Stigmagnandi spenna vegna eldflaugaæfinga á Kóreuskaga Heimir Már Pétursson skrifar 15. september 2021 19:20 Farþegar á lestarstöð í Sól höfuðborg Suður Kóreu horfir á frétt um eldflaugaskot Norður Kórumanna á sunnudag. Chung Sung-Jun/Getty Images Eldflaugatilraunir stjórnvalda í Norður Kóreu hafa valdið vaxandi spennu í samskiptum Kóreuríkjanna. Kínverjar, Japanir og Bandaríkjamenn hafa einnig lýst áhyggjum af þróun mála. Norður Kóreumenn skutu tveimur langdrægum eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft á sunnudag. Flaugunum var skotið frá miðju landinu og flugu þær í 60 kílómetra hæð um 800 kílómetra út á Japanshaf. Þar með brutu Norður Kóreumenn gegn samþykkt Sameinuðu þjóðanna. Nokkrum klukkustundum síðar skutu Suður Kóreumenn í fyrsta skipti nýrri tegund eldflaugar frá kafbáti og urðu þar með sjöunda þjóðin í heiminum til að búa yfir slíkri tækni. Fullyrt er að þetta eldflaugaskot hafi verið löngu fyrirhugað og það hafi ekki verið beint andsvar við eldflaugatilraunum norðanmanna. Norður Kóreumenn brugðust engu að síður við með því að skjóta skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Þessar tilraunir eru ekki til að bæta mikið spennuástand sem nú þegar ríkir í samskiptum asíuríkja, sérstaklega varðandi yfirráð yfir Suðurkínahafi. Katsunobu Kato utanríkisráðherra Japans hefur komið óánægju stjórnvalda í Tokyo með eldflaugatilraunir Norður Kóerumanna á framfæri. Katsunobu Kato utanríkisráðherra Japans fordæmir eldflaugatilraunir Norður Kóreu.Tomohiro Ohsumi/Getty Images „Japönsk stjórnvöld hafa fordæmt eldflaugaskot Norður Kóreu og komið þeim sjónarmiðum á framfæri við stjórnvöld þar í gegnum sendiráð okkar í Peking. Þá höfum við haft náið samráð við stjórnvöld í Bandaríkjunum og Suður Kóreu frá því eldflaugunum var skotið á loft á sunnudag,“ segir Kato. Spennan á Kóreuskaga snertir einnig nágrannaríkin Kína og Japan. Sendimenn Bandaríkjanna, Japans og Suður Kóreu fyrir málefni Norður Kóreu funduðu í Tokyo í dag um stöðu mála og utanríkisráðherrar Kína og Suður Kóreu funduðu í Sól. Wang Yi utanríkisráðherra Kína segir mikilvægt að stuðla að stöðugleika á Kóreuskaga. „Við viljum auðvitað leggja okkar af mörkum til að stuðla að friði og stöðugleika á Kóreuskaga. En Norður Kórea er ekki ein um hernaðaraðgerðir á svæðinu. Fleiri ríki eiga þar hlut að máli. Þannig að allir aðilar ættu að leggjast á eitt um að koma á ný á viðræðum þeirra á milli,“ segir utanríkisráðherra Kína. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Norður Kóreumenn skutu tveimur langdrægum eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft á sunnudag. Flaugunum var skotið frá miðju landinu og flugu þær í 60 kílómetra hæð um 800 kílómetra út á Japanshaf. Þar með brutu Norður Kóreumenn gegn samþykkt Sameinuðu þjóðanna. Nokkrum klukkustundum síðar skutu Suður Kóreumenn í fyrsta skipti nýrri tegund eldflaugar frá kafbáti og urðu þar með sjöunda þjóðin í heiminum til að búa yfir slíkri tækni. Fullyrt er að þetta eldflaugaskot hafi verið löngu fyrirhugað og það hafi ekki verið beint andsvar við eldflaugatilraunum norðanmanna. Norður Kóreumenn brugðust engu að síður við með því að skjóta skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Þessar tilraunir eru ekki til að bæta mikið spennuástand sem nú þegar ríkir í samskiptum asíuríkja, sérstaklega varðandi yfirráð yfir Suðurkínahafi. Katsunobu Kato utanríkisráðherra Japans hefur komið óánægju stjórnvalda í Tokyo með eldflaugatilraunir Norður Kóerumanna á framfæri. Katsunobu Kato utanríkisráðherra Japans fordæmir eldflaugatilraunir Norður Kóreu.Tomohiro Ohsumi/Getty Images „Japönsk stjórnvöld hafa fordæmt eldflaugaskot Norður Kóreu og komið þeim sjónarmiðum á framfæri við stjórnvöld þar í gegnum sendiráð okkar í Peking. Þá höfum við haft náið samráð við stjórnvöld í Bandaríkjunum og Suður Kóreu frá því eldflaugunum var skotið á loft á sunnudag,“ segir Kato. Spennan á Kóreuskaga snertir einnig nágrannaríkin Kína og Japan. Sendimenn Bandaríkjanna, Japans og Suður Kóreu fyrir málefni Norður Kóreu funduðu í Tokyo í dag um stöðu mála og utanríkisráðherrar Kína og Suður Kóreu funduðu í Sól. Wang Yi utanríkisráðherra Kína segir mikilvægt að stuðla að stöðugleika á Kóreuskaga. „Við viljum auðvitað leggja okkar af mörkum til að stuðla að friði og stöðugleika á Kóreuskaga. En Norður Kórea er ekki ein um hernaðaraðgerðir á svæðinu. Fleiri ríki eiga þar hlut að máli. Þannig að allir aðilar ættu að leggjast á eitt um að koma á ný á viðræðum þeirra á milli,“ segir utanríkisráðherra Kína.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira