staðgreiðsluskyldar launagreiðslur í fiskveiðum á hvern launþega settar á vísitölu, þar sem upphafsárið er 2008, þá hefur mælst um 97% fylgni á milli þróunar hennar og verðvísitölu sjávarafurða. Samræmið þarna á milli getur varla verið meira. Á mannamáli þýðir þetta að allar fjárfestingar sem ráðist hefur verið í, og sem tryggt hafa hærra verð á íslenskum sjávarafurðum, hafa tryggt sjómönnum hækkun launa til samræmis. Höldum áfram á sömu braut Það er gömul saga og ný að laun og launatengd gjöld á Íslandi eru með þeim hæstu í heiminum. Það þýðir jafnframt að launakostnaður á Íslandi, sem hlutfall af virðisaukanum, er einn sá hæsti á byggðu bóli. Sjávarútvegur er útflutningsatvinnuvegur. Hann á í harðri samkeppni við fyrirtæki í öðrum löndum sem bera mun minni kostnað vegna launa og tengdra gjalda, auk opinberra gjalda og flutningskostnaðar. Það er því mjög ánægjulegt að sjá að staðgreiðsluskyld laun í sjávarútvegi hér á landi séu hærri að jafnaði en í öðrum atvinnugreinum. Það er ekki sjálfgefið. Í tilfelli sjávarútvegs eru helstu ástæðurnar árangursrík stjórnun fiskveiða, miklar fjárfestingar í hátæknibúnaði á undanförnum árum og hagræðing sem hefur orðið innan greinarinnar. Allt þetta hefur tryggt samkeppnishæfni á kröfuhörðum alþjóðlegum markaði. Þrátt fyrir háan launakostnað hafa fyrirtækin lagt höfuðáherslu á að auka verðmætasköpun, eins og til dæmis glöggt má sjá á fjárfestingum í nýjum skipum og hátæknivinnslum víða um land. Þetta eru grundvallarþættir í því að tryggja að sjávarútvegur sé í færum til að greiða góð laun og tryggja atvinnu um allt land. Af þeim sökum skýtur það skökku við, að í áðurnefndri grein formanna stéttarfélaganna þriggja, séu þessir þættir með neikvæðum formerkjum. Það er sameiginleg ábyrgð í kjaraviðræðum að viðhalda þessari vegferð sem hér hefur verið vikið að, þannig að sjómenn verði áfram sú stétt hér á landi sem best hefur kjörin. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Í liðinni viku slitu stéttarfélög sjómanna kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Það voru vonbrigði. Þrjú stéttarfélaganna, Sjómannafélag Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna, birtu í kjölfarið auglýsingu og formenn þessara félaga skrifuðu grein hér á Vísi. Málflutninginn má telja með nokkrum ólíkindum og það er til lítils að elta ólar við gífuryrði, dylgjur og samhengislausar staðhæfingar. Það mun sannanlega ekki auðvelda verkefni, sem þegar er þungt, að leggjast í skotgrafir á opinberum vettvangi. Almennt má telja líklegra að kjarasamningar náist í andrúmslofti þar sem aðilar reyna að skilja ólík sjónarmið og leggja sameiginlega vinnu í að ryðja burt hindrunum sem standa í vegi fyrir því að unnt sé að ná saman. Það væri skammgóður vermir að fallast á ýtrustu kröfur stéttarfélaganna þriggja, enda er kostnaðaraukinn sem þær fela í sér verulegur og dregur úr samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. Í hlutaskiptakerfi sjómanna er þetta sérstaklega mikilvægt, enda fara hagsmunir fyrirtækja og sjómanna alfarið saman þegar kemur að því að auka þau verðmæti sem dregin eru úr sjó. Í því samhengi skal ekki gera lítið úr kröfum stéttarfélaga um bætt kjör. Verkefnið er að finna leiðir til að koma til móts við þær, þannig að þær styðji við samkeppnishæfni, en dragi ekki úr henni. Það krefst vinnu og skilnings. En hver er staða sjómanna hjá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum? Hafa þeir setið eftir? Eru þeir „annars flokks“, eins og spurt var í áðurnefndri grein formanna stéttarfélaganna þriggja? Blessunarlega má í stuttu máli segja að staða þeirra sé góð – og raunar eftirsóknarverðari en annarra stétta í landinu að mörgu leyti. Það er ánægjulegt og sjávarútvegsfyrirtæki eru stolt af því að íslenskir sjómenn eru launahæsta stétt í landinu. Það er óþekkt staða í öðrum ríkjum. Sjómenn uppskera vel í öllum samanburði Sjómenn á Íslandi njóta bæði góðra launa og réttinda. Og þannig viljum við hafa það. Af umræðunni má hins vegar ráða að þetta sé á einhvern hátt umdeilanlegt. Ef litið er til myndarinnar hér að neðan, sem unnin er úr gögnum frá Hagstofu Íslands, er erfitt að finna stuðning fyrir slíkri umræðu. Í samanburði við aðrar atvinnugreinar hér á landi eru staðgreiðsluskyldar launagreiðslur í fiskveiðum háar. Í raun hafa þær verið hæstar í fiskveiðum á hverju einasta ári frá árinu 2008, eða eins langt aftur og umrædd gögn Hagstofunnar ná. Í fyrra voru staðgreiðsluskyldar launagreiðslur í fiskveiðum 113% hærri en að meðaltali í hagkerfinu. Hér ber eðlilega að halda til haga að í þessum samanburði er ekki tekið tillit til vinnustunda og vafalaust yrði munurinn nokkuð minni ef það yrði gert. Þó bendir þessi mikli munur til þess að þrátt fyrir að tekið væri tillit til vinnustunda, þá væru launagreiðslur til sjómanna enn þær hæstu. Er nærtækt að nefna að miðað við fjármála- og vátryggingarstarfsemi, þar sem næsthæstu launagreiðslurnar eru, voru launagreiðslur til sjómanna 39% hærri í fyrra. Þriðjungs hækkun launakostnaðar á hvert stöðugildi Undanfarin 10 ár hefur stöðugildum í fiskveiðum fækkað um 3% að meðaltali á ári, en á sama tímabili hafa laun og launatengd gjöld haldist stöðug sem hlutfall af tekjum útgerða. Þetta skilar sér í þriðjungs hækkun launakostnaðar á hvert stöðugildi, sem var árið 2019 tæpar 16 milljónir króna. Fyrir vikið eru fiskveiðiáhafnir meðal þeirra stétta sem búa við hæst meðallaun á Íslandi, líkt og áður hefur komið fram. Hér er miðað við fiskveiðar í heild sinni, þar með talið veiðar minni skipa og smábáta. Ef aðeins væri horft til stærri skipa væru meðallaunin enn hærri. Þessi launaþróun og sterk staða áhafna endurspeglar þann gagnkvæma ávinning sem samkeppnishæfur sjávarútvegur og skilvirkar veiðar geta skilað. Sjómenn fá stærra hlutfall af verðmætasköpun en aðrir Að auki má nefna að samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var hlutfall launa og launatengdra gjalda af vergum þáttatekjum í fiskveiðum um 67% í fyrra. Það er rúmlega 7 prósentustigum yfir meðaltali undanfarinna 20 ára. Langtímameðaltalið í hagkerfinu alls er einnig tæp 60%, en þar mældist launahlutfallið 61% í fyrra. Af þessu má ráða að sjómenn fengu umtalsvert stærra hlutfall af þeirri verðmætasköpun sem varð til í fiskveiðum í fyrra heldur en launþegar í öðrum atvinnugreinum fengu að jafnaði. Sjómenn eiga trygga hlutdeild í hækkandi afurðaverði Þar sem launakerfi sjómanna byggist á hlutaskiptum aflaverðmætis á milli sjómanna og útgerða haldast laun þeirra þar með í hendur við tekjur sjávarútvegsfyrirtækja. Laun sjómanna þróast því ekki í takt við laun flestra annarra launþega í landinu. Þau ráðast af gengi krónunnar, afurðaverði á erlendum mörkuðum, aflamarki o.s.frv. Hin hefðbundna launavísitala Hagstofunnar er því lítið til gagns til þess að segja nokkuð til um þróun launa í fiskveiðum. Hins vegar er veruleg fylgni á milli ofangreindra launagreiðslna í fiskveiðum við verðvísitölu sjávarafurða, þar sem bæði afurðaverð og gengi krónunnar koma við sögu. Séu staðgreiðsluskyldar launagreiðslur í fiskveiðum á hvern launþega settar á vísitölu, þar sem upphafsárið er 2008, þá hefur mælst um 97% fylgni á milli þróunar hennar og verðvísitölu sjávarafurða. Samræmið þarna á milli getur varla verið meira. Á mannamáli þýðir þetta að allar fjárfestingar sem ráðist hefur verið í, og sem tryggt hafa hærra verð á íslenskum sjávarafurðum, hafa tryggt sjómönnum hækkun launa til samræmis. Höldum áfram á sömu braut Það er gömul saga og ný að laun og launatengd gjöld á Íslandi eru með þeim hæstu í heiminum. Það þýðir jafnframt að launakostnaður á Íslandi, sem hlutfall af virðisaukanum, er einn sá hæsti á byggðu bóli. Sjávarútvegur er útflutningsatvinnuvegur. Hann á í harðri samkeppni við fyrirtæki í öðrum löndum sem bera mun minni kostnað vegna launa og tengdra gjalda, auk opinberra gjalda og flutningskostnaðar. Það er því mjög ánægjulegt að sjá að staðgreiðsluskyld laun í sjávarútvegi hér á landi séu hærri að jafnaði en í öðrum atvinnugreinum. Það er ekki sjálfgefið. Í tilfelli sjávarútvegs eru helstu ástæðurnar árangursrík stjórnun fiskveiða, miklar fjárfestingar í hátæknibúnaði á undanförnum árum og hagræðing sem hefur orðið innan greinarinnar. Allt þetta hefur tryggt samkeppnishæfni á kröfuhörðum alþjóðlegum markaði. Þrátt fyrir háan launakostnað hafa fyrirtækin lagt höfuðáherslu á að auka verðmætasköpun, eins og til dæmis glöggt má sjá á fjárfestingum í nýjum skipum og hátæknivinnslum víða um land. Þetta eru grundvallarþættir í því að tryggja að sjávarútvegur sé í færum til að greiða góð laun og tryggja atvinnu um allt land. Af þeim sökum skýtur það skökku við, að í áðurnefndri grein formanna stéttarfélaganna þriggja, séu þessir þættir með neikvæðum formerkjum. Það er sameiginleg ábyrgð í kjaraviðræðum að viðhalda þessari vegferð sem hér hefur verið vikið að, þannig að sjómenn verði áfram sú stétt hér á landi sem best hefur kjörin. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun