Sáttmáli framfara og vaxtar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 8. desember 2021 11:31 Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar er ítarlegur og vel gerður. Hann vísar leiðina fram veginn og einkennist af bjartsýni varðandi þau tækifæri sem til staðar eru og bjartsýni um að við getum áfram bætt samfélagið og lagfært það sem þarf að laga. Stefna og áherslumál Framsóknar skína í gegn, en sáttmálinn byggir á skynsömum lausnum, jafnrétti og á því að einstaklingurinn sé ávallt hjartað í kerfinu. Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar og framfara. Auka þarf verðmætasköpun og gefa fyrirtækjum nauðsynlegt svigrúm til að sækja fram, fjárfesta í tækjum og tólum til að standast samkeppni og ekki síður til að ráða fólk til starfa að nýju. Slíkt treystir ríkisfjármálin á ný og gefur okkur sem þjóð tækifæri til að vaxa og dafna til frekari velsældar. Einstaklingurinn er hjartað í kerfinu Við stöndum frammi fyrir mjög stórri áskorun, þeirri að þjóðin er að eldast. Stóra verkefnið er því áhersla á lýðheilsu með það að markmiði að fólk eigi betra líf á efri árum og sé minna háð þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Einnig er það ánægjulegt að auka skuli sveigjanleika í starfslokum hjá hinu opinbera, en slíkt stuðlar að því að fólk verði lengur virkir þátttakendur í samfélaginu og á vinnumarkaði. Auk þess er það skref í rétta átt að frítekjumark atvinnutekna verði tvöfaldað um næstu áramót. Ég fagna því sérstaklega að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur, en samhliða því er mikilvægt að virkt samtal eigi sér stað milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins og að nauðsynlegt fjármagn fari á rétta staði. Sveitarfélög vilja þjónusta íbúa vel, en það sem hefur gerst við tilfærslu stórra málaflokka frá ríki til sveitarfélaga er að þjónustan hefur færst nær fólkinu, hún aukist og orðið betri. Það hefur falið í sér umtalsverðan kostnaðarauka hjá sveitarfélögunum. Ráðist verður í vinnu við að bæta stöðu langveikra og alvarlega fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra með nýju fyrirkomulagi umönnunarstyrks og umönnunargreiðslna, ásamt því að foreldrum sem missa barn verður tryggt sorgarleyfi. Einnig er rétt að nefna að áfram verður unnið að því mikilvæga verkefni í samstarfi við sveitarfélög að jafna tækifæri barna til að stunda tómstundastarf óháð efnahag, aðstæðum og búsetu. 16,3 milljarða aukning til heilbrigðismála Tækifæri eru til framsóknar í heilbrigðismálum og ánægjulegt er að framlög til málaflokksins séu að hækka um 16,3 milljarða. Um leið og fjármagn er aukið, er einnig svigrúm til að nýta fjármuni betur. Heilbrigðiskerfið á að veita fólki þá þjónustu sem það þarf og gera það innan skilgreinds biðtíma. Geðheilbrigðismál þurfa að vera í forgangi á kjörtímabilinu en ýmis jákvæð teikn eru á lofti sé tekið mið af markmiðum ríkisstjórnarinnar. Því þarf að fylgja eftir. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar er ítarlegur og vel gerður. Hann vísar leiðina fram veginn og einkennist af bjartsýni varðandi þau tækifæri sem til staðar eru og bjartsýni um að við getum áfram bætt samfélagið og lagfært það sem þarf að laga. Stefna og áherslumál Framsóknar skína í gegn, en sáttmálinn byggir á skynsömum lausnum, jafnrétti og á því að einstaklingurinn sé ávallt hjartað í kerfinu. Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar og framfara. Auka þarf verðmætasköpun og gefa fyrirtækjum nauðsynlegt svigrúm til að sækja fram, fjárfesta í tækjum og tólum til að standast samkeppni og ekki síður til að ráða fólk til starfa að nýju. Slíkt treystir ríkisfjármálin á ný og gefur okkur sem þjóð tækifæri til að vaxa og dafna til frekari velsældar. Einstaklingurinn er hjartað í kerfinu Við stöndum frammi fyrir mjög stórri áskorun, þeirri að þjóðin er að eldast. Stóra verkefnið er því áhersla á lýðheilsu með það að markmiði að fólk eigi betra líf á efri árum og sé minna háð þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Einnig er það ánægjulegt að auka skuli sveigjanleika í starfslokum hjá hinu opinbera, en slíkt stuðlar að því að fólk verði lengur virkir þátttakendur í samfélaginu og á vinnumarkaði. Auk þess er það skref í rétta átt að frítekjumark atvinnutekna verði tvöfaldað um næstu áramót. Ég fagna því sérstaklega að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur, en samhliða því er mikilvægt að virkt samtal eigi sér stað milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins og að nauðsynlegt fjármagn fari á rétta staði. Sveitarfélög vilja þjónusta íbúa vel, en það sem hefur gerst við tilfærslu stórra málaflokka frá ríki til sveitarfélaga er að þjónustan hefur færst nær fólkinu, hún aukist og orðið betri. Það hefur falið í sér umtalsverðan kostnaðarauka hjá sveitarfélögunum. Ráðist verður í vinnu við að bæta stöðu langveikra og alvarlega fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra með nýju fyrirkomulagi umönnunarstyrks og umönnunargreiðslna, ásamt því að foreldrum sem missa barn verður tryggt sorgarleyfi. Einnig er rétt að nefna að áfram verður unnið að því mikilvæga verkefni í samstarfi við sveitarfélög að jafna tækifæri barna til að stunda tómstundastarf óháð efnahag, aðstæðum og búsetu. 16,3 milljarða aukning til heilbrigðismála Tækifæri eru til framsóknar í heilbrigðismálum og ánægjulegt er að framlög til málaflokksins séu að hækka um 16,3 milljarða. Um leið og fjármagn er aukið, er einnig svigrúm til að nýta fjármuni betur. Heilbrigðiskerfið á að veita fólki þá þjónustu sem það þarf og gera það innan skilgreinds biðtíma. Geðheilbrigðismál þurfa að vera í forgangi á kjörtímabilinu en ýmis jákvæð teikn eru á lofti sé tekið mið af markmiðum ríkisstjórnarinnar. Því þarf að fylgja eftir. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar