Ferðuðust til tunglsins til að spila leiki íslenska fótboltasumarsins Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2021 09:32 KA-menn ferðuðust um 8.500 kílómetra í sumar en Blikar þurftu lítið að ferðast. vísir/Hulda Margrét Á meðan að KA-menn þurftu að ferðast samtals um 8.500 kílómetra til að spila leiki sína í efstu deild karla í fótbolta í sumar þurftu Íslandsmeistarar Víkings aðeins að ferðast 1.000 kílómetra. Liðin á Austfjörðum þurftu þó að ferðast lengst allra þetta fótboltasumar. Þetta kemur fram í forvitnilegri samantekt Byggðastofnunar. Þar segir að samtals hafi íslensk fótboltalið í meistaraflokki karla og kvenna ferðast ríflega 413 þúsund kílómetra til að spila deildarleiki á útivöllum og komast aftur heim, á nýafstöðnu keppnistímabili. Á það er bent að það jafngildi ferð aðra leið til tunglsins og rúmlega það. Í tölum Byggðastofnunar er gert ráð fyrir því að liðin ferðist akandi í leiki og að þau spili sína heimaleiki alltaf á sínum aðalheimavelli. Mest er um ferðalög í 2. og 3. deild karla, og 2. deild kvenna, þar sem liðin dreifast vel um landið. Í efstu deild karla var einsleitnin ansi mikil hvað varðar staðsetningu liða og einu ferðalögin sem kröfðust meira en klukkutíma aksturs voru vegna leikja KA. Í tölum Byggðastofnunar er auk þess ekki horft til þess að KA þurfti fjórum sinnum að ferðast til Dalvíkur til að spila heimaleiki. Í efstu deild kvenna voru hins vegar Tindastóll, Þór/KA, ÍBV, Selfoss og Keflavík öll utan höfuðborgarsvæðisins. Unnu 2. deild og ferðuðust mest allra liða á Íslandi Á toppnum yfir ferðalög í sumar, líkt og í 2. deild kvenna, endaði sameinað lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis Fáskrúðsfirði. Hér má sjá tíu ferðaglöðustu liðin samkvæmt lista Byggðastofnunar: Liðin tíu sem ferðuðust mest í sumar: Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir – í 2. deild kvenna - 12.020 km. Leiknir Fáskrúðsfirði – í 2. deild karla – 11.336 km. Fjarðabyggð í 2. deild karla – 11.336 km. Einherji á Vopnafirði í 2. deild kvenna – 10.852 km. Einherji á Vopnafirði í 3. deild karla – 10.602 km. Höttur/Huginn á Egilsstöðum og Seyðisfirði í 3 deild karla – 10.596 km. Vestri á Ísafirði í 1. deild karla – 9.584 km. Þór Akureyri í 1. deild karla – 9.210 km. Sindri á Hornafirði í 3. deild karla – 9.160 km Völsungur á Húsavík í 2. deild karla – 8.538 km. Hér að neðan má svo sjá færslu Byggðastofnunar í heild sinni. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Þetta kemur fram í forvitnilegri samantekt Byggðastofnunar. Þar segir að samtals hafi íslensk fótboltalið í meistaraflokki karla og kvenna ferðast ríflega 413 þúsund kílómetra til að spila deildarleiki á útivöllum og komast aftur heim, á nýafstöðnu keppnistímabili. Á það er bent að það jafngildi ferð aðra leið til tunglsins og rúmlega það. Í tölum Byggðastofnunar er gert ráð fyrir því að liðin ferðist akandi í leiki og að þau spili sína heimaleiki alltaf á sínum aðalheimavelli. Mest er um ferðalög í 2. og 3. deild karla, og 2. deild kvenna, þar sem liðin dreifast vel um landið. Í efstu deild karla var einsleitnin ansi mikil hvað varðar staðsetningu liða og einu ferðalögin sem kröfðust meira en klukkutíma aksturs voru vegna leikja KA. Í tölum Byggðastofnunar er auk þess ekki horft til þess að KA þurfti fjórum sinnum að ferðast til Dalvíkur til að spila heimaleiki. Í efstu deild kvenna voru hins vegar Tindastóll, Þór/KA, ÍBV, Selfoss og Keflavík öll utan höfuðborgarsvæðisins. Unnu 2. deild og ferðuðust mest allra liða á Íslandi Á toppnum yfir ferðalög í sumar, líkt og í 2. deild kvenna, endaði sameinað lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis Fáskrúðsfirði. Hér má sjá tíu ferðaglöðustu liðin samkvæmt lista Byggðastofnunar: Liðin tíu sem ferðuðust mest í sumar: Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir – í 2. deild kvenna - 12.020 km. Leiknir Fáskrúðsfirði – í 2. deild karla – 11.336 km. Fjarðabyggð í 2. deild karla – 11.336 km. Einherji á Vopnafirði í 2. deild kvenna – 10.852 km. Einherji á Vopnafirði í 3. deild karla – 10.602 km. Höttur/Huginn á Egilsstöðum og Seyðisfirði í 3 deild karla – 10.596 km. Vestri á Ísafirði í 1. deild karla – 9.584 km. Þór Akureyri í 1. deild karla – 9.210 km. Sindri á Hornafirði í 3. deild karla – 9.160 km Völsungur á Húsavík í 2. deild karla – 8.538 km. Hér að neðan má svo sjá færslu Byggðastofnunar í heild sinni.
Liðin tíu sem ferðuðust mest í sumar: Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir – í 2. deild kvenna - 12.020 km. Leiknir Fáskrúðsfirði – í 2. deild karla – 11.336 km. Fjarðabyggð í 2. deild karla – 11.336 km. Einherji á Vopnafirði í 2. deild kvenna – 10.852 km. Einherji á Vopnafirði í 3. deild karla – 10.602 km. Höttur/Huginn á Egilsstöðum og Seyðisfirði í 3 deild karla – 10.596 km. Vestri á Ísafirði í 1. deild karla – 9.584 km. Þór Akureyri í 1. deild karla – 9.210 km. Sindri á Hornafirði í 3. deild karla – 9.160 km Völsungur á Húsavík í 2. deild karla – 8.538 km.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira